Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2018 11:38 Magnus Carlsen og Fabiano Caruana. Getty/Tristan Fewings Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. Þetta er í fyrsta skipti frá því Bobby Fischer mætti Boris Spassky í Reykjavík sem Bandaríkjamaður keppir um heimsmeistaratitilinn. Undrabarnið Magnús Carlsen varð heimsmeistari í skák árið 2013 þegar hann vann þáverandi heimsmeistara Viswanathan Anand í heimalandi hins síðarnefnda Indlandi. Þá var Carlsen aðeins 23 ára en hann varð stórmeistari þrettán ára en enginn hefur náð jafn mörgum ELO stigum og hann eða 2.882 stigum sem hann náði árið 2014. Tefldar verða tólf skákir á heimsmeistaraeinvíginu í Lundúnum og ber sá sigur úr bítum sem fyrstur nær sex og hálfum vinningi. Skákmeistararnir tefldu í New Jersey árið 2016.Getty/Paul Zimmerman Áberandi næst bestur Það er margt sögulegt við einvígið í Lundúnum. Það þarf að fara aftur til þess tíma þegar Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov voru að keppa um titilinn að tveir stigahæstu skákmenn heims etja kappi um titilinn. Aldrei hafa meðalstigin verið hærri í heimsmeistaraeinvígi en Carlsen er nú með 2.835 ELO stig og áskorandinn Caruana með 2.832 stig. Þá hefur Bandaríkjamaður ekki teflt um heimsmeistaratitilinn frá því Bobby Fischer varð heimsmeistari eftir einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir að hinn 26 ára gamli Caruana sé sá skákmaður í heiminum sem helst geti velkt hinum 28 ára gamla norska heimsmeistara undir uggum. „Já, hann er náttúrlega sá sem er áberandi næst bestur í dag að flestir telja.hann er fæddur í Bandaríkjunum og flutti svo til Evrópu og var á tímabili með ítalskan ríkisborgararétt en er snúinn aftur til Bandaríkjanna. Hann er mikil ógn fyrir Carlsen og sannarlega sá sem flestir telja að geti veitt honum mesta samkeppni,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir Teflt í tvo daga og hvílt á þeim þriðja Caruana eigi glæstan feril og hafi unnið hvert mótið á fætur öðru að undanförnu og á síðustu mánuðum hafi hann teflt betur en Carlsen. Þeir séu þó ekki ólíkir skákmenn. „Nei, ég myndi segja að þeir væru frekar líkir. Styrkleikar Carlesen liggja hins vegar í því að hann er ótrúlega taugalaus. Caruana reyndar líka en Carlsen er ótrúlega góður í styttri skákum. Þannig að ef það verður jafnt í einvíginu held ég að flestir telji að Carlsen vinni framlenginguna, eða bráðabanann,” segir Gunnar. En ef jafnt verður á með Carlsen og Caruana að loknum tólf skákum tefla þeir bráðabana þar sem umhugsunarfresturinn verður styttri. Allar skákirnar hefjast klukkan þrjú og teflt í tvo daga og hvílt á þriðja degi. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sendir út beint frá einvíginu. Ísland kemur örlítið við sögu í einvíginu í gegnum Jóhann Hjartarson stórmeistara, sem flestir vona þó að muni hafa lítið að gera. „Hann er í áfrýjunarnefnd mótsins. Sú nefnd tekur á því ef men kæra einhverja ákvörðun skákstjóra eða ef eitthvað gerist. Þá þarf Jóhann að grípa inn í. Gott að hafa stórmeistara sem hefur komist jafn langt og Jóhann og hann er auðvitað lögfræðingur líka,“ segir Gunnar Björnsson. Bandaríkin Noregur Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. Þetta er í fyrsta skipti frá því Bobby Fischer mætti Boris Spassky í Reykjavík sem Bandaríkjamaður keppir um heimsmeistaratitilinn. Undrabarnið Magnús Carlsen varð heimsmeistari í skák árið 2013 þegar hann vann þáverandi heimsmeistara Viswanathan Anand í heimalandi hins síðarnefnda Indlandi. Þá var Carlsen aðeins 23 ára en hann varð stórmeistari þrettán ára en enginn hefur náð jafn mörgum ELO stigum og hann eða 2.882 stigum sem hann náði árið 2014. Tefldar verða tólf skákir á heimsmeistaraeinvíginu í Lundúnum og ber sá sigur úr bítum sem fyrstur nær sex og hálfum vinningi. Skákmeistararnir tefldu í New Jersey árið 2016.Getty/Paul Zimmerman Áberandi næst bestur Það er margt sögulegt við einvígið í Lundúnum. Það þarf að fara aftur til þess tíma þegar Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov voru að keppa um titilinn að tveir stigahæstu skákmenn heims etja kappi um titilinn. Aldrei hafa meðalstigin verið hærri í heimsmeistaraeinvígi en Carlsen er nú með 2.835 ELO stig og áskorandinn Caruana með 2.832 stig. Þá hefur Bandaríkjamaður ekki teflt um heimsmeistaratitilinn frá því Bobby Fischer varð heimsmeistari eftir einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir að hinn 26 ára gamli Caruana sé sá skákmaður í heiminum sem helst geti velkt hinum 28 ára gamla norska heimsmeistara undir uggum. „Já, hann er náttúrlega sá sem er áberandi næst bestur í dag að flestir telja.hann er fæddur í Bandaríkjunum og flutti svo til Evrópu og var á tímabili með ítalskan ríkisborgararétt en er snúinn aftur til Bandaríkjanna. Hann er mikil ógn fyrir Carlsen og sannarlega sá sem flestir telja að geti veitt honum mesta samkeppni,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir Teflt í tvo daga og hvílt á þeim þriðja Caruana eigi glæstan feril og hafi unnið hvert mótið á fætur öðru að undanförnu og á síðustu mánuðum hafi hann teflt betur en Carlsen. Þeir séu þó ekki ólíkir skákmenn. „Nei, ég myndi segja að þeir væru frekar líkir. Styrkleikar Carlesen liggja hins vegar í því að hann er ótrúlega taugalaus. Caruana reyndar líka en Carlsen er ótrúlega góður í styttri skákum. Þannig að ef það verður jafnt í einvíginu held ég að flestir telji að Carlsen vinni framlenginguna, eða bráðabanann,” segir Gunnar. En ef jafnt verður á með Carlsen og Caruana að loknum tólf skákum tefla þeir bráðabana þar sem umhugsunarfresturinn verður styttri. Allar skákirnar hefjast klukkan þrjú og teflt í tvo daga og hvílt á þriðja degi. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sendir út beint frá einvíginu. Ísland kemur örlítið við sögu í einvíginu í gegnum Jóhann Hjartarson stórmeistara, sem flestir vona þó að muni hafa lítið að gera. „Hann er í áfrýjunarnefnd mótsins. Sú nefnd tekur á því ef men kæra einhverja ákvörðun skákstjóra eða ef eitthvað gerist. Þá þarf Jóhann að grípa inn í. Gott að hafa stórmeistara sem hefur komist jafn langt og Jóhann og hann er auðvitað lögfræðingur líka,“ segir Gunnar Björnsson.
Bandaríkin Noregur Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira