Guðjón Pétur hefur verið ósáttur með sinn spiltíma og var nærri því búinn að yfirgef Val í sumar en kláraði svo tímabilið. Valur varð Íslandsmeistari annað árið í röð.
Guðjón hefur verið í herbúðum Vals frá því 2015 en einnig lék hann með liðinu sumrin 2011 og 2012. Þar á milli lék hann með Blikum en Guðjón hefur verið einn öflugasti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár.
Ekki er vitað hvert Guðjón fer en hann er nú laus allra mála. Reikna má með að hann semji við lið á allra næstu vikum en barist verður líklega um Álftnesinginn.
GUÐJÓN PÉTUR YFIRGEFUR VAL.
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) November 8, 2018
Guðjón Pétur Lýðsson sem leikið hefur með Val s.l þrjú keppnistímabil og unnið bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn tvisvar yfirgefur nú félagið.
Valur þakkar Guðjóni Pétri fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar #fotboltinet #fotboltinetRT #433_is