Tuttugu slösuðust í rúllustigaslysi í Róm Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2018 23:43 Flestir hinna slösuðu eru stuðningsmenn rússneska fótboltafélagsins CSKA Moskva sem voru í Róm til að fylgjast með liðinu sínu etja kappi við Roma. Vísir/ap Tuttugu manns eru slasaðir og þar af sjö alvarlega eftir að rúllustigi hrundi í neðanjarðarlestarstöð í Róm á Ítalíu. Rétt áður en rúllustiginn hrundi jókst hraðinn með þeim afleiðingum að fólkið hrasaði í stiganum. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins og til að koma hinum slösuðu á sjúkrahús. Giampietro Boscaino, slökkviliðsstjóri, sagði aðkomuna hrikalega. „Við fundum fólk í hrúgu við enda rúllustigans.“ „Fólk lá hvert ofan á öðru og fálmaði eftir hjálp. Það átti í margvíslegum meiðslum eftir að hafa hrasað í rúllustiganum sem var allur snúinn,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Flestir hinna slösuðu eru stuðningsmenn rússneska fótboltaliðsins CSKA Moskva sem höfðu ferðast til Rómar til að sjá liðið sitt etja kappi við Roma í Meistaradeild Evrópu. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins.vísir/apÞess má geta að íslensku leikmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson leika með rússneska félaginu CSKA Moskva og voru inn á allan tíman en liðið tapaði 3-0 fyrir Roma.Fréttastofa AP hefur eftir borgarstjóra Rómar, Virginiu Raggi, að sjónarvottar hefðu greint frá því að fólk hefði verið að hoppa og dansa í rúllustiganum rétt áður en hann hrundi. Þá sagði fulltrúi samgöngumála í Róm að viðhald og eftirlit með rúllustigum neðanjarðarlestastöðva í borginni færi fram mánaðarlega. Auk rúllustigans sem hrundi kastaðist í kekki á milli stuðningsmanna CSKA og Roma með þeim afleiðingum að stuðningsmaður CSKA var stunginn með eggvopni fyrir framan leikvanginn Stadio Olimpico. Um 1.500 stuðningsmenn CSKA mættu á leikinn.В Риме перед матчем #РомаЦСКА на одной из центральных станций метро вышел из строя эскалатор с болельщиками, есть серьёзно пострадавшие (с) pic.twitter.com/4hslg9ySBt— Фанаты ЦСКА★RBWorld (@RBWorldorg) October 23, 2018 Ítalía Tengdar fréttir Hörður og Arnór spiluðu allan leikinn í tapi í Róm Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 23. október 2018 20:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Tuttugu manns eru slasaðir og þar af sjö alvarlega eftir að rúllustigi hrundi í neðanjarðarlestarstöð í Róm á Ítalíu. Rétt áður en rúllustiginn hrundi jókst hraðinn með þeim afleiðingum að fólkið hrasaði í stiganum. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins og til að koma hinum slösuðu á sjúkrahús. Giampietro Boscaino, slökkviliðsstjóri, sagði aðkomuna hrikalega. „Við fundum fólk í hrúgu við enda rúllustigans.“ „Fólk lá hvert ofan á öðru og fálmaði eftir hjálp. Það átti í margvíslegum meiðslum eftir að hafa hrasað í rúllustiganum sem var allur snúinn,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Flestir hinna slösuðu eru stuðningsmenn rússneska fótboltaliðsins CSKA Moskva sem höfðu ferðast til Rómar til að sjá liðið sitt etja kappi við Roma í Meistaradeild Evrópu. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins.vísir/apÞess má geta að íslensku leikmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson leika með rússneska félaginu CSKA Moskva og voru inn á allan tíman en liðið tapaði 3-0 fyrir Roma.Fréttastofa AP hefur eftir borgarstjóra Rómar, Virginiu Raggi, að sjónarvottar hefðu greint frá því að fólk hefði verið að hoppa og dansa í rúllustiganum rétt áður en hann hrundi. Þá sagði fulltrúi samgöngumála í Róm að viðhald og eftirlit með rúllustigum neðanjarðarlestastöðva í borginni færi fram mánaðarlega. Auk rúllustigans sem hrundi kastaðist í kekki á milli stuðningsmanna CSKA og Roma með þeim afleiðingum að stuðningsmaður CSKA var stunginn með eggvopni fyrir framan leikvanginn Stadio Olimpico. Um 1.500 stuðningsmenn CSKA mættu á leikinn.В Риме перед матчем #РомаЦСКА на одной из центральных станций метро вышел из строя эскалатор с болельщиками, есть серьёзно пострадавшие (с) pic.twitter.com/4hslg9ySBt— Фанаты ЦСКА★RBWorld (@RBWorldorg) October 23, 2018
Ítalía Tengdar fréttir Hörður og Arnór spiluðu allan leikinn í tapi í Róm Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 23. október 2018 20:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Hörður og Arnór spiluðu allan leikinn í tapi í Róm Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 23. október 2018 20:45