Á Ísland að vera rándýrt? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 31. október 2018 07:00 Það er mál manna að Ísland sé nú rándýrt land heim að sækja. Stundum er því hnýtt aftan við að Ísland eigi að vera dýrt. Sumir halda því meira að segja fram að það sé hið besta mál að Ísland sé rándýrt, þá komi hingað frekar efnameiri ferðamenn. Fátt er fjær sanni. En hvað er „dýrt“? Að eitthvað sé dýrt í þessu samhengi, er almennt neikvætt. Að vara eða þjónusta kosti of mikið – að verðlag sé hærra en hið „rétta“ verð. Að sambandið á milli verðs og gæða hafi verið rofið. Er eftirsóknarvert fyrir Ísland að vera í þeirri stöðu? Er það líklegt til að efla okkar mikilvægustu útflutningsgrein? Árið 2010 hófst sannkallað góðæri í ferðaþjónustu á Íslandi eins og allir vita. Ytri aðstæður, og þá einkum og sér í lagi fall íslensku krónunnar í efnahagshruninu og ókeypis landkynning í boði Eyjafjallajökuls, áttu þar stóran þátt. Árið 2016 fór að hilla undir lok þessa góðæris þegar krónan hóf styrkingarferil sinn af krafti. Kostnaður innanlands jókst einnig hægt og sígandi á tímabilinu 2010-2017. Sem dæmi má taka launakostnað, sem hækkaði gífurlega í evrum talið, eða um rúm 100%, á meðan launakostnaður í evrum í okkar helstu samkeppnislöndum hækkaði um og rétt yfir 15%. Það voru einkum þessir tveir þættir sem ollu því að samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands snarversnaði. Áhrifin af þessu hafa komið berlega í ljós síðastliðin tvö ár. Þótt ekki hafi orðið samdráttur í fjölda ferðamanna til landsins (sú mælieining er enda ein og sér gagnslaus til að meta stöðu í ferðaþjónustu) þá hefur samkeppnisstaðan orðið til þess að samsetning erlendra ferðamanna hefur gjörbreyst. Rétt eins og fiskur er ekki það sama og fiskur, þá er ferðamaður ekki það sama og ferðamaður. Neysla ferðamanna minnkar Bandaríkjamenn eru nú langstærsti gestahópurinn, en þeir hafa verið 2 af hverjum 5 ferðamönnum á landinu árið 2018. Á meðan hefur stórdregið úr komum gesta frá okkar hefðbundnu markaðssvæðum; Mið-Evrópu, Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Ferðahegðun þessara hópa er gjörólík – á meðan Bandaríkjamenn dveljast hér á landi að meðaltali í 5,4 nætur, þá dvelja t.d. Þjóðverjar hér á landi í 9,7 nætur. Gestir frá Mið-Evrópu hafa í gegnum tíðina verið okkur kærkomnir gestir – þeir eru áhugasamir um land og þjóð, ganga flestir vel um náttúruna, falla vel að menningu þjóðarinnar og síðast en ekki síst, þá ferðast þeir vítt og breitt um landið. Því hefur ferðaþjónusta úti á landi, einkum á Austur- og Norðurlandi og á Vestfjörðum, almennt fundið fyrir verulegum samdrætti í ár. Önnur áhrif eru svo þau að neysla ferðamanna hér innanlands hefur dregist saman. Þeir kaupa minna af vöru og þjónustu en þeir hafa gert. Í þýsku fagtímariti í ferðaþjónustu var skrifað nú í síðustu viku að flestir söluaðilar ferða til Íslands hafi upplifað 25-35% samdrátt á árinu 2018. Einnig að almenn bjartsýni ríki um sölu ferða á norðlægar slóðir, en Ísland sé þar undantekning. Ástæðan er sú að landið er of dýrt. Þessi staða er vissulega áhyggjuefni. Það eru hræringar á íslenska ferðaþjónustumarkaðnum í augnablikinu – hagræðingaraðgerðir eru víðast hvar í gangi, sameiningar og uppkaup og því miður er líklegt að einhver fyrirtæki lifi þessar breytingar ekki af. Yfirstandandi kjaraviðræður gefa ekki tilefni til annars en að ætla að launakostnaður, sem oft er um helmingur rekstrarkostnaðar ferðaþjónustufyrirtækja, muni hækka enn frekar. Töpum öll Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að annars vegar hefur gengi íslensku krónunnar verið að gefa eftir undanfarnar vikur og hins vegar að áhugi á ferðum til Íslands er enn ríkulega til staðar. Það er því ekkert sem bendir til annars en að langtímahorfur fyrir atvinnugreinina séu frábærar. Ferðaþjónusta vex einna hraðast atvinnugreina í heiminum og sér ekki fyrir endann á því. Okkar verkefni – atvinnugreinarinnar og stjórnvalda – er því að tryggja atvinnugreinina í sessi sem burðaratvinnugrein. Þar er lykilatriði að tryggja samkeppnishæfni hennar, sem meðal annars felst í að huga að sambandinu á milli verðs og gæða í samanburði við samkeppnisaðila okkar. Ísland á ekki að vera „rándýrt“. Við töpum öll á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Það er mál manna að Ísland sé nú rándýrt land heim að sækja. Stundum er því hnýtt aftan við að Ísland eigi að vera dýrt. Sumir halda því meira að segja fram að það sé hið besta mál að Ísland sé rándýrt, þá komi hingað frekar efnameiri ferðamenn. Fátt er fjær sanni. En hvað er „dýrt“? Að eitthvað sé dýrt í þessu samhengi, er almennt neikvætt. Að vara eða þjónusta kosti of mikið – að verðlag sé hærra en hið „rétta“ verð. Að sambandið á milli verðs og gæða hafi verið rofið. Er eftirsóknarvert fyrir Ísland að vera í þeirri stöðu? Er það líklegt til að efla okkar mikilvægustu útflutningsgrein? Árið 2010 hófst sannkallað góðæri í ferðaþjónustu á Íslandi eins og allir vita. Ytri aðstæður, og þá einkum og sér í lagi fall íslensku krónunnar í efnahagshruninu og ókeypis landkynning í boði Eyjafjallajökuls, áttu þar stóran þátt. Árið 2016 fór að hilla undir lok þessa góðæris þegar krónan hóf styrkingarferil sinn af krafti. Kostnaður innanlands jókst einnig hægt og sígandi á tímabilinu 2010-2017. Sem dæmi má taka launakostnað, sem hækkaði gífurlega í evrum talið, eða um rúm 100%, á meðan launakostnaður í evrum í okkar helstu samkeppnislöndum hækkaði um og rétt yfir 15%. Það voru einkum þessir tveir þættir sem ollu því að samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands snarversnaði. Áhrifin af þessu hafa komið berlega í ljós síðastliðin tvö ár. Þótt ekki hafi orðið samdráttur í fjölda ferðamanna til landsins (sú mælieining er enda ein og sér gagnslaus til að meta stöðu í ferðaþjónustu) þá hefur samkeppnisstaðan orðið til þess að samsetning erlendra ferðamanna hefur gjörbreyst. Rétt eins og fiskur er ekki það sama og fiskur, þá er ferðamaður ekki það sama og ferðamaður. Neysla ferðamanna minnkar Bandaríkjamenn eru nú langstærsti gestahópurinn, en þeir hafa verið 2 af hverjum 5 ferðamönnum á landinu árið 2018. Á meðan hefur stórdregið úr komum gesta frá okkar hefðbundnu markaðssvæðum; Mið-Evrópu, Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Ferðahegðun þessara hópa er gjörólík – á meðan Bandaríkjamenn dveljast hér á landi að meðaltali í 5,4 nætur, þá dvelja t.d. Þjóðverjar hér á landi í 9,7 nætur. Gestir frá Mið-Evrópu hafa í gegnum tíðina verið okkur kærkomnir gestir – þeir eru áhugasamir um land og þjóð, ganga flestir vel um náttúruna, falla vel að menningu þjóðarinnar og síðast en ekki síst, þá ferðast þeir vítt og breitt um landið. Því hefur ferðaþjónusta úti á landi, einkum á Austur- og Norðurlandi og á Vestfjörðum, almennt fundið fyrir verulegum samdrætti í ár. Önnur áhrif eru svo þau að neysla ferðamanna hér innanlands hefur dregist saman. Þeir kaupa minna af vöru og þjónustu en þeir hafa gert. Í þýsku fagtímariti í ferðaþjónustu var skrifað nú í síðustu viku að flestir söluaðilar ferða til Íslands hafi upplifað 25-35% samdrátt á árinu 2018. Einnig að almenn bjartsýni ríki um sölu ferða á norðlægar slóðir, en Ísland sé þar undantekning. Ástæðan er sú að landið er of dýrt. Þessi staða er vissulega áhyggjuefni. Það eru hræringar á íslenska ferðaþjónustumarkaðnum í augnablikinu – hagræðingaraðgerðir eru víðast hvar í gangi, sameiningar og uppkaup og því miður er líklegt að einhver fyrirtæki lifi þessar breytingar ekki af. Yfirstandandi kjaraviðræður gefa ekki tilefni til annars en að ætla að launakostnaður, sem oft er um helmingur rekstrarkostnaðar ferðaþjónustufyrirtækja, muni hækka enn frekar. Töpum öll Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að annars vegar hefur gengi íslensku krónunnar verið að gefa eftir undanfarnar vikur og hins vegar að áhugi á ferðum til Íslands er enn ríkulega til staðar. Það er því ekkert sem bendir til annars en að langtímahorfur fyrir atvinnugreinina séu frábærar. Ferðaþjónusta vex einna hraðast atvinnugreina í heiminum og sér ekki fyrir endann á því. Okkar verkefni – atvinnugreinarinnar og stjórnvalda – er því að tryggja atvinnugreinina í sessi sem burðaratvinnugrein. Þar er lykilatriði að tryggja samkeppnishæfni hennar, sem meðal annars felst í að huga að sambandinu á milli verðs og gæða í samanburði við samkeppnisaðila okkar. Ísland á ekki að vera „rándýrt“. Við töpum öll á því.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar