Bítum á jaxlinn Þórlindur Kjartansson skrifar 9. nóvember 2018 07:00 Nú er runninn upp á Íslandi tími slens og sljóleika, hæsi og hósta, vægra höfuðverkja og morgunstíflaðra öndunarfæra. Þetta er tíminn þar sem fáir komast á fætur nema með miklum herkjum fyrir ýmiss konar kvillum, stífleika og verkjum. Haustlægðirnar bera ekki aðeins með sér umhleypinga, hvassviðri, slyddu og slor heldur ýmiss konar máttleysi, þunglyndi, pestir og hor. Það er á þessum árstíma sem fjöldinn allur af fólki horfir með tregablöndnum augum til himins og sér fugla og flugvélar á leiðinni suður til heitari svæða, og finnst hlutskipti sitt vera lítið annað en hörmungarhokur, þreyta og mæða.Með farfuglunum Þegar maður les um velmegandi stéttir fyrri alda, hvort sem þær voru á Íslandi eða í Norður-Evrópu, þá er ekki óalgengt að sjá að fólk hafi við hvert tækifæri flúið undan naprasta vetrarveðrinu. Þá var talað um að „dveljast sér til heilsubótar og hressingar“ á einhverjum suðrænum sæluslóðum þar sem sólin skein og vínið flóði á meðan hjarnskjöldur lá yfir heimahögunum og lífið þar í algjörum vetrardróma. Á Íslandi hefur það víst færst í vöxt að þeir sem geta hefji sig til lofts með farfuglunum og dveljist í lengri eða skemmri tíma á suðlægari slóðum þar sem bæði verðlag og veðurfar er skaplegra en hér heima. En ekki eru allir svo lánsamir. Flest erum við dæmd til þess að berjast í gegnum nokkra bylji á vetri hverjum, sitja inni og hlusta á óveðrin berja á gluggunum og þurrka horið úr treflum barnanna þegar þau koma heim eftir að hafa verið úti að leika sér í rauðrar-viðvörunar-veðri.Kvefskilningur Ýmsar kenningar eru á sveimi um af hverju fólk fær frekar kvefpestir á veturna heldur en sumrin. Ein er sú að þegar skólarnir byrja á haustin þá virki það eins og ein allsherjar útihátíð fyrir veirur og sýkla, sem stökkvi á milli barna og berist þannig inn á heimili og svo út á vinnustaði. Önnur kenning er sú að á sumrin séum við einfaldlega betur í stakk búin til þess að takast á við kraftminni krankleika, líkaminn hafi meira mótstöðuþrek í sólskini og hlýindum heldur en í dimmunni, kuldanum og rokinu á haustin. Hvort tveggja inniheldur örugglega ýmis sannleikskorn. Enn ein kenning er að algengt sé að rakastig á íslenskum heimilum sé svo lágt að það stuðli að heilsutjóni. Og svo má ekki gleyma því að skammdegið sjálft ýtir líklega enn frekar undir slappleika þjóðarinnar—og það ýkist vitaskuld vegna þeirrar undarlegu ráðstöfunar okkar að stilla klukkuna ekki eftir gangi sólarinnar heldur meintum viðskiptahagsmunum flugfélags og óskum áhugafólks um golfíþróttina. En haustflensurnar verða auðvitað ekkert skemmtilegri þótt maður komist til botns í að skilja þær. Það er hins vegar margt sem bendir til þess að það sé engin sérstök ástæða til þess að skammast sín fyrir að vera illa upplagður á veturna. Langt frameftir öldum tíðkaðist ekki á Íslandi að vinna nema allra átaksminnstu innivinnu yfir hörðustu vetrarmánuðina.Misskilinn hetjuskapur Það er líklega rétt að taka fram að engin læknisfræðimenntun býr að baki þeim kenningum sem hér hefur verið tæpt á og eru þær mjög umdeildar, jafnvel inni á mínu eigin heimili. En eflaust eru fleiri að velta þessu ástandi fyrir sér nú þegar þjóðin er meira og minna öll byrjuð að finna fyrir einhverjum einkennum skammdegisins. Fólk flettir upp á internetinu hvort hægt sé að taka of stóra skammta af D-vítamíni, lýsi er hellt í gegnum trekt ofan í fjölskyldumeðlimi, ýmiss konar remedíur úr íslenskum fjallajurtum eru keyptar dýrum dómum í apótekum og bruddar dögum saman, saltlausnum er sprautað upp í stíflaðar nasir, verkjalyf með kirsuberjabragði eru leyst upp í heitu vatni, koníak er drukkið úr mjólkurglösum í lækningaskyni og fólk flækist á milli heitra og kaldra potta og blautra og þurra gufuklefa. Almennt er það eflaust fyrir bestu að bíta á jaxlinn og halda sínu striki, nema hinn valkosturinn sé að stökkva upp í flugvél og dveljast á Tenerife í nokkra daga. Hins vegar hlýtur það að vera umhugsunarefni þegar það krefst einhvers konar lyfjainngrips hjá fólki að komast í gegnum vinnuvikurnar hvort betur sé heima setið en af stað farið. Læknar virðast nefnilega flestir á því að besta meðalið við slappleika og sleni sé einfaldlega að hlusta á það sem líkaminn er að reyna að öskra á mann. Að taka frekar nokkra daga í sæmilegri ró heima hjá sér og ná sér að fullu frekar en að berjast í margar vikur eða mánuði á hálfum hraða, með samanbitna kjálka og stíflað nef, smitandi allt í kringum sig og afkastandi litlu. Stundum felst mesta harkan í því að bíta á jaxlinn og sætta sig við að maður þurfi að jafna sig en ekki í að rjúka af stað í misskildum hetjuskap til þess eins að slá svo aftur niður í næstu