Þáttaka í Evrópukeppni er dýr, Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að kostnaður við hverja umferð sé um þrjár milljónir.
Við sama tilefni sagði Patrekur einnig að hann trúi ekki öðru en að bæjarfélagið hjálpi til við að bera kostnaðinn og styrki liðið.
Ákalli hans hefur verið svarað. Í dag birtist stuttur pistill í Dagskránni, héraðsblaði á Suðurlandi sem gefið er út á Selfossi, þar sem Baldur Róbertsson hjá BR flutningum segist ætla að styrkja liðið um 1000 krónur fyrir hvert mark sem Selfoss skorar í leikjunum tveimur í þriðju umferðinni.
Hann skorar á önnur fyrirtæki á Suðurlandi að gera slíkt hið sama og tekur fram að fyrirtæki sem styrki liðið fái nafn sitt á sérstakan heiðursvegg í Hleðsluhöllinni í Iðu.
Fyrri leikur liðanna er ytra þann 17. nóvember og sá seinni viku síðar á Selfossi.
