Hreiðari Má ekki gerð refsing í síðasta hrunmálinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 11:30 Hreiðar Már Sigurðsson hefur verið tíður gestum í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur undanfarin ár. Hér er hann við upphaf aðalmeðferðar í október. Vísir/Vilhelm Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var í dag sýknaður af ákæru fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans þegar hann lét bankann veita sér lán upp á 575 milljónir án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Hreiðar Már var sakfelldur af þeim lið ákærunnar sem sneri að innherjasvikum. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð af sínum hluta málsins og skal allur málskostnaður greiddur úr ríkissjóði. Hreiðar og Guðný voru hvorugt viðstödd dómsuppsöguna. Hreiðar Már var sem fyrr segir ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og látið bankann veita sér lán upp á 575 milljónir króna án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir innherjasvik þegar hann færði hlutina yfir í eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem hann notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í bankanum. Samkvæmt ákæru keypti Hreiðar Már bréfin á kaupréttargengi en seldi eigin félagi á markaðsvirði sem var töluvert hærra. Mismunurinn, sem var um 324 milljónir króna, hafi svo runnið inn á bankareikning hans. Guðný var ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi.Sagði allt hafa farið í ríkissjóð Við aðalmeðferð málsins í október sagði Hreiðar Már að hver einasta króna sem hann fékk við sölu bréfanna hafi runnið til ríkissjóðs í formi skattgreiðslna. Um er að ræða síðasta hrunmálið, eða síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengda meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008. Af þeim 202 málum sem komu inn á borð sérstaks saksóknara var rannsókn hætt í 84 málum. Átján mál voru felld niður að lokinni rannsókn og 22 mál voru sameinuð öðrum málum. Fjögur voru send til annarra embætta, sjö voru flokkuð sem aðstoð við yfirvöld og ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Enn eru nokkur mál til meðferðar í kerfinu. Hrunið Tengdar fréttir Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00 Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var í dag sýknaður af ákæru fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans þegar hann lét bankann veita sér lán upp á 575 milljónir án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Hreiðar Már var sakfelldur af þeim lið ákærunnar sem sneri að innherjasvikum. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð af sínum hluta málsins og skal allur málskostnaður greiddur úr ríkissjóði. Hreiðar og Guðný voru hvorugt viðstödd dómsuppsöguna. Hreiðar Már var sem fyrr segir ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og látið bankann veita sér lán upp á 575 milljónir króna án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir innherjasvik þegar hann færði hlutina yfir í eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem hann notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í bankanum. Samkvæmt ákæru keypti Hreiðar Már bréfin á kaupréttargengi en seldi eigin félagi á markaðsvirði sem var töluvert hærra. Mismunurinn, sem var um 324 milljónir króna, hafi svo runnið inn á bankareikning hans. Guðný var ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi.Sagði allt hafa farið í ríkissjóð Við aðalmeðferð málsins í október sagði Hreiðar Már að hver einasta króna sem hann fékk við sölu bréfanna hafi runnið til ríkissjóðs í formi skattgreiðslna. Um er að ræða síðasta hrunmálið, eða síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengda meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008. Af þeim 202 málum sem komu inn á borð sérstaks saksóknara var rannsókn hætt í 84 málum. Átján mál voru felld niður að lokinni rannsókn og 22 mál voru sameinuð öðrum málum. Fjögur voru send til annarra embætta, sjö voru flokkuð sem aðstoð við yfirvöld og ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Enn eru nokkur mál til meðferðar í kerfinu.
Hrunið Tengdar fréttir Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00 Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00
Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39