lægð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er runninn upp á Íslandi tími slens og sljóleika, hæsi og hósta, vægra höfuðverkja og morgunstíflaðra öndunarfæra. Þetta er tíminn þar sem fáir komast á fætur nema með miklum herkjum fyrir ýmiss konar kvillum, stífleika og verkjum. Haustlægðirnar bera ekki aðeins með sér umhleypinga, hvassviðri, slyddu og slor heldur ýmiss konar máttleysi, þunglyndi, pestir og hor. Það er á þessum árstíma sem fjöldinn allur af fólki horfir með tregablöndnum augum til himins og sér fugla og flugvélar á leiðinni suður til heitari svæða, og finnst hlutskipti sitt vera lítið annað en hörmungarhokur, þreyta og mæða.Með farfuglunum Þegar maður les um velmegandi stéttir fyrri alda, hvort sem þær voru á Íslandi eða í Norður-Evrópu, þá er ekki óalgengt að sjá að fólk hafi við hvert tækifæri flúið undan naprasta vetrarveðrinu. Þá var talað um að „dveljast sér til heilsubótar og hressingar“ á einhverjum suðrænum sæluslóðum þar sem sólin skein og vínið flóði á meðan hjarnskjöldur lá yfir heimahögunum og lífið þar í algjörum vetrardróma. Á Íslandi hefur það víst færst í vöxt að þeir sem geta hefji sig til lofts með farfuglunum og dveljist í lengri eða skemmri tíma á suðlægari slóðum þar sem bæði verðlag og veðurfar er skaplegra en hér heima. En ekki eru allir svo lánsamir. Flest erum við dæmd til þess að berjast í gegnum nokkra bylji á vetri hverjum, sitja inni og hlusta á óveðrin berja á gluggunum og þurrka horið úr treflum barnanna þegar þau koma heim eftir að hafa verið úti að leika sér í rauðrar-viðvörunar-veðri.Kvefskilningur Ýmsar kenningar eru á sveimi um af hverju fólk fær frekar kvefpestir á veturna heldur en sumrin. Ein er sú að þegar skólarnir byrja á haustin þá virki það eins og ein allsherjar útihátíð fyrir veirur og sýkla, sem stökkvi á milli barna og berist þannig inn á heimili og svo út á vinnustaði. Önnur kenning er sú að á sumrin séum við einfaldlega betur í stakk búin til þess að takast á við kraftminni krankleika, líkaminn hafi meira mótstöðuþrek í sólskini og hlýindum heldur en í dimmunni, kuldanum og rokinu á haustin. Hvort tveggja inniheldur örugglega ýmis sannleikskorn. Enn ein kenning er að algengt sé að rakastig á íslenskum heimilum sé svo lágt að það stuðli að heilsutjóni. Og svo má ekki gleyma því að skammdegið sjálft ýtir líklega enn frekar undir slappleika þjóðarinnar—og það ýkist vitaskuld vegna þeirrar undarlegu ráðstöfunar okkar að stilla klukkuna ekki eftir gangi sólarinnar heldur meintum viðskiptahagsmunum flugfélags og óskum áhugafólks um golfíþróttina. En haustflensurnar verða auðvitað ekkert skemmtilegri þótt maður komist til botns í að skilja þær. Það er hins vegar margt sem bendir til þess að það sé engin sérstök ástæða til þess að skammast sín fyrir að vera illa upplagður á veturna. Langt frameftir öldum tíðkaðist ekki á Íslandi að vinna nema allra átaksminnstu innivinnu yfir hörðustu vetrarmánuðina.Misskilinn hetjuskapur Það er líklega rétt að taka fram að engin læknisfræðimenntun býr að baki þeim kenningum sem hér hefur verið tæpt á og eru þær mjög umdeildar, jafnvel inni á mínu eigin heimili. En eflaust eru fleiri að velta þessu ástandi fyrir sér nú þegar þjóðin er meira og minna öll byrjuð að finna fyrir einhverjum einkennum skammdegisins. Fólk flettir upp á internetinu hvort hægt sé að taka of stóra skammta af D-vítamíni, lýsi er hellt í gegnum trekt ofan í fjölskyldumeðlimi, ýmiss konar remedíur úr íslenskum fjallajurtum eru keyptar dýrum dómum í apótekum og bruddar dögum saman, saltlausnum er sprautað upp í stíflaðar nasir, verkjalyf með kirsuberjabragði eru leyst upp í heitu vatni, koníak er drukkið úr mjólkurglösum í lækningaskyni og fólk flækist á milli heitra og kaldra potta og blautra og þurra gufuklefa. Almennt er það eflaust fyrir bestu að bíta á jaxlinn og halda sínu striki, nema hinn valkosturinn sé að stökkva upp í flugvél og dveljast á Tenerife í nokkra daga. Hins vegar hlýtur það að vera umhugsunarefni þegar það krefst einhvers konar lyfjainngrips hjá fólki að komast í gegnum vinnuvikurnar hvort betur sé heima setið en af stað farið. Læknar virðast nefnilega flestir á því að besta meðalið við slappleika og sleni sé einfaldlega að hlusta á það sem líkaminn er að reyna að öskra á mann. Að taka frekar nokkra daga í sæmilegri ró heima hjá sér og ná sér að fullu frekar en að berjast í margar vikur eða mánuði á hálfum hraða, með samanbitna kjálka og stíflað nef, smitandi allt í kringum sig og afkastandi litlu. Stundum felst mesta harkan í því að bíta á jaxlinn og sætta sig við að maður þurfi að jafna sig en ekki í að rjúka af stað í misskildum hetjuskap til þess eins að slá svo aftur niður í næstu lægð.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun