Körfubolti

Jerebko hetjan í dramatískum sigri Golden State

Dagur Lárusson skrifar
Jerebko og Curry fagna í leikslok.
Jerebko og Curry fagna í leikslok. vísir/getty
Jonas Jerebko var hetja Golden State Warriors í leik liðsins gegn Utah Jazz í NBA körfuboltanum í nótt en hann tryggði Golden State sigur á lokasekúndunum.

 

Samtals fóru níu leikir fram í NBA körfuboltanum í nótt en lið eins og Bolton Celtics og Cleveland Cavaliers voru í eldlínunni.

 

Það voru liðsmenn Utah Jazz sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum gegn Golden State en þeir fóru með forystuna í hálfleikinn en það var Joe Ingles sem dróg vagninn hjá Utah.

 

Liðsmenn Golden State mættu hinsvegar tvíelfdir til leiks í seinni hálfleikinn og minnkuðu muninn á liðinum um sex stig í þriðja leikhlutanum og jöfnuðu metin í fjórða leikhlutanum. Þetta skapaði gríðarlega spennu á lokasprettinum og þegar um mínúta var eftir náði Utah forystunni 123-122 og hafði Golden State nokkrar mínútur til þess að vinna leikinn.

 

Oftast væru það Kevin Durant eða Stephen Curry sem væru að skora sigurkörfur á borð við þessa fyrir Golden State en það var ekki raunin í þetta skiptið því varamaðurinn Jonas Jerebko steig fram og  skoraði tveggja stiga körfu og tryggði Golden State sigurinn.

 

Stigahæstur hjá Golden State var Kevin Durant með 38 stig en næstur á eftir honum var Stephen Curry með 31 stig. Durant var síðan með sjö stoðsendingar og níu fráköst. Stigahæstur hjá Utah Jazz var Joe Ingles.

 

Kyrie Irving var síðan stigahæstur í liði Boston Celtics með 21 stig er liði tapaði fyrir Toronto Raptors 103-113.

 

Úrslit næturinnar:

 

Magic 88-120 Hornets

Nets 107-105 Knicks

Raptors 113-103 Celtics

Grizzlies 131-117 Hawks

Timberwolves 131-123 Cavaliers

Pelicans 149-129 Kings

Bucks 118-101 Pacers

Jazz 123-124 Warriors

Clippers 108-92 Thunder

 

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×