Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2018 14:00 vísir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta, og Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar, voru sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi þar sem fyrsti þriðjungur Olís-deildar kvenna var gerður upp. Farið var yfir liðin frá neðsta sæti til þess efsta en í tveimur neðstu sætunum sitja Stjarnan og Selfoss sem var spáð fimmta og sjötta sæti fyrir tímabilið. Stjörnuliðið kom mikið breytt til leiks undir stjórn nýs þjálfara en það hefur aðeins unnið einn leik til þessa. Sumir leikir hafa verið alveg skelfilegir en ágætis frammistaða hefur sést inn á milli. „Þetta hefur ekki verið gott en svo hefur liðið sýnt að það getur spilað vel eins og á móti ÍBV, Selfossi og Val. Þær geta þetta alveg en þær þurfa að gera meiri kröfur til sín. Það er bara rugl fyrir svona reynslumikið lið að tapa fimmtán boltum í leik,“ segir Ásgeir Jónsson. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hægri skytta Stjörnunnar, hefur verið ljósið í myrkrinu í Garðabænum en hún er að spila mjög vel. „Mér finnst allt annað að sjá hana á æfingum og í leikjum. Hún er að taka miklu fleiri og betri skot. Hún er í topp formi og ég er ánægð með að sjá hana halda áfram og vonandi þróast hún áfram,“ segir Þorgerður Anna.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur tvívegis orðið markadrottning Olís-deildarinnar.vísir/ernirSelfyssingar ætluðu sér stóra hluti fyrir tímabilið enda búið að endurheimta markavélina Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur eftir meiðsli. Selfoss vann ekki leik í fyrstu sjö umferðunum en lagði svo Íslands- og bikarmeistara Fram í áttundu umferðinni. „Hrafnhildur var ekki með á síðasta tímabili og þá þjappaði liðið sér saman og náði í nokkra góða sigra. En nú er hún komin til baka og þetta er besti leikmaður liðsins,“ segir Þorgerður. „Kannski eru væntingarnar til hennar of miklar og beðið of mikið eftir því að hún taki frumkvæðið og klári leikina. Þær þurfa bara að þjappa sig saman og gera þetta saman ekki treysta bara á einn eða tvo einstaklinga.“ Ásgeir vill sjá meira frá öðrum leikmönnum liðsins en ekki að þetta sé bara tveggja manna sóknarleikur Hrafnhildar Hönnu og Perlu Ruthar Albertsdóttur, línumanns. „Sóknarleikurinn byggir eðlilega rosalega mikið á leikmönnum eins og Hrafnhildi Hönnu og Perlu Ruth. Leikmenn eins og Ída, Hulda, Kristrún og Harpa eru ekki að gera nóg og Selfoss verður að fá meira framlag frá fleiri leikmönnum. Sóknarleikurinn má ekki bara ganga út á það að Hrafnhildur skjóti eða sendi á Perlu,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Stjörnuna og Selfoss má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta, og Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar, voru sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi þar sem fyrsti þriðjungur Olís-deildar kvenna var gerður upp. Farið var yfir liðin frá neðsta sæti til þess efsta en í tveimur neðstu sætunum sitja Stjarnan og Selfoss sem var spáð fimmta og sjötta sæti fyrir tímabilið. Stjörnuliðið kom mikið breytt til leiks undir stjórn nýs þjálfara en það hefur aðeins unnið einn leik til þessa. Sumir leikir hafa verið alveg skelfilegir en ágætis frammistaða hefur sést inn á milli. „Þetta hefur ekki verið gott en svo hefur liðið sýnt að það getur spilað vel eins og á móti ÍBV, Selfossi og Val. Þær geta þetta alveg en þær þurfa að gera meiri kröfur til sín. Það er bara rugl fyrir svona reynslumikið lið að tapa fimmtán boltum í leik,“ segir Ásgeir Jónsson. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hægri skytta Stjörnunnar, hefur verið ljósið í myrkrinu í Garðabænum en hún er að spila mjög vel. „Mér finnst allt annað að sjá hana á æfingum og í leikjum. Hún er að taka miklu fleiri og betri skot. Hún er í topp formi og ég er ánægð með að sjá hana halda áfram og vonandi þróast hún áfram,“ segir Þorgerður Anna.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur tvívegis orðið markadrottning Olís-deildarinnar.vísir/ernirSelfyssingar ætluðu sér stóra hluti fyrir tímabilið enda búið að endurheimta markavélina Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur eftir meiðsli. Selfoss vann ekki leik í fyrstu sjö umferðunum en lagði svo Íslands- og bikarmeistara Fram í áttundu umferðinni. „Hrafnhildur var ekki með á síðasta tímabili og þá þjappaði liðið sér saman og náði í nokkra góða sigra. En nú er hún komin til baka og þetta er besti leikmaður liðsins,“ segir Þorgerður. „Kannski eru væntingarnar til hennar of miklar og beðið of mikið eftir því að hún taki frumkvæðið og klári leikina. Þær þurfa bara að þjappa sig saman og gera þetta saman ekki treysta bara á einn eða tvo einstaklinga.“ Ásgeir vill sjá meira frá öðrum leikmönnum liðsins en ekki að þetta sé bara tveggja manna sóknarleikur Hrafnhildar Hönnu og Perlu Ruthar Albertsdóttur, línumanns. „Sóknarleikurinn byggir eðlilega rosalega mikið á leikmönnum eins og Hrafnhildi Hönnu og Perlu Ruth. Leikmenn eins og Ída, Hulda, Kristrún og Harpa eru ekki að gera nóg og Selfoss verður að fá meira framlag frá fleiri leikmönnum. Sóknarleikurinn má ekki bara ganga út á það að Hrafnhildur skjóti eða sendi á Perlu,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Stjörnuna og Selfoss má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30