Rannsaka hvort konum hafi verið mútað til að bera sakir á sérstaka rannsakandann Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2018 22:57 Talsmaður embættis Roberts Mueller segir ekkert hæft í ásökunum sem hafa verið boðaðar um meint kynferðisbrot hans. Vísir/Getty Robert Mueller, yfirmaður rannsóknarinnar á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, hefur beðið bandarísku alríkislögregluna FBI um að rannsaka ásakanir um að fé hafi verið borið á konur til að þær bæru hann röngum sökum um kynferðislega áreitni. Talsmaður sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins segir að embættið hafi frétt af ásökunum um að konum hafi verið boðið fé til þess að setja fram falskar ásakanir á hendur Mueller. Þeim hafi þegar verið vísað til FBI, að því er segir í frétt Washington Post. Afar óvanalegt er að embættið tjái sig opinberlega og þykir það til marks um hversu alvarlega það taki tilraunir til þess að grafa undan rannsókninni. Jack Burkman, hægrisinnaður málafylgjumaður, sem hefur dreift samsæriskenningum tísti í dag um að hann ætlaði að birta upplýsingar um fyrsta fórnarlamb meints kynferðisofbeldis Mueller á fimmtudag. Burkman þessi hefur áður dreift samsæriskenningu um morð á starfsmanni landsnefndar Demókrataflokksins sem löggæslustofnanir hafa sagt engan fót fyrir.Huldukona segist hafa fengið boð um tugi þúsunda dollara Blaðið segir að orðrómar um mögulega falskar ásakanir á hendur Mueller hafi fyrst farið á kreik fyrir tveimur vikum þegar fjölmiðlum tók að berast tölvupóstar frá konu sem hélt því fram að ónefndur einstaklingur hefði boðið henni fé til að segja að Mueller hefði hagað sér ósæmilega þegar þau unnu saman á 8. áratug síðustu aldar. Konan hafi ekki viljað tala í síma en fullyrti að henni hafi verið boðnir tugir þúsunda dollara fyrir að tala illa um sérstaka rannsakandann. Hún heldur því fram að henni hafi verið sagt að Burkman stæði að baki því. Því hafnar Burkman algerlega.Tímaritið Atlantic segir að embætti Mueller hafi fengið vitneskju um ásakanirnar frá blaðamönnum sem konan hafði samband við. Konan hafi sagt blaðamönnunum að hún hafi unnið sem aðstoðarkona Mueller á lögmannsstofu árið 1974. Rannsókn Mueller hefur sætt hörðum árásum Donalds Trump forseta og margra bandamanna hans í Repúblikanaflokknum. Þeir hafa þó að að mestu leyti veigrað sér við því að vega beint að Mueller sjálfum fram að þessu. Mueller er enda repúblikani sjálfur og gegndi áður stöðu forstjóra FBI við góðan orðstír. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Robert Mueller, yfirmaður rannsóknarinnar á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, hefur beðið bandarísku alríkislögregluna FBI um að rannsaka ásakanir um að fé hafi verið borið á konur til að þær bæru hann röngum sökum um kynferðislega áreitni. Talsmaður sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins segir að embættið hafi frétt af ásökunum um að konum hafi verið boðið fé til þess að setja fram falskar ásakanir á hendur Mueller. Þeim hafi þegar verið vísað til FBI, að því er segir í frétt Washington Post. Afar óvanalegt er að embættið tjái sig opinberlega og þykir það til marks um hversu alvarlega það taki tilraunir til þess að grafa undan rannsókninni. Jack Burkman, hægrisinnaður málafylgjumaður, sem hefur dreift samsæriskenningum tísti í dag um að hann ætlaði að birta upplýsingar um fyrsta fórnarlamb meints kynferðisofbeldis Mueller á fimmtudag. Burkman þessi hefur áður dreift samsæriskenningu um morð á starfsmanni landsnefndar Demókrataflokksins sem löggæslustofnanir hafa sagt engan fót fyrir.Huldukona segist hafa fengið boð um tugi þúsunda dollara Blaðið segir að orðrómar um mögulega falskar ásakanir á hendur Mueller hafi fyrst farið á kreik fyrir tveimur vikum þegar fjölmiðlum tók að berast tölvupóstar frá konu sem hélt því fram að ónefndur einstaklingur hefði boðið henni fé til að segja að Mueller hefði hagað sér ósæmilega þegar þau unnu saman á 8. áratug síðustu aldar. Konan hafi ekki viljað tala í síma en fullyrti að henni hafi verið boðnir tugir þúsunda dollara fyrir að tala illa um sérstaka rannsakandann. Hún heldur því fram að henni hafi verið sagt að Burkman stæði að baki því. Því hafnar Burkman algerlega.Tímaritið Atlantic segir að embætti Mueller hafi fengið vitneskju um ásakanirnar frá blaðamönnum sem konan hafði samband við. Konan hafi sagt blaðamönnunum að hún hafi unnið sem aðstoðarkona Mueller á lögmannsstofu árið 1974. Rannsókn Mueller hefur sætt hörðum árásum Donalds Trump forseta og margra bandamanna hans í Repúblikanaflokknum. Þeir hafa þó að að mestu leyti veigrað sér við því að vega beint að Mueller sjálfum fram að þessu. Mueller er enda repúblikani sjálfur og gegndi áður stöðu forstjóra FBI við góðan orðstír.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51