Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. október 2018 07:30 Bolsonaro er væntanlega sáttur. Nordicphotos/AFP Brasilía Hinn umdeildi íhaldsmaður Jair Bolsonaro vann stórsigur í forsetakosningum Brasilíu sem fram fóru á sunnudaginn. Þessi þingmaður og fyrrverandi kafteinn í brasilíska hernum fékk 55,2 prósent atkvæða á meðan vinstrimaðurinn Fernando Haddad úr Verkamannaflokknum fékk 44,8 prósent. Bolsonaro hefur lofað að berjast gegn glæpum, meðal annars með því að gera almennum borgurum auðveldara að kaupa sér skotvopn, og koma í veg fyrir að sósíalistar nái völdum í Brasilíu. Hann er hins vegar afar umdeildur og hafa misvinsæl ummæli hans orðið til þess að Brasilíumaðurinn hefur verið kallaður „Trump hitabeltisins“. Fjölmiðlar heims, stórir sem smáir, hafa fjallað um kjör Bolsonaros og bent í því samhengi á ýmis ummæli hins nýkjörna forseta. BBC sagði til að mynda frá því að Bolsonaro hafi áður sagt við konu á þingi að hún væri „of ljót til að nauðga“ og að hann hafi sagst „hlynntur einræðisstjórn“ sem var sett í samhengi við lofræður hans um herforingjastjórnir fortíðarinnar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessorFréttablaðið/ValgarðurHannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur búið í Rio de Janeiro undanfarið hálft ár, talar portúgölsku og hefur fylgst vel með kosningabaráttunni. Á bloggi sínu hefur hann sagt íslenska fjölmiðla fjalla um kosningarnar af mikilli vanþekkingu. Stjórnmálafræðingurinn Hannes segir í samtali við Fréttablaðið að Bolsonaro hafi umfram allt sigrað vegna þess að Brasilíumenn voru að kjósa á móti „sextán ára samfelldri spillingarstjórn Verkamannaflokksins“. Hannes bendir á að annar forseti flokksins, Lula da Silva, sitji í fangelsi og að Haddad hafi reglulega heimsótt hann þangað og þegið ráð. „Þetta ofbauð mörgum.“ Dilma Rousseff, hinn forseti flokksins, var síðan sett úr embætti forseta vegna rangra upplýsinga um fjármál flokksins. „Sumt, sem Bolsonaro segir sjálfur, er líka vinsælt, sérstaklega loforð hans um að efla og herða löggæslu. Mörgum Brasilíumönnum finnst öryggi innanlands ábótavant,“ segir Hannes. Þá segir Hannes að Bolsonaro hafi frekar varið en lofað herforingjastjórnina sem var í Brasilíu frá 1964 til 1985. „Hann hefur þó tekið fram, að hann virði stjórnarskrá landsins og lýðræði. Aðaláhyggjuefni kjósenda í Brasilíu er hins vegar, að Brasilía megi ekki fara sömu leið og Venesúela undir stjórn þeirra Chavezar og Maduros. Með ákveðinni einföldun má segja, að þeir sjái valið milli Bolsonaros og Haddads sem val milli leiðarinnar, sem Fujimori fór í Perú, og leiðarinnar, sem Chavez og Maduro fóru í Venesúela,“ segir Hannes og bætir við að perúska leiðin hafi tekist, hin mistekist og að Brasilíumenn eigi nú í vandræðum með straum flóttamanna frá Venesúela. Aukinheldur segir Hannes að Bolsonaro sé einfaldlega hreinskilnari en margir aðrir stjórnmálamenn um fordóma sína. „Það var hins vegar ekki kosið um þá, heldur um stefnu hans og flokks hans. Mörgum líst vel á efnahagsstefnu hans, sem hagfræðingurinn Paulo Guedes hefur markað, en hún felst í því að minnka umsvif ríkisins og auka svigrúm einstaklinga til verðmætasköpunar, en á því þarf Brasilía sérlega að halda,“ segir Hannes sem hefur ekki áhyggjur af fyrri ummælum Bolsonaros. Fremur því að hann hverfi frá stefnu fyrrnefnds Guedes af ótta við tímabundnar óvinsældir. Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13 Bolsonaro: „Við munum breyta örlögum Brasilíu“ Jair Bolsonaro, næsti forseti Brasilíu, segir að Brasilíumenn geti ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu. 28. október 2018 23:36 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Brasilía Hinn umdeildi íhaldsmaður Jair Bolsonaro vann stórsigur í forsetakosningum Brasilíu sem fram fóru á sunnudaginn. Þessi þingmaður og fyrrverandi kafteinn í brasilíska hernum fékk 55,2 prósent atkvæða á meðan vinstrimaðurinn Fernando Haddad úr Verkamannaflokknum fékk 44,8 prósent. Bolsonaro hefur lofað að berjast gegn glæpum, meðal annars með því að gera almennum borgurum auðveldara að kaupa sér skotvopn, og koma í veg fyrir að sósíalistar nái völdum í Brasilíu. Hann er hins vegar afar umdeildur og hafa misvinsæl ummæli hans orðið til þess að Brasilíumaðurinn hefur verið kallaður „Trump hitabeltisins“. Fjölmiðlar heims, stórir sem smáir, hafa fjallað um kjör Bolsonaros og bent í því samhengi á ýmis ummæli hins nýkjörna forseta. BBC sagði til að mynda frá því að Bolsonaro hafi áður sagt við konu á þingi að hún væri „of ljót til að nauðga“ og að hann hafi sagst „hlynntur einræðisstjórn“ sem var sett í samhengi við lofræður hans um herforingjastjórnir fortíðarinnar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessorFréttablaðið/ValgarðurHannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur búið í Rio de Janeiro undanfarið hálft ár, talar portúgölsku og hefur fylgst vel með kosningabaráttunni. Á bloggi sínu hefur hann sagt íslenska fjölmiðla fjalla um kosningarnar af mikilli vanþekkingu. Stjórnmálafræðingurinn Hannes segir í samtali við Fréttablaðið að Bolsonaro hafi umfram allt sigrað vegna þess að Brasilíumenn voru að kjósa á móti „sextán ára samfelldri spillingarstjórn Verkamannaflokksins“. Hannes bendir á að annar forseti flokksins, Lula da Silva, sitji í fangelsi og að Haddad hafi reglulega heimsótt hann þangað og þegið ráð. „Þetta ofbauð mörgum.“ Dilma Rousseff, hinn forseti flokksins, var síðan sett úr embætti forseta vegna rangra upplýsinga um fjármál flokksins. „Sumt, sem Bolsonaro segir sjálfur, er líka vinsælt, sérstaklega loforð hans um að efla og herða löggæslu. Mörgum Brasilíumönnum finnst öryggi innanlands ábótavant,“ segir Hannes. Þá segir Hannes að Bolsonaro hafi frekar varið en lofað herforingjastjórnina sem var í Brasilíu frá 1964 til 1985. „Hann hefur þó tekið fram, að hann virði stjórnarskrá landsins og lýðræði. Aðaláhyggjuefni kjósenda í Brasilíu er hins vegar, að Brasilía megi ekki fara sömu leið og Venesúela undir stjórn þeirra Chavezar og Maduros. Með ákveðinni einföldun má segja, að þeir sjái valið milli Bolsonaros og Haddads sem val milli leiðarinnar, sem Fujimori fór í Perú, og leiðarinnar, sem Chavez og Maduro fóru í Venesúela,“ segir Hannes og bætir við að perúska leiðin hafi tekist, hin mistekist og að Brasilíumenn eigi nú í vandræðum með straum flóttamanna frá Venesúela. Aukinheldur segir Hannes að Bolsonaro sé einfaldlega hreinskilnari en margir aðrir stjórnmálamenn um fordóma sína. „Það var hins vegar ekki kosið um þá, heldur um stefnu hans og flokks hans. Mörgum líst vel á efnahagsstefnu hans, sem hagfræðingurinn Paulo Guedes hefur markað, en hún felst í því að minnka umsvif ríkisins og auka svigrúm einstaklinga til verðmætasköpunar, en á því þarf Brasilía sérlega að halda,“ segir Hannes sem hefur ekki áhyggjur af fyrri ummælum Bolsonaros. Fremur því að hann hverfi frá stefnu fyrrnefnds Guedes af ótta við tímabundnar óvinsældir.
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13 Bolsonaro: „Við munum breyta örlögum Brasilíu“ Jair Bolsonaro, næsti forseti Brasilíu, segir að Brasilíumenn geti ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu. 28. október 2018 23:36 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13
Bolsonaro: „Við munum breyta örlögum Brasilíu“ Jair Bolsonaro, næsti forseti Brasilíu, segir að Brasilíumenn geti ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu. 28. október 2018 23:36
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent