Trump og Pútín stefna á fund í París Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2018 23:23 Frá fundi Trump og Pútín í Helsinki. Getty/Chris McGrath Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ætla sér að funda í Frakklandi í næsta mánuði. Ríkin tvö eiga nú í deilum vegna samkomulags um kjarnorkuvopn sem Trump hefur sagt að Bandaríkin ætli að rifta. Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þeir hittust síðast í Helsinki í Finnlandi í júlí en sá fundur vakti mikla athygli þar sem Trump gróf undan niðurstöðum eigin stjórnvalda vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016. Gagnrýnendur Trump sögðu hann hafa verið undirlægju Pútín og að endingu sagði Trump að hann hefði mismælt sig. Í kjölfar þessa fundar bauð Trump Pútín til Washington. Pútín svaraði og sagðist tilbúinn til að ferðast til Washington en bauð Trump þó að koma í staðinn til Moskvu. Trump sagði við blaðamenn í kvöld að fundurinn í París væri enn ekki staðfestur en að öllum líkindum yrði af honum.Vilja nýtt samkomulag John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu og fór fundarboðið í gegnum hann. Bolton hefur verið að ræða við rússneska embættismenn um kjarnorkuvopnasamkomulagið sem Trump vill rifta.Sjá einnig: Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Trump hefur sagt að Rússar séu að brjóta gegn samkomulaginu og hann vilji gera nýtt við bæði Rússa og Kína, sem er ekki aðili að gamla samkomulaginu. Kínverjar geta því þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar, sem búa má kjarnaoddum, að vild. Verði ekki gert nýtt samkomulag segir Trump að Bandaríkin muni byggja upp vopnabúr sín á nýjan leik. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu. Bandaríkin Donald Trump Finnland Norðurlönd Rússland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ætla sér að funda í Frakklandi í næsta mánuði. Ríkin tvö eiga nú í deilum vegna samkomulags um kjarnorkuvopn sem Trump hefur sagt að Bandaríkin ætli að rifta. Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þeir hittust síðast í Helsinki í Finnlandi í júlí en sá fundur vakti mikla athygli þar sem Trump gróf undan niðurstöðum eigin stjórnvalda vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016. Gagnrýnendur Trump sögðu hann hafa verið undirlægju Pútín og að endingu sagði Trump að hann hefði mismælt sig. Í kjölfar þessa fundar bauð Trump Pútín til Washington. Pútín svaraði og sagðist tilbúinn til að ferðast til Washington en bauð Trump þó að koma í staðinn til Moskvu. Trump sagði við blaðamenn í kvöld að fundurinn í París væri enn ekki staðfestur en að öllum líkindum yrði af honum.Vilja nýtt samkomulag John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu og fór fundarboðið í gegnum hann. Bolton hefur verið að ræða við rússneska embættismenn um kjarnorkuvopnasamkomulagið sem Trump vill rifta.Sjá einnig: Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Trump hefur sagt að Rússar séu að brjóta gegn samkomulaginu og hann vilji gera nýtt við bæði Rússa og Kína, sem er ekki aðili að gamla samkomulaginu. Kínverjar geta því þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar, sem búa má kjarnaoddum, að vild. Verði ekki gert nýtt samkomulag segir Trump að Bandaríkin muni byggja upp vopnabúr sín á nýjan leik. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu.
Bandaríkin Donald Trump Finnland Norðurlönd Rússland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira