Samstaða og barátta í sextíu ár Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. október 2018 07:00 Í dag eru nákvæmlega 60 ár liðin frá stofnun Bandalags háskólamanna. Stofnfundurinn var haldinn í Háskóla Íslands 23. október 1958. Tilgangurinn með stofnun bandalagsins var einkum að efla samheldni háskólamenntaðs fólks á Íslandi og gæta hagsmuna þess gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Óhætt er að segja að tilgangur bandalagsins sé enn sá sami og í upphafi, þótt markmið okkar og viðfangsefni séu fleiri og fjölbreyttari nú en þau voru fyrir 60 árum. Á fyrstu áratugunum eftir stofnun BHM fór mikið púður í baráttuna fyrir samningsrétti og verkfallsrétti aðildarfélaga bandalagsins. Samningsrétturinn fékkst árið 1973 og takmarkaður verkfallsréttur árið 1986. Þegar þessum réttindum hafði verið náð gátu stéttarfélögin loks beitt sér af fullum þunga í kjara- og réttindabaráttunni. Á þeim vettvangi hafa ýmsir sigrar náðst á þessum 60 árum. Oft hafa aðildarfélög BHM þurft að hafa mikið fyrir því að sækja kjara- og réttindabætur og ekki hafa allir slagir unnist. Heilt á litið getum við þó verið stolt af þeim árangri sem starf okkar hefur skilað. Segja má að BHM hafi verið stofnað í öðrum heimi en þeim sem við nú lifum í. Þá var háskólanám forréttindi fárra, oftast karla, og námsframboð fábreytt hér á landi. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hófst sókn kvenna inn á vinnumarkaðinn og til mennta. Sú hljóðláta bylting gjörbreytti stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Námslán hafa einnig gert það að verkum að háskólanám er flestum aðgengilegt. Önnur hljóðlát en áhrifarík bylting gengur nú yfir heiminn. Hún kallast fjórða iðnbyltingin. Nú sem fyrr þarf háskólafólk að standa í fararbroddi tækniframfara og nýsköpunar og sjá til þess að þær nýtist samfélaginu öllu til góðs. BHM mun sem fyrr standa vörð um grundvallarréttindi launafólks á vinnumarkaði og á sama tíma brýna stjórnvöld til þess að virkja þekkingu, mannauð og hugvit til framfara fyrir landsmenn alla. Ég óska aðildarfélögum BHM og félagsmönnum þeirra til hamingju með 60 ára afmæli BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 60 ár liðin frá stofnun Bandalags háskólamanna. Stofnfundurinn var haldinn í Háskóla Íslands 23. október 1958. Tilgangurinn með stofnun bandalagsins var einkum að efla samheldni háskólamenntaðs fólks á Íslandi og gæta hagsmuna þess gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Óhætt er að segja að tilgangur bandalagsins sé enn sá sami og í upphafi, þótt markmið okkar og viðfangsefni séu fleiri og fjölbreyttari nú en þau voru fyrir 60 árum. Á fyrstu áratugunum eftir stofnun BHM fór mikið púður í baráttuna fyrir samningsrétti og verkfallsrétti aðildarfélaga bandalagsins. Samningsrétturinn fékkst árið 1973 og takmarkaður verkfallsréttur árið 1986. Þegar þessum réttindum hafði verið náð gátu stéttarfélögin loks beitt sér af fullum þunga í kjara- og réttindabaráttunni. Á þeim vettvangi hafa ýmsir sigrar náðst á þessum 60 árum. Oft hafa aðildarfélög BHM þurft að hafa mikið fyrir því að sækja kjara- og réttindabætur og ekki hafa allir slagir unnist. Heilt á litið getum við þó verið stolt af þeim árangri sem starf okkar hefur skilað. Segja má að BHM hafi verið stofnað í öðrum heimi en þeim sem við nú lifum í. Þá var háskólanám forréttindi fárra, oftast karla, og námsframboð fábreytt hér á landi. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hófst sókn kvenna inn á vinnumarkaðinn og til mennta. Sú hljóðláta bylting gjörbreytti stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Námslán hafa einnig gert það að verkum að háskólanám er flestum aðgengilegt. Önnur hljóðlát en áhrifarík bylting gengur nú yfir heiminn. Hún kallast fjórða iðnbyltingin. Nú sem fyrr þarf háskólafólk að standa í fararbroddi tækniframfara og nýsköpunar og sjá til þess að þær nýtist samfélaginu öllu til góðs. BHM mun sem fyrr standa vörð um grundvallarréttindi launafólks á vinnumarkaði og á sama tíma brýna stjórnvöld til þess að virkja þekkingu, mannauð og hugvit til framfara fyrir landsmenn alla. Ég óska aðildarfélögum BHM og félagsmönnum þeirra til hamingju með 60 ára afmæli BHM.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun