Vísuðu frá kæru vegna hávaða frá sláttuvélum á golfvellinum í Grafarholti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. október 2018 07:00 Golfvellir þurfa daglegan slátt yfir sumartímann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) vísaði á dögunum frá kæru íbúa í Ólafsgeisla í Grafarholti sem kvartað hafði yfir hávaða frá sláttuvélum á Grafarholtsvelli. Í júlí 2017 kvartaði maðurinn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna hávaða frá grasslætti á vellinum en hann hæfist klukkan hálf sjö að morgni á flötum fyrir neðan hús hans. Heilbrigðiseftirlitið sendi honum svarbréf sex vikum síðar þar sem mælingar á hljóðstigi hafi ekki sýnt fram á að hávaði færi yfir viðmiðunarmörk eftir klukkan sjö á morgnana. Því yrði ekki frekar aðhafst í málinu. Húseigandinn kærði þessa niðurstöðu en hann hefði um árabil kvartað yfir hávaða frá vellinum. Benti hann á að ómögulegt væri að ná sambandi við eftirlitið símleiðis þegar sláttur væri í gangi og að hann skildi illa hvernig væri hægt að sinna kvörtunum og kanna réttmæti þeirra þegar atburðurinn hafi átt sér stað. Í niðurstöðu ÚUA segir að önnur hljóðmæling hafi verið gerð í júlí 2018. Sú hafi leitt í ljós að hljóðstig hafi mælst yfir næturmörkum. Af þeim sökum beindi heilbrigðiseftirlitið þeim tilmælum til Golfklúbbs Reykjavíkur að sláttur á brautum fjögur til níu hæfist ekki fyrir sjö á virkum dögum og tíu um helgar. Þá stendur til að kanna þann möguleika að nota rafmagnssláttuvélar sem minna heyrist í. ÚUA taldi að kvörtun eigandans sneri að því að ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Þar sem heilbrigðiseftirlitið greip til aðgerða í millitíðinni var það réttarástand úr sögunni og málinu vísað frá. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) vísaði á dögunum frá kæru íbúa í Ólafsgeisla í Grafarholti sem kvartað hafði yfir hávaða frá sláttuvélum á Grafarholtsvelli. Í júlí 2017 kvartaði maðurinn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna hávaða frá grasslætti á vellinum en hann hæfist klukkan hálf sjö að morgni á flötum fyrir neðan hús hans. Heilbrigðiseftirlitið sendi honum svarbréf sex vikum síðar þar sem mælingar á hljóðstigi hafi ekki sýnt fram á að hávaði færi yfir viðmiðunarmörk eftir klukkan sjö á morgnana. Því yrði ekki frekar aðhafst í málinu. Húseigandinn kærði þessa niðurstöðu en hann hefði um árabil kvartað yfir hávaða frá vellinum. Benti hann á að ómögulegt væri að ná sambandi við eftirlitið símleiðis þegar sláttur væri í gangi og að hann skildi illa hvernig væri hægt að sinna kvörtunum og kanna réttmæti þeirra þegar atburðurinn hafi átt sér stað. Í niðurstöðu ÚUA segir að önnur hljóðmæling hafi verið gerð í júlí 2018. Sú hafi leitt í ljós að hljóðstig hafi mælst yfir næturmörkum. Af þeim sökum beindi heilbrigðiseftirlitið þeim tilmælum til Golfklúbbs Reykjavíkur að sláttur á brautum fjögur til níu hæfist ekki fyrir sjö á virkum dögum og tíu um helgar. Þá stendur til að kanna þann möguleika að nota rafmagnssláttuvélar sem minna heyrist í. ÚUA taldi að kvörtun eigandans sneri að því að ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Þar sem heilbrigðiseftirlitið greip til aðgerða í millitíðinni var það réttarástand úr sögunni og málinu vísað frá.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira