Vilja friðlýsa vatnasvið Jökulsár á Fjöllum og Markarfljóts Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2018 16:03 Markarfljót séð frá Stóra-Dímon. Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu tveggja svæða á grundvelli flokkunar þeirra í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýsingin tekur til verndar gegn orkunýtingu. Um er að ræða vatnasvið Jökulsár á Fjöllum og Markarfljóts að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Tillögurnar að friðlýsingunum eru hluti af átaki í friðlýsingum sem kveðið er á um í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Tillögur að friðlýsingu þriggja svæða fóru í kynningu í september og svæðin eru því samtals orðin fimm. Jökulsá á Fjöllum og Markarfljót eru í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar) samkvæmt samþykkt Alþingis frá árinu 2013 og ber því að friðlýsa gegn orkunýtingu. Starfshópur sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði síðastliðinn vetur, með sérfræðingum ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar, vinnur nú að friðlýsingum þessara svæða sem og annarra. Auk þess sem um er að ræða friðlýsingar svæða í verndarflokki rammaáætlunar, tekur átakið til friðlýsinga á eldri náttúruverndaráætlunum sem Alþingi samþykkti fyrir allmörgum árum að friðlýsa en enn er ólokið við. Auk þess er með átakinu hafinn undirbúningur að friðlýsingu svæða sem eru undir miklu álagi ferðamanna, með það að markmiði að tryggja vernd náttúru- og menningarminja og um leið að tryggja umsjón, stjórnun, landvörslu og uppbyggingu innviða. „Friðlýsingarhjólin eru farin að snúast og unnið er að því að ljúka sem fyrst friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar frá 2013. Þessar friðlýsingar eru hluti af því. Almennt séð er mikilvægt að stuðla að bættum skilningi á friðlýsingum, hvað í þeim felst og hvaða tækifæri fylgja þeim,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Við höfum því ráðist í margvísleg verkefni núna sem eru hluti þessa stóra friðlýsingarátaks.“ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands rannsakar nú efnahagsleg áhrif 11 svæða sem ýmist eru friðlýst eða á náttúruminjaskrá og niðurstaðna úr þeirri rannsókn er að vænta fljótlega. Sérstakar sviðsmyndagreiningar verða auk þess unnar fyrir nokkur svæði sem ekki eru friðlýst en hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar. Markmiðið er að greina hvaða tækifæri felast í mögulegri friðlýsingu þeirra. Frestur til athugasemda við tillögurnar sem Umhverfisstofnun hefur kynnt er til og með 23. janúar 2019.Tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á FjöllumTillaga að friðlýsingu vatnasviðs Markarfljóts Umhverfismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu tveggja svæða á grundvelli flokkunar þeirra í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýsingin tekur til verndar gegn orkunýtingu. Um er að ræða vatnasvið Jökulsár á Fjöllum og Markarfljóts að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Tillögurnar að friðlýsingunum eru hluti af átaki í friðlýsingum sem kveðið er á um í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Tillögur að friðlýsingu þriggja svæða fóru í kynningu í september og svæðin eru því samtals orðin fimm. Jökulsá á Fjöllum og Markarfljót eru í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar) samkvæmt samþykkt Alþingis frá árinu 2013 og ber því að friðlýsa gegn orkunýtingu. Starfshópur sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði síðastliðinn vetur, með sérfræðingum ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar, vinnur nú að friðlýsingum þessara svæða sem og annarra. Auk þess sem um er að ræða friðlýsingar svæða í verndarflokki rammaáætlunar, tekur átakið til friðlýsinga á eldri náttúruverndaráætlunum sem Alþingi samþykkti fyrir allmörgum árum að friðlýsa en enn er ólokið við. Auk þess er með átakinu hafinn undirbúningur að friðlýsingu svæða sem eru undir miklu álagi ferðamanna, með það að markmiði að tryggja vernd náttúru- og menningarminja og um leið að tryggja umsjón, stjórnun, landvörslu og uppbyggingu innviða. „Friðlýsingarhjólin eru farin að snúast og unnið er að því að ljúka sem fyrst friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar frá 2013. Þessar friðlýsingar eru hluti af því. Almennt séð er mikilvægt að stuðla að bættum skilningi á friðlýsingum, hvað í þeim felst og hvaða tækifæri fylgja þeim,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Við höfum því ráðist í margvísleg verkefni núna sem eru hluti þessa stóra friðlýsingarátaks.“ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands rannsakar nú efnahagsleg áhrif 11 svæða sem ýmist eru friðlýst eða á náttúruminjaskrá og niðurstaðna úr þeirri rannsókn er að vænta fljótlega. Sérstakar sviðsmyndagreiningar verða auk þess unnar fyrir nokkur svæði sem ekki eru friðlýst en hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar. Markmiðið er að greina hvaða tækifæri felast í mögulegri friðlýsingu þeirra. Frestur til athugasemda við tillögurnar sem Umhverfisstofnun hefur kynnt er til og með 23. janúar 2019.Tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á FjöllumTillaga að friðlýsingu vatnasviðs Markarfljóts
Umhverfismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira