Cristiano Ronaldo er sárt saknað hjá Real Madrid eftir að hann yfirgaf félagið til að ganga í raðir Juventus í sumar.
Hvorki hefur gengið né rekið hjá Real Madrid í upphafi leiktíðar og er talið að félagið sé í leit að nýjum knattspyrnustjóra nú þegar.
Einn af þeim sem saknar Ronaldo hvað sárast er brasilíski bakvörðurinn Marcelo og samkvæmt heimildum ítalska fjölmiðilsins Tuttosport hefur hann óskað eftir því að fá að yfirgefa spænska stórveldið í janúar með það fyrir augum að ganga til liðs við Juventus.
Marcelo og Ronaldo er vel til vina eftir níu ára samveru hjá Real Madrid þar sem þeir náðu virkilega vel saman og hjálpuðu Real Madrid að vinna spænsku deildina í tvígang og Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum svo fátt eitt sé nefnt.
Marcelo vill elta Ronaldo til Juventus
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn