Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 16:50 Förufólkið frá Hondúras er meðal annars að flýja eina verstu glæpaöldu í heiminum og fátækt. Fjöldi barna er í hópnum sem stefnir nú að Bandaríkjunum. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að senda 800 hermenn til viðbótar að suðurlandamærunum að Mexíkó. Herflutningarnir eru sagðir viðbragð við fréttum af hópi miðamerísks förufólks sem forseti hefur staðhæft að valdi neyðarástandi í Bandaríkjunum. Förufólkið hefur orðið að miðpunkti orðræðu Trump í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram eftir tæpar tvær vikur. Virðist ætlun hans að nota andúð stuðningsmanna sinna á innflytjendum til þess að hleypa þeim kappi í kinn fyrir kosningarnar. Trump hótaði því meðal annars að loka landamærunum algerlega með hervaldi til að hefta för fólksins og að hætta fjárhagslegum stuðningi við Hondúras, Gvatemala og El Salvador. Nú staðfesta bandarískir embættismenn að ætlunin sé að senda um 800 hermenn til að aðstoða við gæslu við landamærin. Þar eru fyrir um 2.100 þjóðvarðliðar við landamæraeftirlit. Washington Post segir að búist sé við því að James Mattis, varnarmálaráðherra, samþykki liðsflutninginn síðar í dag. Hópur förufólksins lagði upp frá Hondúras og taldi fólkið þá einhver þúsund. Í hópnum er fjöldi fjölskyldna og barna. Talið er að fólkið ferðist í hóp til þess að verja sig fyrir ýmsum hættum á leiðinni norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó, þar á meðal gegn glæpagengjum og fólkssmyglurum. Fréttir undanfarinna daga herma að hópurinn hafi að einhverju leyti tvístrast í Mexíkó en hann enn fjarri landamærunum að Bandaríkjunum. Trump hefur farið með staðlausa stafi um hópinn undanfarna daga. Þannig fullyrti hann að í hópnum væri að finna glæpamenn og „óþekkta Miðausturlandabúa“. Ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Þegar forsetinn var inntur eftir sönnunum fyrir þessum fullyrðingum viðurkenndi hann að engar slíkar væru fyrir hendi. Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Fréttamaður faldi sig í runna til að afhjúpa ólöglega innflytjendur Griff Jenkins, fréttamaður Fox News í Bandaríkjunum, virðist hafa tekið lögin í sínar eigin hendur á dögunum er hann faldi sig í runna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til þess að afjúpa tilraun hóps ólöglegra innflytjenda til þess að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. 24. október 2018 22:58 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að senda 800 hermenn til viðbótar að suðurlandamærunum að Mexíkó. Herflutningarnir eru sagðir viðbragð við fréttum af hópi miðamerísks förufólks sem forseti hefur staðhæft að valdi neyðarástandi í Bandaríkjunum. Förufólkið hefur orðið að miðpunkti orðræðu Trump í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram eftir tæpar tvær vikur. Virðist ætlun hans að nota andúð stuðningsmanna sinna á innflytjendum til þess að hleypa þeim kappi í kinn fyrir kosningarnar. Trump hótaði því meðal annars að loka landamærunum algerlega með hervaldi til að hefta för fólksins og að hætta fjárhagslegum stuðningi við Hondúras, Gvatemala og El Salvador. Nú staðfesta bandarískir embættismenn að ætlunin sé að senda um 800 hermenn til að aðstoða við gæslu við landamærin. Þar eru fyrir um 2.100 þjóðvarðliðar við landamæraeftirlit. Washington Post segir að búist sé við því að James Mattis, varnarmálaráðherra, samþykki liðsflutninginn síðar í dag. Hópur förufólksins lagði upp frá Hondúras og taldi fólkið þá einhver þúsund. Í hópnum er fjöldi fjölskyldna og barna. Talið er að fólkið ferðist í hóp til þess að verja sig fyrir ýmsum hættum á leiðinni norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó, þar á meðal gegn glæpagengjum og fólkssmyglurum. Fréttir undanfarinna daga herma að hópurinn hafi að einhverju leyti tvístrast í Mexíkó en hann enn fjarri landamærunum að Bandaríkjunum. Trump hefur farið með staðlausa stafi um hópinn undanfarna daga. Þannig fullyrti hann að í hópnum væri að finna glæpamenn og „óþekkta Miðausturlandabúa“. Ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Þegar forsetinn var inntur eftir sönnunum fyrir þessum fullyrðingum viðurkenndi hann að engar slíkar væru fyrir hendi.
Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Fréttamaður faldi sig í runna til að afhjúpa ólöglega innflytjendur Griff Jenkins, fréttamaður Fox News í Bandaríkjunum, virðist hafa tekið lögin í sínar eigin hendur á dögunum er hann faldi sig í runna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til þess að afjúpa tilraun hóps ólöglegra innflytjenda til þess að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. 24. október 2018 22:58 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Fréttamaður faldi sig í runna til að afhjúpa ólöglega innflytjendur Griff Jenkins, fréttamaður Fox News í Bandaríkjunum, virðist hafa tekið lögin í sínar eigin hendur á dögunum er hann faldi sig í runna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til þess að afjúpa tilraun hóps ólöglegra innflytjenda til þess að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. 24. október 2018 22:58
Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44