Enn of sterkur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Það er margt sem heimurinn hefur ekki þörf fyrir, þar á meðal eru ruddalegir og sjálfhverfir karlar í valdamiklum embættum sem stöðugt ala á hatri, tortryggni og hræðslu. Því miður finnast þeir of víða og vaða yfir allt og alla í krafti valds og auðs. Það gerir þeim óneitanlega auðveldara fyrir að þeir eiga sér sauðtrygga stuðningsmenn sem mæna upp á þá í aðdáun og sjá í þeim holdgervingu sterka mannsins. Öðrum er fullljóst að þarna er karl sem er fulltrúi alls þess sem ástæða er til að hafna. Ólán Bandaríkjamanna var að kjósa slíkan mann sem forseta sinn fyrir tveimur árum. Hvernig slíkt gat gerst er enn undrunarefni og mikill álitshnekkir fyrir Bandaríkin. Umheimurinn hefur síðustu tvö árin fylgst með orðum og gjörðum þessa sérkennilega manns sem lifir í sínum einkaheimi og hefur nánast ekkert raunveruleikaskyn en er einstaklega laginn við að sjá óvini í hverju horni. Hann skortir sárlega þá eiginleika sem svo eftirsóknarvert væri að sjá í fólki sem hefur áhrif en sjást ekki hjá nógu mörgum: víðsýni, umburðarlyndi og samkennd með öðrum. Það er leiðinlegt að segja þetta um forseta Bandaríkjanna, en maðurinn hagar sér eins og ruddi og ekki bara stundum heldur yfirleitt. Bandaríkjamenn geta ekki nú árið 2018 leiðrétt hin skelfilegu mistök sem þeim urðu á árið 2016. Þeir höfðu hins vegar tök á því að gefa forseta sínum einkunn í þingkosningum sem fóru fram síðastliðinn þriðjudag. Þær kosningar snerust fyrst og síðast um persónu forsetans, sem hvatti sitt fólk áfram með stórkarlalegum yfirlýsingum sem heimurinn er farinn að kannast of vel við. Demókratar brugðust við með því að sækja sinn hæfasta mann og fyrrverandi forseta, Barack Obama. Það var sláandi munur á fréttamyndum sjónvarpsstöðva af kosningabaráttu þar sem hinn málsnjalli og sjarmerandi Obama hvatti fólk til að mæta á kjörstað og hafna hatursáróðri meðan Trump einbeitti sér ótrauður að því að tala um flóttamenn sem skelfilega ógn sem yrði að bregðast við. Það ber að þakka fyrir að Bandaríkjamenn báru gæfu til að kjósa Obama forseta sinn, en það er hrein harmsaga að eftirmaður hans sé maður sem hatast við flóttamenn, fyrirlítur konur og lætur sér á sama standa um alla minnihlutahópa. Bandaríkjamenn höfðu tækifæri til að segja skoðun sína á Trump og flykktust á kjörstað. Trump-liðarnir mættu til að styðja sinn mann, en það var frjálslynda fólkið sem hafði enn meiri ástæðu til að mæta og hafna þeim mannfjandsamlegu áherslum sem forseti Bandaríkjanna stendur fyrir. Niðurstaðan varð sú að Repúblikanar töpuðu meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en héldu meirihluta í öldungadeildinni. Úrslit sem fyrirfram var búist við. Þótt staða Trumps hafi greinilega veikst þá er hún þó enn of sterk. Fjölmennur hópur Bandaríkjamanna slær um hann skjaldborg og kinkar fagnandi kolli undir boðskap sem kyndir undir sundrungu og tortryggni. Það er áhyggjuefni fyrir heimsbyggðina að slíkar áherslur slái í gegn hjá stórum hópi kjósenda. Það ætti að vera öllum ljóst að í þessum heimi er þörf fyrir meiri mannúð, ekki aukna heift. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem heimurinn hefur ekki þörf fyrir, þar á meðal eru ruddalegir og sjálfhverfir karlar í valdamiklum embættum sem stöðugt ala á hatri, tortryggni og hræðslu. Því miður finnast þeir of víða og vaða yfir allt og alla í krafti valds og auðs. Það gerir þeim óneitanlega auðveldara fyrir að þeir eiga sér sauðtrygga stuðningsmenn sem mæna upp á þá í aðdáun og sjá í þeim holdgervingu sterka mannsins. Öðrum er fullljóst að þarna er karl sem er fulltrúi alls þess sem ástæða er til að hafna. Ólán Bandaríkjamanna var að kjósa slíkan mann sem forseta sinn fyrir tveimur árum. Hvernig slíkt gat gerst er enn undrunarefni og mikill álitshnekkir fyrir Bandaríkin. Umheimurinn hefur síðustu tvö árin fylgst með orðum og gjörðum þessa sérkennilega manns sem lifir í sínum einkaheimi og hefur nánast ekkert raunveruleikaskyn en er einstaklega laginn við að sjá óvini í hverju horni. Hann skortir sárlega þá eiginleika sem svo eftirsóknarvert væri að sjá í fólki sem hefur áhrif en sjást ekki hjá nógu mörgum: víðsýni, umburðarlyndi og samkennd með öðrum. Það er leiðinlegt að segja þetta um forseta Bandaríkjanna, en maðurinn hagar sér eins og ruddi og ekki bara stundum heldur yfirleitt. Bandaríkjamenn geta ekki nú árið 2018 leiðrétt hin skelfilegu mistök sem þeim urðu á árið 2016. Þeir höfðu hins vegar tök á því að gefa forseta sínum einkunn í þingkosningum sem fóru fram síðastliðinn þriðjudag. Þær kosningar snerust fyrst og síðast um persónu forsetans, sem hvatti sitt fólk áfram með stórkarlalegum yfirlýsingum sem heimurinn er farinn að kannast of vel við. Demókratar brugðust við með því að sækja sinn hæfasta mann og fyrrverandi forseta, Barack Obama. Það var sláandi munur á fréttamyndum sjónvarpsstöðva af kosningabaráttu þar sem hinn málsnjalli og sjarmerandi Obama hvatti fólk til að mæta á kjörstað og hafna hatursáróðri meðan Trump einbeitti sér ótrauður að því að tala um flóttamenn sem skelfilega ógn sem yrði að bregðast við. Það ber að þakka fyrir að Bandaríkjamenn báru gæfu til að kjósa Obama forseta sinn, en það er hrein harmsaga að eftirmaður hans sé maður sem hatast við flóttamenn, fyrirlítur konur og lætur sér á sama standa um alla minnihlutahópa. Bandaríkjamenn höfðu tækifæri til að segja skoðun sína á Trump og flykktust á kjörstað. Trump-liðarnir mættu til að styðja sinn mann, en það var frjálslynda fólkið sem hafði enn meiri ástæðu til að mæta og hafna þeim mannfjandsamlegu áherslum sem forseti Bandaríkjanna stendur fyrir. Niðurstaðan varð sú að Repúblikanar töpuðu meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en héldu meirihluta í öldungadeildinni. Úrslit sem fyrirfram var búist við. Þótt staða Trumps hafi greinilega veikst þá er hún þó enn of sterk. Fjölmennur hópur Bandaríkjamanna slær um hann skjaldborg og kinkar fagnandi kolli undir boðskap sem kyndir undir sundrungu og tortryggni. Það er áhyggjuefni fyrir heimsbyggðina að slíkar áherslur slái í gegn hjá stórum hópi kjósenda. Það ætti að vera öllum ljóst að í þessum heimi er þörf fyrir meiri mannúð, ekki aukna heift.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun