Trump og Pútín stefna á fund í París Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2018 23:23 Frá fundi Trump og Pútín í Helsinki. Getty/Chris McGrath Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ætla sér að funda í Frakklandi í næsta mánuði. Ríkin tvö eiga nú í deilum vegna samkomulags um kjarnorkuvopn sem Trump hefur sagt að Bandaríkin ætli að rifta. Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þeir hittust síðast í Helsinki í Finnlandi í júlí en sá fundur vakti mikla athygli þar sem Trump gróf undan niðurstöðum eigin stjórnvalda vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016. Gagnrýnendur Trump sögðu hann hafa verið undirlægju Pútín og að endingu sagði Trump að hann hefði mismælt sig. Í kjölfar þessa fundar bauð Trump Pútín til Washington. Pútín svaraði og sagðist tilbúinn til að ferðast til Washington en bauð Trump þó að koma í staðinn til Moskvu. Trump sagði við blaðamenn í kvöld að fundurinn í París væri enn ekki staðfestur en að öllum líkindum yrði af honum.Vilja nýtt samkomulag John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu og fór fundarboðið í gegnum hann. Bolton hefur verið að ræða við rússneska embættismenn um kjarnorkuvopnasamkomulagið sem Trump vill rifta.Sjá einnig: Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Trump hefur sagt að Rússar séu að brjóta gegn samkomulaginu og hann vilji gera nýtt við bæði Rússa og Kína, sem er ekki aðili að gamla samkomulaginu. Kínverjar geta því þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar, sem búa má kjarnaoddum, að vild. Verði ekki gert nýtt samkomulag segir Trump að Bandaríkin muni byggja upp vopnabúr sín á nýjan leik. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu. Bandaríkin Donald Trump Finnland Norðurlönd Rússland Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ætla sér að funda í Frakklandi í næsta mánuði. Ríkin tvö eiga nú í deilum vegna samkomulags um kjarnorkuvopn sem Trump hefur sagt að Bandaríkin ætli að rifta. Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þeir hittust síðast í Helsinki í Finnlandi í júlí en sá fundur vakti mikla athygli þar sem Trump gróf undan niðurstöðum eigin stjórnvalda vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016. Gagnrýnendur Trump sögðu hann hafa verið undirlægju Pútín og að endingu sagði Trump að hann hefði mismælt sig. Í kjölfar þessa fundar bauð Trump Pútín til Washington. Pútín svaraði og sagðist tilbúinn til að ferðast til Washington en bauð Trump þó að koma í staðinn til Moskvu. Trump sagði við blaðamenn í kvöld að fundurinn í París væri enn ekki staðfestur en að öllum líkindum yrði af honum.Vilja nýtt samkomulag John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu og fór fundarboðið í gegnum hann. Bolton hefur verið að ræða við rússneska embættismenn um kjarnorkuvopnasamkomulagið sem Trump vill rifta.Sjá einnig: Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Trump hefur sagt að Rússar séu að brjóta gegn samkomulaginu og hann vilji gera nýtt við bæði Rússa og Kína, sem er ekki aðili að gamla samkomulaginu. Kínverjar geta því þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar, sem búa má kjarnaoddum, að vild. Verði ekki gert nýtt samkomulag segir Trump að Bandaríkin muni byggja upp vopnabúr sín á nýjan leik. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu.
Bandaríkin Donald Trump Finnland Norðurlönd Rússland Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent