Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 19:30 Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. Ein rannsóknanna var unnin að beiðni umhverfisráðuneytisins en samkvæmt henni var beinn efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða og nærsamfélaga um 10 milljarðar króna árið 2017. Um 45% af heildareyðslu ferðamanna var innan þeirra svæða sem hefur skapað 18 hundruð störf eða um 15 hundruð stöðugildi á umræddum svæðum. Þá nam heildarávinningur þjóðarbúsins alls um 33,5 milljörðum. „Megin niðurstöðurnar þær eru þær að þetta er að skila umtalsverðum ábata fyrir samfélagið, friðlýsingarnar, og af hverri krónu sem varið er inn á vernduð svæði eða friðlýst svæði er að skila sér margfalt til baka,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Samkvæmt frumniðurstöðum annarrar könnunar sem unnin var af Félagsmálastofnun Háskóla Íslands sögðust 63% þeirra sem tóku afstöðu vera fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og 10% á móti. Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Elín„Það er mikill stuðningur við friðlýst svæði en að baki þessa stuðnings eru miklar væntingar sem þarf að koma til móts við. Einnig er mikilvægt að eiga samráð og samstarf við ýmsa hagsmunaaðila ef á að stjórna þessu með skilvirkum hætti,“ segir Bishop. Spurður hvort friðlýsingar feli ekki í sér aukna miðstýringu og inngrip gagnvart landeigendum og sveitrfélögum segir ráðherra skiptar skoðanir vera uppi. „Við erum að horfa til þess núna í framtíðinni, meðal annars með gerð nýrra laga um nýja stofnun um friðlýst svæði og verndarsvæði, að auka aðkomu heimafólks, félagasamtaka og hagsmunaaðila að því að stýra þessum svæðum,“ segir Guðmundur Ingi. Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Ný hugsun - ný nálgun í náttúruvernd er yfirskrift ellefta Umhverfisþings sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag. 9. nóvember 2018 12:15 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. Ein rannsóknanna var unnin að beiðni umhverfisráðuneytisins en samkvæmt henni var beinn efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða og nærsamfélaga um 10 milljarðar króna árið 2017. Um 45% af heildareyðslu ferðamanna var innan þeirra svæða sem hefur skapað 18 hundruð störf eða um 15 hundruð stöðugildi á umræddum svæðum. Þá nam heildarávinningur þjóðarbúsins alls um 33,5 milljörðum. „Megin niðurstöðurnar þær eru þær að þetta er að skila umtalsverðum ábata fyrir samfélagið, friðlýsingarnar, og af hverri krónu sem varið er inn á vernduð svæði eða friðlýst svæði er að skila sér margfalt til baka,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Samkvæmt frumniðurstöðum annarrar könnunar sem unnin var af Félagsmálastofnun Háskóla Íslands sögðust 63% þeirra sem tóku afstöðu vera fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og 10% á móti. Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Elín„Það er mikill stuðningur við friðlýst svæði en að baki þessa stuðnings eru miklar væntingar sem þarf að koma til móts við. Einnig er mikilvægt að eiga samráð og samstarf við ýmsa hagsmunaaðila ef á að stjórna þessu með skilvirkum hætti,“ segir Bishop. Spurður hvort friðlýsingar feli ekki í sér aukna miðstýringu og inngrip gagnvart landeigendum og sveitrfélögum segir ráðherra skiptar skoðanir vera uppi. „Við erum að horfa til þess núna í framtíðinni, meðal annars með gerð nýrra laga um nýja stofnun um friðlýst svæði og verndarsvæði, að auka aðkomu heimafólks, félagasamtaka og hagsmunaaðila að því að stýra þessum svæðum,“ segir Guðmundur Ingi.
Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Ný hugsun - ný nálgun í náttúruvernd er yfirskrift ellefta Umhverfisþings sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag. 9. nóvember 2018 12:15 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Ný hugsun - ný nálgun í náttúruvernd er yfirskrift ellefta Umhverfisþings sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag. 9. nóvember 2018 12:15