Rannsaka hvort konum hafi verið mútað til að bera sakir á sérstaka rannsakandann Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2018 22:57 Talsmaður embættis Roberts Mueller segir ekkert hæft í ásökunum sem hafa verið boðaðar um meint kynferðisbrot hans. Vísir/Getty Robert Mueller, yfirmaður rannsóknarinnar á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, hefur beðið bandarísku alríkislögregluna FBI um að rannsaka ásakanir um að fé hafi verið borið á konur til að þær bæru hann röngum sökum um kynferðislega áreitni. Talsmaður sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins segir að embættið hafi frétt af ásökunum um að konum hafi verið boðið fé til þess að setja fram falskar ásakanir á hendur Mueller. Þeim hafi þegar verið vísað til FBI, að því er segir í frétt Washington Post. Afar óvanalegt er að embættið tjái sig opinberlega og þykir það til marks um hversu alvarlega það taki tilraunir til þess að grafa undan rannsókninni. Jack Burkman, hægrisinnaður málafylgjumaður, sem hefur dreift samsæriskenningum tísti í dag um að hann ætlaði að birta upplýsingar um fyrsta fórnarlamb meints kynferðisofbeldis Mueller á fimmtudag. Burkman þessi hefur áður dreift samsæriskenningu um morð á starfsmanni landsnefndar Demókrataflokksins sem löggæslustofnanir hafa sagt engan fót fyrir.Huldukona segist hafa fengið boð um tugi þúsunda dollara Blaðið segir að orðrómar um mögulega falskar ásakanir á hendur Mueller hafi fyrst farið á kreik fyrir tveimur vikum þegar fjölmiðlum tók að berast tölvupóstar frá konu sem hélt því fram að ónefndur einstaklingur hefði boðið henni fé til að segja að Mueller hefði hagað sér ósæmilega þegar þau unnu saman á 8. áratug síðustu aldar. Konan hafi ekki viljað tala í síma en fullyrti að henni hafi verið boðnir tugir þúsunda dollara fyrir að tala illa um sérstaka rannsakandann. Hún heldur því fram að henni hafi verið sagt að Burkman stæði að baki því. Því hafnar Burkman algerlega.Tímaritið Atlantic segir að embætti Mueller hafi fengið vitneskju um ásakanirnar frá blaðamönnum sem konan hafði samband við. Konan hafi sagt blaðamönnunum að hún hafi unnið sem aðstoðarkona Mueller á lögmannsstofu árið 1974. Rannsókn Mueller hefur sætt hörðum árásum Donalds Trump forseta og margra bandamanna hans í Repúblikanaflokknum. Þeir hafa þó að að mestu leyti veigrað sér við því að vega beint að Mueller sjálfum fram að þessu. Mueller er enda repúblikani sjálfur og gegndi áður stöðu forstjóra FBI við góðan orðstír. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Robert Mueller, yfirmaður rannsóknarinnar á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, hefur beðið bandarísku alríkislögregluna FBI um að rannsaka ásakanir um að fé hafi verið borið á konur til að þær bæru hann röngum sökum um kynferðislega áreitni. Talsmaður sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins segir að embættið hafi frétt af ásökunum um að konum hafi verið boðið fé til þess að setja fram falskar ásakanir á hendur Mueller. Þeim hafi þegar verið vísað til FBI, að því er segir í frétt Washington Post. Afar óvanalegt er að embættið tjái sig opinberlega og þykir það til marks um hversu alvarlega það taki tilraunir til þess að grafa undan rannsókninni. Jack Burkman, hægrisinnaður málafylgjumaður, sem hefur dreift samsæriskenningum tísti í dag um að hann ætlaði að birta upplýsingar um fyrsta fórnarlamb meints kynferðisofbeldis Mueller á fimmtudag. Burkman þessi hefur áður dreift samsæriskenningu um morð á starfsmanni landsnefndar Demókrataflokksins sem löggæslustofnanir hafa sagt engan fót fyrir.Huldukona segist hafa fengið boð um tugi þúsunda dollara Blaðið segir að orðrómar um mögulega falskar ásakanir á hendur Mueller hafi fyrst farið á kreik fyrir tveimur vikum þegar fjölmiðlum tók að berast tölvupóstar frá konu sem hélt því fram að ónefndur einstaklingur hefði boðið henni fé til að segja að Mueller hefði hagað sér ósæmilega þegar þau unnu saman á 8. áratug síðustu aldar. Konan hafi ekki viljað tala í síma en fullyrti að henni hafi verið boðnir tugir þúsunda dollara fyrir að tala illa um sérstaka rannsakandann. Hún heldur því fram að henni hafi verið sagt að Burkman stæði að baki því. Því hafnar Burkman algerlega.Tímaritið Atlantic segir að embætti Mueller hafi fengið vitneskju um ásakanirnar frá blaðamönnum sem konan hafði samband við. Konan hafi sagt blaðamönnunum að hún hafi unnið sem aðstoðarkona Mueller á lögmannsstofu árið 1974. Rannsókn Mueller hefur sætt hörðum árásum Donalds Trump forseta og margra bandamanna hans í Repúblikanaflokknum. Þeir hafa þó að að mestu leyti veigrað sér við því að vega beint að Mueller sjálfum fram að þessu. Mueller er enda repúblikani sjálfur og gegndi áður stöðu forstjóra FBI við góðan orðstír.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51