Nokkur óvænt úrslit urðu í undankeppni EM 2020 í handbolta en fyrstu umferðirnar í undankeppninni verða leiknar í vikunni.
Í Svartfjallalandi gerðu Færeyjar sér lítið fyrir og náðu í jafntefli 24-24 en jöfnunarmark Færeyinga kom þremur sekúndum fyrir leikslok. Færeyjar voru 15-10 yfir í hálfleik.
Tveir leikmenn KA í Olís-deildinni leika með Færeyjum. Allan Nordberg skoraði þrjú, þar af næst síðasta mark Færeyjar, og Áki Egilsnes gerði tvö mörk.
Einnig urðu óvænt úrslit í Belgíu er annað lið frá Balkanskaganum, Serbía, gerði jafntefli við Belgíu, 27-27, en Belgar eru ekki hátt skrifaðir á heimslistanum.
Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans fengu skell í æfingarleik gegn Noregi, 43-31, en þessi lið halda EM 2020 svo þau þurfa ekki að taka þátt í undankeppninni.
Þjóðverjar lentu í engum vandræðum á heimavelli en eftir að hafa verið tíu mörkum yfir í hálfleik, 19-9, unnu Þjóðverjar átján marka sigur, 37-21.
Í Danmörku unnu heimamenn sex marka sigur á Úkraínu, 30-24, eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik 12-12. Danmörk leikur við Færeyjar á laugardaginn.
Öll úrslit kvöldsins:
Svartfjallaland - Færeyjar 24-24
Tékkland - Finnland 31-27
Pólland-Kósóvó 37-13
Serbía - Belgía 27-27
Noregur - Austurríki 43-31
Ungverjaland - Slóvakía 30-22
Þýskaland - Ísrael 37-21
Rússland - Ítalía 34-20
Portúgal - Rúmenía 21-13
Slóvenía - Lettland 27-21
Danmörk - Úkraína 30-24

