Varðveitum þjóðleiðirnar Einar Skúlason skrifar 22. október 2018 09:00 Fyrr á öldum og allt fram á 20. öld var til víðtækt net göngu- og reiðleiða um allt land. Leiðirnar lágu á milli fjarða, dala og landshluta. Framan af var ekkert sérstakt skipulag á bak við þetta samgöngukerfi, þetta þróaðist bara og leiðirnar urðu til þar sem þægilegt var að komast á ólíkum árstímum og á sem stystum tíma. Þetta var því byggt á uppsafnaðri reynslu kynslóðanna, sem mörkuðu leiðirnar í mörg hundruð ár. Á seinni hluta 19. aldar var farið í umfangsmiklar vegabætur á mörgum þessara leiða í öllum landshlutum og miklu fjármagni veitt til þess. Stórum björgum var oft rutt til hliðar og öðru grjóti, hlaðið undir vegi í hlíðum og reisulegar vörður reistar. Verkefni þessi héldu áfram inn í 20. öldina og þekktasta verkefnið var lagning Konungsvegarins fyrir konungskomu 1907 þegar vagnfær vegur var lagður austur í sveitir svo að Friðrik VIII. gæti ferðast í vagni sínum er hann kom til landsins. Þegar bílaöld gekk í garð tóku þarfir bílsins yfir þarfir fótgangandi og ríðandi varðandi vegagerð og umferð um gömlu leiðirnar féll niður að mestu leyti. Gömlu leiðirnar sjást ekki svo greinilega á ræktuðu landi, en yfirleitt eru þær skýrari á heiðum og í fjalllendi landsins þó að frost og þíða og aukinn gróður dragi hægt og sígandi úr verksummerkjum. Sauðkindin hefur lengst af haldið þessum gömlu leiðum við með því að fara þær og einhverjar leiðirnar hafa verið vinsælar meðal gangandi, ríðandi, hlaupandi og jafnvel hjólandi fólks. Stærstur hluti leiðanna er hins vegar lítið farinn og með fækkun sauðfjár á sumum svæðum og takmarkaðri umferð er líklegt að margar þessara gömlu leiða muni hverfa á komandi áratugum. Það er miður að þessar merkilegu fornminjar hverfi og því vil ég hvetja til þess að hagsmunaaðilar taki sig saman um að gera veg gömlu þjóðleiðanna meiri og stuðli að gerð verndaráætlana með því að auka umferð um þær, standa fyrir námskeiðum um viðhald á vörðum og geri aðgang að þeim skýrari en er í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á öldum og allt fram á 20. öld var til víðtækt net göngu- og reiðleiða um allt land. Leiðirnar lágu á milli fjarða, dala og landshluta. Framan af var ekkert sérstakt skipulag á bak við þetta samgöngukerfi, þetta þróaðist bara og leiðirnar urðu til þar sem þægilegt var að komast á ólíkum árstímum og á sem stystum tíma. Þetta var því byggt á uppsafnaðri reynslu kynslóðanna, sem mörkuðu leiðirnar í mörg hundruð ár. Á seinni hluta 19. aldar var farið í umfangsmiklar vegabætur á mörgum þessara leiða í öllum landshlutum og miklu fjármagni veitt til þess. Stórum björgum var oft rutt til hliðar og öðru grjóti, hlaðið undir vegi í hlíðum og reisulegar vörður reistar. Verkefni þessi héldu áfram inn í 20. öldina og þekktasta verkefnið var lagning Konungsvegarins fyrir konungskomu 1907 þegar vagnfær vegur var lagður austur í sveitir svo að Friðrik VIII. gæti ferðast í vagni sínum er hann kom til landsins. Þegar bílaöld gekk í garð tóku þarfir bílsins yfir þarfir fótgangandi og ríðandi varðandi vegagerð og umferð um gömlu leiðirnar féll niður að mestu leyti. Gömlu leiðirnar sjást ekki svo greinilega á ræktuðu landi, en yfirleitt eru þær skýrari á heiðum og í fjalllendi landsins þó að frost og þíða og aukinn gróður dragi hægt og sígandi úr verksummerkjum. Sauðkindin hefur lengst af haldið þessum gömlu leiðum við með því að fara þær og einhverjar leiðirnar hafa verið vinsælar meðal gangandi, ríðandi, hlaupandi og jafnvel hjólandi fólks. Stærstur hluti leiðanna er hins vegar lítið farinn og með fækkun sauðfjár á sumum svæðum og takmarkaðri umferð er líklegt að margar þessara gömlu leiða muni hverfa á komandi áratugum. Það er miður að þessar merkilegu fornminjar hverfi og því vil ég hvetja til þess að hagsmunaaðilar taki sig saman um að gera veg gömlu þjóðleiðanna meiri og stuðli að gerð verndaráætlana með því að auka umferð um þær, standa fyrir námskeiðum um viðhald á vörðum og geri aðgang að þeim skýrari en er í dag.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun