Mannhatur Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. október 2018 08:00 Frá því að Donald Trump steig fram sem mögulegt forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur hann verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að ómögulegt er að telja þau öll upp. Forsetaefnið þáverandi leyfði sér að segja hluti sem enginn annar stjórnmálamaður í hinum vestræna heimi kæmist upp með; hann hefur opinberað vanþekkingu sína á alþjóðamálum, hafnað hugmyndum sem hingað til hafa verið talin sjálfsögð mannréttindi í þróuðum ríkjum, vaðið fram með sleggjudómum um ákveðna trúarhópa og sýnt konum ótrúlega vanvirðingu, svo fátt eitt sé nefnt. Síðan varð hann forseti. Þá vonuðu margir Bandaríkjamenn að upphrópanir hans í baráttunni hefðu verið liður í því að fá ákveðinn hóp kjósenda með sér í lið, frekar en að um væri að ræða hans eigin skoðanir. Svo reyndist ekki vera. Þvert á móti. Síðan steig klámstjarna fram og greindi frá framhjáhaldi sínu með forsetanum og í ljós kom að Rússar virðast með ólögmætum aðgerðum hafa liðsinnt honum í því að komast á forsetastól. Sennilega er óhætt að segja að enginn forvera hans hefði lifað slíkt af í embætti. Kjósendur forsetans virðast hins vegar hafa þróað með sér nokkurs konar ónæmi fyrir orðum og gjörðum forseta síns. Að minnsta kosti sýna skoðanakannanir að hann nýtur jafnvel meiri stuðnings en forveri hans, Barack Obama, á svipuðum tíma á hans forsetatíð. Og nú íhugar ríkisstjórn Trumps að afmá skilgreiningu á transfólki, en í Bandaríkjunum er talið að rúm ein og hálf milljón manna skilgreini sig sem trans. Í minnisblaði úr heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem The New York Times komst yfir og birti fréttir upp úr, yrði lagalegri skilgreiningu kyns breytt þannig að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Því fáist ekki breytt nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Ljóst er að mannréttindi transfólks eiga víða undir högg að sækja, en allmörg ríki Bandaríkjanna hafa staðið nokkuð framarlega á alþjóðavettvangi hvað það varðar undanfarin ár. Aðgerð á borð við þá sem ríkisstjórn forsetans boðar nú er ekki bara afturhvarf til fortíðar. Hún er sorgleg og elur á sundrungu. Hún lýsir einfaldlega mannhatri. Ísland má sín ef til vill ekki mikils í hinum stóra heimi. En á sviði mannréttinda höfum við í gegnum tíðina haft sterka rödd og þrátt fyrir dægurþras, náð miklum árangri. Lengi hefur staðið til að innleiða lagaleg réttindi transfólks á Íslandi. Nú er tíminn til þess að ganga á undan með góðu fordæmi og klára það líkt og boðað er í stjórnarsáttmála. Nú er líka mikilvægt að við höldum áfram að tala fyrir hugsjónum okkar þjóðar um mannréttindi, valfrelsi, um baráttu gegn ranglæti á alþjóðavettvangi. Íslendingar mega ekki verða ónæmir líkt og kjósendur forsetans virðast orðnir. Þessari aðgerð þarf að mótmæla sem víðast. Fögnum fjölbreytileikanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Frá því að Donald Trump steig fram sem mögulegt forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur hann verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að ómögulegt er að telja þau öll upp. Forsetaefnið þáverandi leyfði sér að segja hluti sem enginn annar stjórnmálamaður í hinum vestræna heimi kæmist upp með; hann hefur opinberað vanþekkingu sína á alþjóðamálum, hafnað hugmyndum sem hingað til hafa verið talin sjálfsögð mannréttindi í þróuðum ríkjum, vaðið fram með sleggjudómum um ákveðna trúarhópa og sýnt konum ótrúlega vanvirðingu, svo fátt eitt sé nefnt. Síðan varð hann forseti. Þá vonuðu margir Bandaríkjamenn að upphrópanir hans í baráttunni hefðu verið liður í því að fá ákveðinn hóp kjósenda með sér í lið, frekar en að um væri að ræða hans eigin skoðanir. Svo reyndist ekki vera. Þvert á móti. Síðan steig klámstjarna fram og greindi frá framhjáhaldi sínu með forsetanum og í ljós kom að Rússar virðast með ólögmætum aðgerðum hafa liðsinnt honum í því að komast á forsetastól. Sennilega er óhætt að segja að enginn forvera hans hefði lifað slíkt af í embætti. Kjósendur forsetans virðast hins vegar hafa þróað með sér nokkurs konar ónæmi fyrir orðum og gjörðum forseta síns. Að minnsta kosti sýna skoðanakannanir að hann nýtur jafnvel meiri stuðnings en forveri hans, Barack Obama, á svipuðum tíma á hans forsetatíð. Og nú íhugar ríkisstjórn Trumps að afmá skilgreiningu á transfólki, en í Bandaríkjunum er talið að rúm ein og hálf milljón manna skilgreini sig sem trans. Í minnisblaði úr heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem The New York Times komst yfir og birti fréttir upp úr, yrði lagalegri skilgreiningu kyns breytt þannig að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Því fáist ekki breytt nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Ljóst er að mannréttindi transfólks eiga víða undir högg að sækja, en allmörg ríki Bandaríkjanna hafa staðið nokkuð framarlega á alþjóðavettvangi hvað það varðar undanfarin ár. Aðgerð á borð við þá sem ríkisstjórn forsetans boðar nú er ekki bara afturhvarf til fortíðar. Hún er sorgleg og elur á sundrungu. Hún lýsir einfaldlega mannhatri. Ísland má sín ef til vill ekki mikils í hinum stóra heimi. En á sviði mannréttinda höfum við í gegnum tíðina haft sterka rödd og þrátt fyrir dægurþras, náð miklum árangri. Lengi hefur staðið til að innleiða lagaleg réttindi transfólks á Íslandi. Nú er tíminn til þess að ganga á undan með góðu fordæmi og klára það líkt og boðað er í stjórnarsáttmála. Nú er líka mikilvægt að við höldum áfram að tala fyrir hugsjónum okkar þjóðar um mannréttindi, valfrelsi, um baráttu gegn ranglæti á alþjóðavettvangi. Íslendingar mega ekki verða ónæmir líkt og kjósendur forsetans virðast orðnir. Þessari aðgerð þarf að mótmæla sem víðast. Fögnum fjölbreytileikanum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar