Forseti UFC: Mayweather ætti að koma í alvöru bardaga

Conor McGregor boxaði við Mayweather á síðasta ári og nú vill annar UFC-kappi, Khabib Nurmagomedov, boxa við Bandaríkjamanninn. Það hugnast White ekki.
„Ef Mayweather vill berjast þá á hann að koma og berjast í UFC,“ sagði forsetinn.
„Við erum ekki að fara að boxa aftur. Við erum búin að gera það. Ef hann vill berjast ætti hann að koma í alvöru bardaga.“
Khabib skoraði Mayweather á hólm á dögunum og Mayweather brást strax vel. Síðan þá hefur verið unnið að því að koma þeim saman í hringinn. UFC hefur þó sitt að segja í málinu enda Khabib á samningi hjá þeim.
Tengdar fréttir

Khabib vill berjast við Mayweather
Það er nóg að gera hjá Khabib Nurmagomedov þessa dagana eftir bardagann sögulega við Conor McGregor síðustu helgi. Í gær bárust fréttir af því að 50 Cent vildi fá hann til að berjast fyrir sig og nú hefur Rússinn skorað á hnefaleikakappann Floyd Mayweather.

Bann Conor og Khabib lengt | Rússinn fær eina milljón dollara af launum sínum
Íþróttasamband Nevada ákvað á fundi sínum í gær að halda bardagaköppunum Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov í keppnisbanni þar til rannsókn á þeirra máli er lokið.

Mayweather: Náið í ávísanaheftið
Khabib Nurmagomedov vill fylgja í fótspor Conor McGregor og boxa við Floyd Mayweather. Hnefaleikakappinn virðist vera spenntur fyrir því að mæta Rússanum.

Khabib vill mæta Mayweather í Moskvu fyrir framan 100 þúsund manns
Rússinn Khabib Nurmagomedov er stórhuga þessa dagana enda að reyna að landa boxbardaga gegn Floyd Mayweather.

Nú segist Mayweather vilja berjast við bæði Khabib og Conor
Floyd Mayweather er ekkert að hata fjölmiðlaathyglina eftir að UFC-kappinn Khabib Nurmagomedov skoraði hann á hólm í hnefaleikabardaga. Hann lætur í sér heyra nær daglega núna.

Khabib vill fá Mike Tyson í hornið hjá sér
Khabib Nurmagomedov er alvara með því að boxa við Floyd Mayweather og ætlar að fá aðstoð þeirra bestu ef tekst að semja um bardagann.