Telja rannsókn Samkeppniseftirlitsins ólögmæta Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. október 2018 08:00 Samkeppniseftirlitið ógilti í síðustu viku kaup apótekakeðjunnar Lyfja og heilsu á Opnu ehf. sem rekur Apótek MOS í Mosfellsbæ. Fréttablaðið/HANNA Lyf og heilsa gerir margvíslegar athugasemdir við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunamáli apótekakeðjunnar og Apótek MOS í Mosfellsbæ og telur að hlutlægnisskylda, rannsóknarregla og jafnræðisregla stjórnsýslulaga hafi verið fótum troðnar. Áskilur keðjan sér sérstaklega rétt til þess að hafa uppi skaðabætur vegna þess tjóns sem hún telur að málsmeðferðin hafi leitt til. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem stjórnendur Lyfja og heilsu skrifuðu Samkeppniseftirlitinu 11. október síðastliðinn. Eftirlitið ógilti sem kunnugt er kaupin í síðustu viku en það var niðurstaða þess að samruni umræddra apóteka myndi valda viðskiptavinum þeirra verulegu samkeppnislegu tjóni. Telja má víst að ákvörðunin verði kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í bréfaskriftum Lyfja og heilsu og Samkeppniseftirlitsins kemur meðal annars fram að apótekakeðjan telji einsýnt að rannsókn málsins hafi ráðist af fyrirfram mótaðri afstöðu eftirlitsins til kaupanna, þar sem gögn sem ekki henti málatilbúnaði þess hafi verið hunsuð. „Lyf og heilsa telur ljóst að frummat Samkeppniseftirlitsins byggi á rannsókn þar sem vísvitandi hafi verið litið fram hjá raungögnum sem félagið hafi þó ítrekað vakið athygli á. Telji félagið liggja í augum uppi að væri hlutlægni gætt við rannsóknina, blasi það við að samruninn sé ekki til þess fallinn að raska samkeppni,“ segir í bréfi Lyfja og heilsu. Stjórnendur Apóteks MOS eru jafnframt ósáttir við framgöngu Samkeppniseftirlitsins og segja í bréfi til eftirlitsins að „meðferð málsins virðist án fordæma sé litið til annarra samrunamála sem Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar og úrskurðað í nýlega“. Í bréfi Apóteks MOS er jafnframt rakið að eigandi apóteksins sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi eftir þrjú ár af starfsaldri sínum sem lyfsöluleyfishafi. Til þess að liðka fyrir kaupunum lagði Lyf og heilsa til að Apótek MOS yrði rekið í svo til óbreyttri mynd til tveggja ára en Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillöguna ekki duga til þess að eyða samkeppnishamlandi áhrifum kaupanna. Birtist í Fréttablaðinu Mosfellsbær Neytendur Samkeppnismál Viðskipti Tengdar fréttir Ógilda samruna apóteka Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. 18. október 2018 17:57 Lyf og heilsa þarf að greiða Apóteki Vesturlands bætur vegna samkeppnisbrota Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að hluta til. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. 18. október 2018 15:23 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Lyf og heilsa gerir margvíslegar athugasemdir við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunamáli apótekakeðjunnar og Apótek MOS í Mosfellsbæ og telur að hlutlægnisskylda, rannsóknarregla og jafnræðisregla stjórnsýslulaga hafi verið fótum troðnar. Áskilur keðjan sér sérstaklega rétt til þess að hafa uppi skaðabætur vegna þess tjóns sem hún telur að málsmeðferðin hafi leitt til. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem stjórnendur Lyfja og heilsu skrifuðu Samkeppniseftirlitinu 11. október síðastliðinn. Eftirlitið ógilti sem kunnugt er kaupin í síðustu viku en það var niðurstaða þess að samruni umræddra apóteka myndi valda viðskiptavinum þeirra verulegu samkeppnislegu tjóni. Telja má víst að ákvörðunin verði kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í bréfaskriftum Lyfja og heilsu og Samkeppniseftirlitsins kemur meðal annars fram að apótekakeðjan telji einsýnt að rannsókn málsins hafi ráðist af fyrirfram mótaðri afstöðu eftirlitsins til kaupanna, þar sem gögn sem ekki henti málatilbúnaði þess hafi verið hunsuð. „Lyf og heilsa telur ljóst að frummat Samkeppniseftirlitsins byggi á rannsókn þar sem vísvitandi hafi verið litið fram hjá raungögnum sem félagið hafi þó ítrekað vakið athygli á. Telji félagið liggja í augum uppi að væri hlutlægni gætt við rannsóknina, blasi það við að samruninn sé ekki til þess fallinn að raska samkeppni,“ segir í bréfi Lyfja og heilsu. Stjórnendur Apóteks MOS eru jafnframt ósáttir við framgöngu Samkeppniseftirlitsins og segja í bréfi til eftirlitsins að „meðferð málsins virðist án fordæma sé litið til annarra samrunamála sem Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar og úrskurðað í nýlega“. Í bréfi Apóteks MOS er jafnframt rakið að eigandi apóteksins sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi eftir þrjú ár af starfsaldri sínum sem lyfsöluleyfishafi. Til þess að liðka fyrir kaupunum lagði Lyf og heilsa til að Apótek MOS yrði rekið í svo til óbreyttri mynd til tveggja ára en Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillöguna ekki duga til þess að eyða samkeppnishamlandi áhrifum kaupanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mosfellsbær Neytendur Samkeppnismál Viðskipti Tengdar fréttir Ógilda samruna apóteka Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. 18. október 2018 17:57 Lyf og heilsa þarf að greiða Apóteki Vesturlands bætur vegna samkeppnisbrota Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að hluta til. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. 18. október 2018 15:23 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ógilda samruna apóteka Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. 18. október 2018 17:57
Lyf og heilsa þarf að greiða Apóteki Vesturlands bætur vegna samkeppnisbrota Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að hluta til. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. 18. október 2018 15:23