Framsýn og ábyrg fjármálastjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 23. október 2018 07:00 Eitt af mikilvægustu viðfangsefnum stjórnmálanna er ráðstöfun almannafjár. Á hinu pólitíska sviði er að sjálfsögðu tekist á um hvernig skipta skuli kökunni, hvað sé nauðsynlegt að fjármagna og hvað ekki. Öll ættum við þó að geta verið sammála um að fjármunum almennings skuli ráðstafað af ráðdeild og hagkvæmni. Til þess er okkur stjórnmálafólkinu treyst og ábyrgð okkar er því sannarlega mikil. Í samstarfssáttmála meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er skýrt kveðið á um ábyrgan og sjálfbæran rekstur borgarinnar. Skuldir skulu greiddar niður og tryggja svigrúm til fjárfestinga. Það er okkur mikið kappsmál að tryggja fyrirmyndar fjármálastjórn og teljum við það sjást skýrt nú þegar unnið er að áætlanagerð til næstu fimm ára. Sú vinna byggir á vandaðri sviðsmyndagreiningu sem unnin er af borgarstjórn í heild, þvert á flokka, auk lykilstarfsfólks borgarinnar. Eftir nokkur ár af hagvexti og uppgangi í samfélaginu getur reynst snúið að spá fyrir um þróun næstu ára. Í þeim aðstæðum er sem aldrei fyrr gríðarlega mikilvægt að vera búin undir ólíkar sviðsmyndir sem upp geta komið í íslensku efnahagslífi – og það erum við. Okkur í meirihlutanum er umhugað um góða, ábyrga og gegnsæja stjórnsýslu þar sem aðgengi að upplýsingum er gott og ákvarðanataka byggir á gögnum. Við höfum sett okkur það markmið að endurskoða stjórnsýsluna og gera nauðsynlegar breytingar, með sérstaka áherslu á fjármálastjórn í sinni víðustu mynd, þar með talin innkaup, eftirlit og áhættustýringu. Eftir góða undirbúningsvinnu mun liggja fyrir tillaga þess efnis á vettvangi borgarráðs í þessari viku. Grunnstef pólitískrar umræðu vill því miður oft vera það að ala á vantrausti í garð þeirra sem halda um stjórntaumana. Þó skynsamleg og málefnaleg gagnrýni veiti stjórnvöldum mikilvægt aðhald gerir óþarfa úlfúð engum gagn, allra síst almenningi. Á meðan meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á ábyrga fjármálastjórn, vandaðar áætlanir og breytta stjórnsýslu er ljóst að gagnrýni á því sviði er einfaldlega skot í myrkri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu viðfangsefnum stjórnmálanna er ráðstöfun almannafjár. Á hinu pólitíska sviði er að sjálfsögðu tekist á um hvernig skipta skuli kökunni, hvað sé nauðsynlegt að fjármagna og hvað ekki. Öll ættum við þó að geta verið sammála um að fjármunum almennings skuli ráðstafað af ráðdeild og hagkvæmni. Til þess er okkur stjórnmálafólkinu treyst og ábyrgð okkar er því sannarlega mikil. Í samstarfssáttmála meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er skýrt kveðið á um ábyrgan og sjálfbæran rekstur borgarinnar. Skuldir skulu greiddar niður og tryggja svigrúm til fjárfestinga. Það er okkur mikið kappsmál að tryggja fyrirmyndar fjármálastjórn og teljum við það sjást skýrt nú þegar unnið er að áætlanagerð til næstu fimm ára. Sú vinna byggir á vandaðri sviðsmyndagreiningu sem unnin er af borgarstjórn í heild, þvert á flokka, auk lykilstarfsfólks borgarinnar. Eftir nokkur ár af hagvexti og uppgangi í samfélaginu getur reynst snúið að spá fyrir um þróun næstu ára. Í þeim aðstæðum er sem aldrei fyrr gríðarlega mikilvægt að vera búin undir ólíkar sviðsmyndir sem upp geta komið í íslensku efnahagslífi – og það erum við. Okkur í meirihlutanum er umhugað um góða, ábyrga og gegnsæja stjórnsýslu þar sem aðgengi að upplýsingum er gott og ákvarðanataka byggir á gögnum. Við höfum sett okkur það markmið að endurskoða stjórnsýsluna og gera nauðsynlegar breytingar, með sérstaka áherslu á fjármálastjórn í sinni víðustu mynd, þar með talin innkaup, eftirlit og áhættustýringu. Eftir góða undirbúningsvinnu mun liggja fyrir tillaga þess efnis á vettvangi borgarráðs í þessari viku. Grunnstef pólitískrar umræðu vill því miður oft vera það að ala á vantrausti í garð þeirra sem halda um stjórntaumana. Þó skynsamleg og málefnaleg gagnrýni veiti stjórnvöldum mikilvægt aðhald gerir óþarfa úlfúð engum gagn, allra síst almenningi. Á meðan meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á ábyrga fjármálastjórn, vandaðar áætlanir og breytta stjórnsýslu er ljóst að gagnrýni á því sviði er einfaldlega skot í myrkri.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun