Varðveitum þjóðleiðirnar Einar Skúlason skrifar 22. október 2018 09:00 Fyrr á öldum og allt fram á 20. öld var til víðtækt net göngu- og reiðleiða um allt land. Leiðirnar lágu á milli fjarða, dala og landshluta. Framan af var ekkert sérstakt skipulag á bak við þetta samgöngukerfi, þetta þróaðist bara og leiðirnar urðu til þar sem þægilegt var að komast á ólíkum árstímum og á sem stystum tíma. Þetta var því byggt á uppsafnaðri reynslu kynslóðanna, sem mörkuðu leiðirnar í mörg hundruð ár. Á seinni hluta 19. aldar var farið í umfangsmiklar vegabætur á mörgum þessara leiða í öllum landshlutum og miklu fjármagni veitt til þess. Stórum björgum var oft rutt til hliðar og öðru grjóti, hlaðið undir vegi í hlíðum og reisulegar vörður reistar. Verkefni þessi héldu áfram inn í 20. öldina og þekktasta verkefnið var lagning Konungsvegarins fyrir konungskomu 1907 þegar vagnfær vegur var lagður austur í sveitir svo að Friðrik VIII. gæti ferðast í vagni sínum er hann kom til landsins. Þegar bílaöld gekk í garð tóku þarfir bílsins yfir þarfir fótgangandi og ríðandi varðandi vegagerð og umferð um gömlu leiðirnar féll niður að mestu leyti. Gömlu leiðirnar sjást ekki svo greinilega á ræktuðu landi, en yfirleitt eru þær skýrari á heiðum og í fjalllendi landsins þó að frost og þíða og aukinn gróður dragi hægt og sígandi úr verksummerkjum. Sauðkindin hefur lengst af haldið þessum gömlu leiðum við með því að fara þær og einhverjar leiðirnar hafa verið vinsælar meðal gangandi, ríðandi, hlaupandi og jafnvel hjólandi fólks. Stærstur hluti leiðanna er hins vegar lítið farinn og með fækkun sauðfjár á sumum svæðum og takmarkaðri umferð er líklegt að margar þessara gömlu leiða muni hverfa á komandi áratugum. Það er miður að þessar merkilegu fornminjar hverfi og því vil ég hvetja til þess að hagsmunaaðilar taki sig saman um að gera veg gömlu þjóðleiðanna meiri og stuðli að gerð verndaráætlana með því að auka umferð um þær, standa fyrir námskeiðum um viðhald á vörðum og geri aðgang að þeim skýrari en er í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á öldum og allt fram á 20. öld var til víðtækt net göngu- og reiðleiða um allt land. Leiðirnar lágu á milli fjarða, dala og landshluta. Framan af var ekkert sérstakt skipulag á bak við þetta samgöngukerfi, þetta þróaðist bara og leiðirnar urðu til þar sem þægilegt var að komast á ólíkum árstímum og á sem stystum tíma. Þetta var því byggt á uppsafnaðri reynslu kynslóðanna, sem mörkuðu leiðirnar í mörg hundruð ár. Á seinni hluta 19. aldar var farið í umfangsmiklar vegabætur á mörgum þessara leiða í öllum landshlutum og miklu fjármagni veitt til þess. Stórum björgum var oft rutt til hliðar og öðru grjóti, hlaðið undir vegi í hlíðum og reisulegar vörður reistar. Verkefni þessi héldu áfram inn í 20. öldina og þekktasta verkefnið var lagning Konungsvegarins fyrir konungskomu 1907 þegar vagnfær vegur var lagður austur í sveitir svo að Friðrik VIII. gæti ferðast í vagni sínum er hann kom til landsins. Þegar bílaöld gekk í garð tóku þarfir bílsins yfir þarfir fótgangandi og ríðandi varðandi vegagerð og umferð um gömlu leiðirnar féll niður að mestu leyti. Gömlu leiðirnar sjást ekki svo greinilega á ræktuðu landi, en yfirleitt eru þær skýrari á heiðum og í fjalllendi landsins þó að frost og þíða og aukinn gróður dragi hægt og sígandi úr verksummerkjum. Sauðkindin hefur lengst af haldið þessum gömlu leiðum við með því að fara þær og einhverjar leiðirnar hafa verið vinsælar meðal gangandi, ríðandi, hlaupandi og jafnvel hjólandi fólks. Stærstur hluti leiðanna er hins vegar lítið farinn og með fækkun sauðfjár á sumum svæðum og takmarkaðri umferð er líklegt að margar þessara gömlu leiða muni hverfa á komandi áratugum. Það er miður að þessar merkilegu fornminjar hverfi og því vil ég hvetja til þess að hagsmunaaðilar taki sig saman um að gera veg gömlu þjóðleiðanna meiri og stuðli að gerð verndaráætlana með því að auka umferð um þær, standa fyrir námskeiðum um viðhald á vörðum og geri aðgang að þeim skýrari en er í dag.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun