Seinni bylgjan: ÍBV á meira inni og besti leikmaðurinn sem gleymdist Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2018 14:30 Íris Björk Símonardóttir er búin að vera alveg mögnuð. vísir/bára ÍBV er í öðru sæti Olís-deildar kvenna en farið var yfir fyrsta þriðjung deildarinnar í sérstökum uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á miðvikudagskvöldið þar sem að Ásgeir Jónsson og Þorgerður Anna Atladóttir voru sérfræðingar. Eyjakonur voru þær fyrstu til að leggja Framara að velli og virðast vera komnar í gang en allir í myndveri voru sammála um að liðið á meira inni. „Jenný er búin að vera geggjuð í markinu í flestum leikjum en sóknarnýting liðsins er döpur og Esther á gríðarlega mikið inni þar. Þetta er leikmaður sem er vanur að vera að skora 6-10 mörk en er núna með slaka skotnýtingu og að tapa svolítið af boltum. Hún á mikið inni. Sunna sömuleiðis á mikið inni,“ segir Ásgeir.Greta velur skotin betur Skyttan hávaxnka Greta Kavaliauskaite hefur farið mikinn og verið miklu betri en á síðustu leiktíð. „Hún var aðeins mistækari í fyrra en núna er hún í betra formi. Hún velur skotin sín aðeins betur heldur en í fyrra þegar að hún var að taka óþarfa skot og ætlaði að vera einhver stjarna og sýna sig. Standið á henni er mjög flott,“ segir Þorgerður Anna en bæði hafa þau smá áhyggjur af fáum hraðaupphlaupum liðsins. „Með aðeins betri vörn og meiri stöðugleika í varnarleikinn fær liðið hraðaupphlaupin sem að Karólína er ekki búin að vera að fá. Leikmaður eins og hún þrífst á þessum hraðaupphlaupum. Þau skipta máli fyrir sjálfstraustið því hún er stundum ekki að taka færin sín í horninu því sjálfstraustið er ekki í botni,“ segir Þorgerður Anna.Íris alveg mögnuð Valskonur eru á toppnum eins og spáð var. Liðið breyttist mikið á milli tímabila en sóknarleikurinn er að slípast saman eftir að vera ekkert sérstakur í byrjun móts. „Markvarslan er búin að vera svo góð og varnarleikurinn sömuleiðis. Þess vegna hefur liðið haft svigrúm til að spila ekkert sérstakan sóknarleik en náð góðum úrslitum,“ segir Ásgeir Jónsson. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, er búin að vera algjörlega frábær og gleymdist aðeins í umræðunni fyrr í þættinum þegar að Martha Hermannsdóttir, leikmaður KA/Þórs var sögð besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinnar. Beðist var velvirðingar á því. „Hún verður bara betri með hverjum leiknum. Hún var besti markvörður landsins þegar að hún var upp á sitt besta og nú held ég að hún sé að nálgast þann titil aftur,“ segir Þorgerður Anna. „Þegar að við köstuðum því fram að það væri algjörlega borðliggjandi að Martha Hermannsdóttir væri besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinna gleymdum við Írisi. Hún er best ásamt Mörthu,“ segir Ásgeir. „Í átta leikjum er hún búin að fara yfir 40 prósent vörslu sex sinnum og tvisvar sinnum yfir 50 prósent. Hún er búin að vera algjörlega geggjuð. Varnarleikurinn hefur verið frábær og það er ekki hægt að undirstrika það nógu mikið hversu mikilvægt það var að fá Gerði aftur inn í þetta,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um tvö efstu liðin má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Íslands- og bikarmeistarar Fram eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í Olís-deild kvenna. 9. nóvember 2018 11:30 Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
ÍBV er í öðru sæti Olís-deildar kvenna en farið var yfir fyrsta þriðjung deildarinnar í sérstökum uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á miðvikudagskvöldið þar sem að Ásgeir Jónsson og Þorgerður Anna Atladóttir voru sérfræðingar. Eyjakonur voru þær fyrstu til að leggja Framara að velli og virðast vera komnar í gang en allir í myndveri voru sammála um að liðið á meira inni. „Jenný er búin að vera geggjuð í markinu í flestum leikjum en sóknarnýting liðsins er döpur og Esther á gríðarlega mikið inni þar. Þetta er leikmaður sem er vanur að vera að skora 6-10 mörk en er núna með slaka skotnýtingu og að tapa svolítið af boltum. Hún á mikið inni. Sunna sömuleiðis á mikið inni,“ segir Ásgeir.Greta velur skotin betur Skyttan hávaxnka Greta Kavaliauskaite hefur farið mikinn og verið miklu betri en á síðustu leiktíð. „Hún var aðeins mistækari í fyrra en núna er hún í betra formi. Hún velur skotin sín aðeins betur heldur en í fyrra þegar að hún var að taka óþarfa skot og ætlaði að vera einhver stjarna og sýna sig. Standið á henni er mjög flott,“ segir Þorgerður Anna en bæði hafa þau smá áhyggjur af fáum hraðaupphlaupum liðsins. „Með aðeins betri vörn og meiri stöðugleika í varnarleikinn fær liðið hraðaupphlaupin sem að Karólína er ekki búin að vera að fá. Leikmaður eins og hún þrífst á þessum hraðaupphlaupum. Þau skipta máli fyrir sjálfstraustið því hún er stundum ekki að taka færin sín í horninu því sjálfstraustið er ekki í botni,“ segir Þorgerður Anna.Íris alveg mögnuð Valskonur eru á toppnum eins og spáð var. Liðið breyttist mikið á milli tímabila en sóknarleikurinn er að slípast saman eftir að vera ekkert sérstakur í byrjun móts. „Markvarslan er búin að vera svo góð og varnarleikurinn sömuleiðis. Þess vegna hefur liðið haft svigrúm til að spila ekkert sérstakan sóknarleik en náð góðum úrslitum,“ segir Ásgeir Jónsson. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, er búin að vera algjörlega frábær og gleymdist aðeins í umræðunni fyrr í þættinum þegar að Martha Hermannsdóttir, leikmaður KA/Þórs var sögð besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinnar. Beðist var velvirðingar á því. „Hún verður bara betri með hverjum leiknum. Hún var besti markvörður landsins þegar að hún var upp á sitt besta og nú held ég að hún sé að nálgast þann titil aftur,“ segir Þorgerður Anna. „Þegar að við köstuðum því fram að það væri algjörlega borðliggjandi að Martha Hermannsdóttir væri besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinna gleymdum við Írisi. Hún er best ásamt Mörthu,“ segir Ásgeir. „Í átta leikjum er hún búin að fara yfir 40 prósent vörslu sex sinnum og tvisvar sinnum yfir 50 prósent. Hún er búin að vera algjörlega geggjuð. Varnarleikurinn hefur verið frábær og það er ekki hægt að undirstrika það nógu mikið hversu mikilvægt það var að fá Gerði aftur inn í þetta,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um tvö efstu liðin má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Íslands- og bikarmeistarar Fram eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í Olís-deild kvenna. 9. nóvember 2018 11:30 Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Íslands- og bikarmeistarar Fram eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í Olís-deild kvenna. 9. nóvember 2018 11:30
Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30
Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30