Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2018 16:20 Bolsonaro er þekktur fyrir ofstæki og hatursorðræðu. Hann hótar andstæðingum sínum nú ofsóknum. Vísir/EPA Jair Bolsonaro, öfgahægrimaðurinn sem nær öruggt er talið að verði kjörinn forseti Brasilíu um helgina, segir að pólitískir andstæðingar sínir muni hrökklast úr landi eða enda í fangelsi. Hótaði hann „hreinsun“ sem engin fordæmi væru um í sögu landsins. Skoðanakannanir benda til þess að Bolsonaro vinni afgerandi sigur á Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins, í seinni umferð forsetakosninganna á sunnudag. Í ávarpi til stuðningsmanna sinna boðaði Bolsonaro afturhvarf til tíma herforingjastjórna sem réðu ríkjum í landinu á 20. öld. „Þessir rauðu útlagar verða hraktir á brott frá heimalandi okkar. Það verður hreinsun sem hefur aldrei sést áður í brasilískri sögu,“ sagði Bolsonaro í myndbandsávarpi sem hann sendi út á netinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Annað hvort fara þeir úr landi eða þeir fara í fangelsi,“ hótaði Bolsonaro við mikinn fögnuð þúsunda stuðningsmanna hans sem voru samankomnir til að hlýða á ávarpið. Frambjóðandinn er sjálfur að ná sér af stungusári á heimili sínu í Ríó de Janeiro. Nefndi harðlínumaðurinn ákveðna hópa sem yrðu sérstaklega teknir fyrir þegar hann kemst til valda. Kallaði hann félaga í samtökum landlausra bænda „þrjóta“ sem yrðu skilgreindir sem hryðjuverkamenn. Þá myndi hann láta Lula da Silva, fyrrverandi forseta, „rotna í fangelsi“ ásamt öðrum flokkssystkinum hans úr Verkamannaflokknum. Silva afplánar nú dóm vegna spillingar. Haddad sagði að Bolsonaro hefði með ummælum sínum hótað lífi andstæðinga sinna. „Við verðum að verja lýðræðislegt réttarríkið. Hvernig getur fólk fundið til öryggis ef hann hótar þeim sem hafa aðrar skoðanir en hann?“ tísti Haddad. Brasilía Tengdar fréttir Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06 „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00 Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. 19. október 2018 08:50 Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Jair Bolsonaro, öfgahægrimaðurinn sem nær öruggt er talið að verði kjörinn forseti Brasilíu um helgina, segir að pólitískir andstæðingar sínir muni hrökklast úr landi eða enda í fangelsi. Hótaði hann „hreinsun“ sem engin fordæmi væru um í sögu landsins. Skoðanakannanir benda til þess að Bolsonaro vinni afgerandi sigur á Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins, í seinni umferð forsetakosninganna á sunnudag. Í ávarpi til stuðningsmanna sinna boðaði Bolsonaro afturhvarf til tíma herforingjastjórna sem réðu ríkjum í landinu á 20. öld. „Þessir rauðu útlagar verða hraktir á brott frá heimalandi okkar. Það verður hreinsun sem hefur aldrei sést áður í brasilískri sögu,“ sagði Bolsonaro í myndbandsávarpi sem hann sendi út á netinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Annað hvort fara þeir úr landi eða þeir fara í fangelsi,“ hótaði Bolsonaro við mikinn fögnuð þúsunda stuðningsmanna hans sem voru samankomnir til að hlýða á ávarpið. Frambjóðandinn er sjálfur að ná sér af stungusári á heimili sínu í Ríó de Janeiro. Nefndi harðlínumaðurinn ákveðna hópa sem yrðu sérstaklega teknir fyrir þegar hann kemst til valda. Kallaði hann félaga í samtökum landlausra bænda „þrjóta“ sem yrðu skilgreindir sem hryðjuverkamenn. Þá myndi hann láta Lula da Silva, fyrrverandi forseta, „rotna í fangelsi“ ásamt öðrum flokkssystkinum hans úr Verkamannaflokknum. Silva afplánar nú dóm vegna spillingar. Haddad sagði að Bolsonaro hefði með ummælum sínum hótað lífi andstæðinga sinna. „Við verðum að verja lýðræðislegt réttarríkið. Hvernig getur fólk fundið til öryggis ef hann hótar þeim sem hafa aðrar skoðanir en hann?“ tísti Haddad.
Brasilía Tengdar fréttir Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06 „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00 Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. 19. október 2018 08:50 Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06
„Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00
Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. 19. október 2018 08:50
Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27