Ísgöngin skapa umfangsmikla starfsemi á Húsafellssvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2018 20:00 Kjartan Þór Þorbjörnsson, viðhalds- og þróunarstjóri Into the Glacier. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þremur árum eftir að ísgöngin voru opnuð í Langjökli eru þau orðin meðal stærstu fyrirtækja Borgarfjarðar, með um fimmtíu starfsmenn, og gestafjöldinn í ár stefnir í sextíu þúsund manns. Og starfsemin gengur allt árið. Þetta kom fram þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Það þótti mörgum djörf ákvörðun að grafa ísgöng inn í Langjökul og bjóða ferðamönnum að skoða jökul að innanverðu. Í fyrstu vonuðust menn til að fá kannski 20-30 þúsund gesti yfir árið. Í ár stefnir fjöldinn í 60 þúsund gesti en gert er út frá Húsafelli.Ísgöngin í Langjökli voru opnuð í júnímánuði árið 2015.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við opnuðum 1. júní 2015, eftir fjórtán mánaða vinnu við að gera göngin klár. Og búið að ganga rosalega vel síðustu þrjú árin, þetta er búið að vera bara hröð uppbygging,“ segir Kjartan Þór Þorbjörnsson, viðhalds- og þróunarstjóri Into the Glacier. Arngrímur Hermannsson, frumkvöðull í jökla- og hálendisferðum, er meðal þeirra sem koma að ísgöngunum.Arngrímur Hermannsson við bækistöð „Into the Glacier“ við jaðar Langjökuls.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það eru að minnsta kosti 35 ár síðan, þá vorum við að byrja með þessa súperjeppa, og það virkaði mjög vel,“ segir Arngrímur. Hér nota menn sérbúna ofurtrukka, sem að grunni voru ætlaðir sem eldflaugaskotpallar. „Þetta eru átta hjóla trukkar sem vigta tuttugu tonn tómir en taka fimmtíu farþega.“Trukkarnir aka með ferðamenn að ísgöngunum í Langjökli allan ársins hring.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og svo öflugir eru trukkarnir að þeir komast á jökulinn nánast í hvaða veðri sem er. „Og að við skulum vera að gera þetta á hverjum degi, allt árið um kring, er alveg einstakt. Og sérstaklega á veturna, því átti maður alls ekki von á,“ segir Arngrímur. Núna er fyrirtækið orðinn einn stærsti vinnustaður í uppsveitum Borgarfjarðar.Ferðamennirnir leggja upp frá Húsafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson„Ætli við séum ekki í kringum fimmtíu manns sem erum að vinna hjá fyrirtækinu. Fullt af bílum. Við eigum orðið fimm-sex trukka, og starfsemin hér í Húsafelli er orðin gríðarlega umfangsmikil hjá okkur, og á Húsafellssvæðinu má segja,“ segir Kjartan Þór. Fjallað var um uppganginn á Húsafellssvæðinu í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Ísgöngin í Langjökli: „Þetta á eftir að slá í gegn“ Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. 6. júní 2015 22:03 Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30 Raforkan frá Húsafelli samsvarar meðalnotkun þúsunda heimila Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. 20. október 2018 21:45 Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess. 13. júní 2018 06:00 Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24 Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Sjá meira
Þremur árum eftir að ísgöngin voru opnuð í Langjökli eru þau orðin meðal stærstu fyrirtækja Borgarfjarðar, með um fimmtíu starfsmenn, og gestafjöldinn í ár stefnir í sextíu þúsund manns. Og starfsemin gengur allt árið. Þetta kom fram þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Það þótti mörgum djörf ákvörðun að grafa ísgöng inn í Langjökul og bjóða ferðamönnum að skoða jökul að innanverðu. Í fyrstu vonuðust menn til að fá kannski 20-30 þúsund gesti yfir árið. Í ár stefnir fjöldinn í 60 þúsund gesti en gert er út frá Húsafelli.Ísgöngin í Langjökli voru opnuð í júnímánuði árið 2015.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við opnuðum 1. júní 2015, eftir fjórtán mánaða vinnu við að gera göngin klár. Og búið að ganga rosalega vel síðustu þrjú árin, þetta er búið að vera bara hröð uppbygging,“ segir Kjartan Þór Þorbjörnsson, viðhalds- og þróunarstjóri Into the Glacier. Arngrímur Hermannsson, frumkvöðull í jökla- og hálendisferðum, er meðal þeirra sem koma að ísgöngunum.Arngrímur Hermannsson við bækistöð „Into the Glacier“ við jaðar Langjökuls.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það eru að minnsta kosti 35 ár síðan, þá vorum við að byrja með þessa súperjeppa, og það virkaði mjög vel,“ segir Arngrímur. Hér nota menn sérbúna ofurtrukka, sem að grunni voru ætlaðir sem eldflaugaskotpallar. „Þetta eru átta hjóla trukkar sem vigta tuttugu tonn tómir en taka fimmtíu farþega.“Trukkarnir aka með ferðamenn að ísgöngunum í Langjökli allan ársins hring.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og svo öflugir eru trukkarnir að þeir komast á jökulinn nánast í hvaða veðri sem er. „Og að við skulum vera að gera þetta á hverjum degi, allt árið um kring, er alveg einstakt. Og sérstaklega á veturna, því átti maður alls ekki von á,“ segir Arngrímur. Núna er fyrirtækið orðinn einn stærsti vinnustaður í uppsveitum Borgarfjarðar.Ferðamennirnir leggja upp frá Húsafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson„Ætli við séum ekki í kringum fimmtíu manns sem erum að vinna hjá fyrirtækinu. Fullt af bílum. Við eigum orðið fimm-sex trukka, og starfsemin hér í Húsafelli er orðin gríðarlega umfangsmikil hjá okkur, og á Húsafellssvæðinu má segja,“ segir Kjartan Þór. Fjallað var um uppganginn á Húsafellssvæðinu í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Ísgöngin í Langjökli: „Þetta á eftir að slá í gegn“ Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. 6. júní 2015 22:03 Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30 Raforkan frá Húsafelli samsvarar meðalnotkun þúsunda heimila Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. 20. október 2018 21:45 Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess. 13. júní 2018 06:00 Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24 Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Sjá meira
Ísgöngin í Langjökli: „Þetta á eftir að slá í gegn“ Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. 6. júní 2015 22:03
Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30
Raforkan frá Húsafelli samsvarar meðalnotkun þúsunda heimila Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. 20. október 2018 21:45
Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess. 13. júní 2018 06:00
Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24