Á Ísland að vera rándýrt? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 31. október 2018 07:00 Það er mál manna að Ísland sé nú rándýrt land heim að sækja. Stundum er því hnýtt aftan við að Ísland eigi að vera dýrt. Sumir halda því meira að segja fram að það sé hið besta mál að Ísland sé rándýrt, þá komi hingað frekar efnameiri ferðamenn. Fátt er fjær sanni. En hvað er „dýrt“? Að eitthvað sé dýrt í þessu samhengi, er almennt neikvætt. Að vara eða þjónusta kosti of mikið – að verðlag sé hærra en hið „rétta“ verð. Að sambandið á milli verðs og gæða hafi verið rofið. Er eftirsóknarvert fyrir Ísland að vera í þeirri stöðu? Er það líklegt til að efla okkar mikilvægustu útflutningsgrein? Árið 2010 hófst sannkallað góðæri í ferðaþjónustu á Íslandi eins og allir vita. Ytri aðstæður, og þá einkum og sér í lagi fall íslensku krónunnar í efnahagshruninu og ókeypis landkynning í boði Eyjafjallajökuls, áttu þar stóran þátt. Árið 2016 fór að hilla undir lok þessa góðæris þegar krónan hóf styrkingarferil sinn af krafti. Kostnaður innanlands jókst einnig hægt og sígandi á tímabilinu 2010-2017. Sem dæmi má taka launakostnað, sem hækkaði gífurlega í evrum talið, eða um rúm 100%, á meðan launakostnaður í evrum í okkar helstu samkeppnislöndum hækkaði um og rétt yfir 15%. Það voru einkum þessir tveir þættir sem ollu því að samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands snarversnaði. Áhrifin af þessu hafa komið berlega í ljós síðastliðin tvö ár. Þótt ekki hafi orðið samdráttur í fjölda ferðamanna til landsins (sú mælieining er enda ein og sér gagnslaus til að meta stöðu í ferðaþjónustu) þá hefur samkeppnisstaðan orðið til þess að samsetning erlendra ferðamanna hefur gjörbreyst. Rétt eins og fiskur er ekki það sama og fiskur, þá er ferðamaður ekki það sama og ferðamaður. Neysla ferðamanna minnkar Bandaríkjamenn eru nú langstærsti gestahópurinn, en þeir hafa verið 2 af hverjum 5 ferðamönnum á landinu árið 2018. Á meðan hefur stórdregið úr komum gesta frá okkar hefðbundnu markaðssvæðum; Mið-Evrópu, Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Ferðahegðun þessara hópa er gjörólík – á meðan Bandaríkjamenn dveljast hér á landi að meðaltali í 5,4 nætur, þá dvelja t.d. Þjóðverjar hér á landi í 9,7 nætur. Gestir frá Mið-Evrópu hafa í gegnum tíðina verið okkur kærkomnir gestir – þeir eru áhugasamir um land og þjóð, ganga flestir vel um náttúruna, falla vel að menningu þjóðarinnar og síðast en ekki síst, þá ferðast þeir vítt og breitt um landið. Því hefur ferðaþjónusta úti á landi, einkum á Austur- og Norðurlandi og á Vestfjörðum, almennt fundið fyrir verulegum samdrætti í ár. Önnur áhrif eru svo þau að neysla ferðamanna hér innanlands hefur dregist saman. Þeir kaupa minna af vöru og þjónustu en þeir hafa gert. Í þýsku fagtímariti í ferðaþjónustu var skrifað nú í síðustu viku að flestir söluaðilar ferða til Íslands hafi upplifað 25-35% samdrátt á árinu 2018. Einnig að almenn bjartsýni ríki um sölu ferða á norðlægar slóðir, en Ísland sé þar undantekning. Ástæðan er sú að landið er of dýrt. Þessi staða er vissulega áhyggjuefni. Það eru hræringar á íslenska ferðaþjónustumarkaðnum í augnablikinu – hagræðingaraðgerðir eru víðast hvar í gangi, sameiningar og uppkaup og því miður er líklegt að einhver fyrirtæki lifi þessar breytingar ekki af. Yfirstandandi kjaraviðræður gefa ekki tilefni til annars en að ætla að launakostnaður, sem oft er um helmingur rekstrarkostnaðar ferðaþjónustufyrirtækja, muni hækka enn frekar. Töpum öll Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að annars vegar hefur gengi íslensku krónunnar verið að gefa eftir undanfarnar vikur og hins vegar að áhugi á ferðum til Íslands er enn ríkulega til staðar. Það er því ekkert sem bendir til annars en að langtímahorfur fyrir atvinnugreinina séu frábærar. Ferðaþjónusta vex einna hraðast atvinnugreina í heiminum og sér ekki fyrir endann á því. Okkar verkefni – atvinnugreinarinnar og stjórnvalda – er því að tryggja atvinnugreinina í sessi sem burðaratvinnugrein. Þar er lykilatriði að tryggja samkeppnishæfni hennar, sem meðal annars felst í að huga að sambandinu á milli verðs og gæða í samanburði við samkeppnisaðila okkar. Ísland á ekki að vera „rándýrt“. Við töpum öll á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Það er mál manna að Ísland sé nú rándýrt land heim að sækja. Stundum er því hnýtt aftan við að Ísland eigi að vera dýrt. Sumir halda því meira að segja fram að það sé hið besta mál að Ísland sé rándýrt, þá komi hingað frekar efnameiri ferðamenn. Fátt er fjær sanni. En hvað er „dýrt“? Að eitthvað sé dýrt í þessu samhengi, er almennt neikvætt. Að vara eða þjónusta kosti of mikið – að verðlag sé hærra en hið „rétta“ verð. Að sambandið á milli verðs og gæða hafi verið rofið. Er eftirsóknarvert fyrir Ísland að vera í þeirri stöðu? Er það líklegt til að efla okkar mikilvægustu útflutningsgrein? Árið 2010 hófst sannkallað góðæri í ferðaþjónustu á Íslandi eins og allir vita. Ytri aðstæður, og þá einkum og sér í lagi fall íslensku krónunnar í efnahagshruninu og ókeypis landkynning í boði Eyjafjallajökuls, áttu þar stóran þátt. Árið 2016 fór að hilla undir lok þessa góðæris þegar krónan hóf styrkingarferil sinn af krafti. Kostnaður innanlands jókst einnig hægt og sígandi á tímabilinu 2010-2017. Sem dæmi má taka launakostnað, sem hækkaði gífurlega í evrum talið, eða um rúm 100%, á meðan launakostnaður í evrum í okkar helstu samkeppnislöndum hækkaði um og rétt yfir 15%. Það voru einkum þessir tveir þættir sem ollu því að samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands snarversnaði. Áhrifin af þessu hafa komið berlega í ljós síðastliðin tvö ár. Þótt ekki hafi orðið samdráttur í fjölda ferðamanna til landsins (sú mælieining er enda ein og sér gagnslaus til að meta stöðu í ferðaþjónustu) þá hefur samkeppnisstaðan orðið til þess að samsetning erlendra ferðamanna hefur gjörbreyst. Rétt eins og fiskur er ekki það sama og fiskur, þá er ferðamaður ekki það sama og ferðamaður. Neysla ferðamanna minnkar Bandaríkjamenn eru nú langstærsti gestahópurinn, en þeir hafa verið 2 af hverjum 5 ferðamönnum á landinu árið 2018. Á meðan hefur stórdregið úr komum gesta frá okkar hefðbundnu markaðssvæðum; Mið-Evrópu, Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Ferðahegðun þessara hópa er gjörólík – á meðan Bandaríkjamenn dveljast hér á landi að meðaltali í 5,4 nætur, þá dvelja t.d. Þjóðverjar hér á landi í 9,7 nætur. Gestir frá Mið-Evrópu hafa í gegnum tíðina verið okkur kærkomnir gestir – þeir eru áhugasamir um land og þjóð, ganga flestir vel um náttúruna, falla vel að menningu þjóðarinnar og síðast en ekki síst, þá ferðast þeir vítt og breitt um landið. Því hefur ferðaþjónusta úti á landi, einkum á Austur- og Norðurlandi og á Vestfjörðum, almennt fundið fyrir verulegum samdrætti í ár. Önnur áhrif eru svo þau að neysla ferðamanna hér innanlands hefur dregist saman. Þeir kaupa minna af vöru og þjónustu en þeir hafa gert. Í þýsku fagtímariti í ferðaþjónustu var skrifað nú í síðustu viku að flestir söluaðilar ferða til Íslands hafi upplifað 25-35% samdrátt á árinu 2018. Einnig að almenn bjartsýni ríki um sölu ferða á norðlægar slóðir, en Ísland sé þar undantekning. Ástæðan er sú að landið er of dýrt. Þessi staða er vissulega áhyggjuefni. Það eru hræringar á íslenska ferðaþjónustumarkaðnum í augnablikinu – hagræðingaraðgerðir eru víðast hvar í gangi, sameiningar og uppkaup og því miður er líklegt að einhver fyrirtæki lifi þessar breytingar ekki af. Yfirstandandi kjaraviðræður gefa ekki tilefni til annars en að ætla að launakostnaður, sem oft er um helmingur rekstrarkostnaðar ferðaþjónustufyrirtækja, muni hækka enn frekar. Töpum öll Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að annars vegar hefur gengi íslensku krónunnar verið að gefa eftir undanfarnar vikur og hins vegar að áhugi á ferðum til Íslands er enn ríkulega til staðar. Það er því ekkert sem bendir til annars en að langtímahorfur fyrir atvinnugreinina séu frábærar. Ferðaþjónusta vex einna hraðast atvinnugreina í heiminum og sér ekki fyrir endann á því. Okkar verkefni – atvinnugreinarinnar og stjórnvalda – er því að tryggja atvinnugreinina í sessi sem burðaratvinnugrein. Þar er lykilatriði að tryggja samkeppnishæfni hennar, sem meðal annars felst í að huga að sambandinu á milli verðs og gæða í samanburði við samkeppnisaðila okkar. Ísland á ekki að vera „rándýrt“. Við töpum öll á því.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun