Grunaður um misferli við flugmiðakaup en segist bara hafa keypt miða af manni í veislu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 08:44 Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á leið til Kanada. Fréttablaðið/ernir Maðurinn sem úrskurðaður hefur verið í farbann vegna gruns um greiðslukortasvik í tengslum við flugmiðakaup er grunaður um að hafa keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða á eigin nafni með greiðslukortum án heimildar korthafa. Þetta kemur fram í farbannsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í gær. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gær þar sem sagði að erlendur karlmaður sæti farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 16. október síðastliðinn. Var hann þá á leið til Kanada með ótilgreindu flugfélagi en flugfélagið sjálft tilkynnti manninn til lögreglu. Upplýsti flugfélagið lögreglu um að maðurinn hefði keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða með stolnu greiðslukortanúmeri. Við skýrslutöku hjá lögreglu kannaðist maðurinn ekki við málið. Hann hafi keypt miðann til Kanada af einstaklingi sem hann hafði hitt í veislu. Sagði hann að sá einstaklingur hafi sagst getað útvegað honum ódýra flugmiða þar sem hann ynni á ferðaskrifstofu. Hann hafi síðar haft samband við manninn, bókað miða hjá honum, sent honum pening og fengið bókunarnúmer sent. Það hafi verið í eina skiptið sem hann keypti miða af manninum.Skýringingar mannsins ekki trúverðugar Sagði maðurinn að þar sem hann væri námsmaður hafi hann ekki hikað við þegar honum hafi boðist svo hagstætt tilboð á flugmiða. Hann sagðist ekki vita hjá hvaða ferðaskrifstofu maðurinn sem seldi honum miðann starfaði hjá né vildi hann gefa upp nafn mannsins. Í farbannsúrskurðinum segir að það sé mat lögreglustjórans á Suðurnesjum að skýringar mannsins á flugmiðakaupunum séu ótrúverðugar og um greiðslukortasvik sé að ræða þar sem hann hafi keypt flugmiða með greiðslukortaupplýsingum án leyfis korthafa, enn þessi fullyrðing sé þó byggð á upplýsingum frá flugfélaginu. Farið var fram á farbann vegna þess að afla þyrfti frekari uppýsinga um eigendur greiðslukortanna og hvort að um fleiri tilvik sé að ræða. Þá þurfi einnig að afla upplýsinga hjá erlendum löggæsluyfirvöldum til að athuga sakaferil mannsins. Þá segir einnig að maðurinn hafi engin tengsl við Íslands svo vitað sé og því talið líklegt að hann myndi reyna að komast úr landi til þess að komast hjá málsókn. Héraðsdómur og Landsréttur féllust á farbannskröfu lögreglustjórans og verður maðurinn því í farbanni til 24. október. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbann vegna gruns um greiðslukortamisferli við flugmiðakaup Erlendur karlmaður sætir nú farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. 19. október 2018 16:28 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Maðurinn sem úrskurðaður hefur verið í farbann vegna gruns um greiðslukortasvik í tengslum við flugmiðakaup er grunaður um að hafa keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða á eigin nafni með greiðslukortum án heimildar korthafa. Þetta kemur fram í farbannsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í gær. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gær þar sem sagði að erlendur karlmaður sæti farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 16. október síðastliðinn. Var hann þá á leið til Kanada með ótilgreindu flugfélagi en flugfélagið sjálft tilkynnti manninn til lögreglu. Upplýsti flugfélagið lögreglu um að maðurinn hefði keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða með stolnu greiðslukortanúmeri. Við skýrslutöku hjá lögreglu kannaðist maðurinn ekki við málið. Hann hafi keypt miðann til Kanada af einstaklingi sem hann hafði hitt í veislu. Sagði hann að sá einstaklingur hafi sagst getað útvegað honum ódýra flugmiða þar sem hann ynni á ferðaskrifstofu. Hann hafi síðar haft samband við manninn, bókað miða hjá honum, sent honum pening og fengið bókunarnúmer sent. Það hafi verið í eina skiptið sem hann keypti miða af manninum.Skýringingar mannsins ekki trúverðugar Sagði maðurinn að þar sem hann væri námsmaður hafi hann ekki hikað við þegar honum hafi boðist svo hagstætt tilboð á flugmiða. Hann sagðist ekki vita hjá hvaða ferðaskrifstofu maðurinn sem seldi honum miðann starfaði hjá né vildi hann gefa upp nafn mannsins. Í farbannsúrskurðinum segir að það sé mat lögreglustjórans á Suðurnesjum að skýringar mannsins á flugmiðakaupunum séu ótrúverðugar og um greiðslukortasvik sé að ræða þar sem hann hafi keypt flugmiða með greiðslukortaupplýsingum án leyfis korthafa, enn þessi fullyrðing sé þó byggð á upplýsingum frá flugfélaginu. Farið var fram á farbann vegna þess að afla þyrfti frekari uppýsinga um eigendur greiðslukortanna og hvort að um fleiri tilvik sé að ræða. Þá þurfi einnig að afla upplýsinga hjá erlendum löggæsluyfirvöldum til að athuga sakaferil mannsins. Þá segir einnig að maðurinn hafi engin tengsl við Íslands svo vitað sé og því talið líklegt að hann myndi reyna að komast úr landi til þess að komast hjá málsókn. Héraðsdómur og Landsréttur féllust á farbannskröfu lögreglustjórans og verður maðurinn því í farbanni til 24. október.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbann vegna gruns um greiðslukortamisferli við flugmiðakaup Erlendur karlmaður sætir nú farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. 19. október 2018 16:28 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Í farbann vegna gruns um greiðslukortamisferli við flugmiðakaup Erlendur karlmaður sætir nú farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. 19. október 2018 16:28