Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2018 06:43 Í byrjun sumars steig Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, formaður stjórnar, tímabundið til hliðar vegna persónulegra mála. VÍSIR/ANTON Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson ákváðu í gær að segja sig úr stjórn VÍS eftir að deilur komu upp um verkaskiptingu innan stjórnarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS.Helga Hlín Hákonardóttir.Í byrjun sumars steig Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, formaður stjórnar, tímabundið til hliðar vegna persónulegra mála og tók Helga Hlín, þá varaformaður, tímabundið við sem formaður. „Eftir umræður stjórnar í dag varð ljóst að Svanhildur hugðist ekki stíga aftur inn sem formaður og því þótti rétt að stjórn skipti með sér verkum að nýju. Skiptar skoðanir voru um þetta á meðal stjórnarmanna en niðurstaða meirihluta stjórnar var kjósa formann og varaformann að nýju. Það eru mikil vonbrigði að Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson skyldu ákveða að segja sig úr stjórn vegna þessa og harma ég það mjög,“ segir í tilkynningu, sem undirrituð er af Valdimari Svavarssyni, núverandi stjórnarformanni. Ítrekað er að ekki var um að ræða deilur um stefnu, rekstur eða meiriháttar ákvarðanir heldur eingöngu um verkaskiptingu innan stjórnar VÍS. Stjórn VÍS skipa nú Valdimar Svavarsson formaður, Gestur Breiðfjörð varaformaður og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir. Varamenn í stjórn eru Ólöf Hildur Pálsdóttir og Sveinn Friðrik Sveinsson. Viðskipti Tengdar fréttir Segir lokanir VÍS svar við kalli viðskiptavina Vátryggingafélag Íslands hefur ekki í hyggju að endurskoða ákvörðun sína um að loka og sameina útbú félagsins á landsbyggðinni. 24. september 2018 15:00 Félag Svanhildar hagnast um 464 milljónir Félag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur fjárfestis skilaði ríflega 464 milljóna króna hagnaði í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, K2B fjárfestinga ehf 17. október 2018 08:30 Harma ákvörðun VÍS um lokun skrifstofa á landsbyggðinni Landssamband íslenskra verzlunarmanna segist harma þá ákvörðun VÍS að loka átta þjónustuskrifstofum tryggingafélagsins á landsbyggðinni. 24. september 2018 09:58 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson ákváðu í gær að segja sig úr stjórn VÍS eftir að deilur komu upp um verkaskiptingu innan stjórnarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS.Helga Hlín Hákonardóttir.Í byrjun sumars steig Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, formaður stjórnar, tímabundið til hliðar vegna persónulegra mála og tók Helga Hlín, þá varaformaður, tímabundið við sem formaður. „Eftir umræður stjórnar í dag varð ljóst að Svanhildur hugðist ekki stíga aftur inn sem formaður og því þótti rétt að stjórn skipti með sér verkum að nýju. Skiptar skoðanir voru um þetta á meðal stjórnarmanna en niðurstaða meirihluta stjórnar var kjósa formann og varaformann að nýju. Það eru mikil vonbrigði að Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson skyldu ákveða að segja sig úr stjórn vegna þessa og harma ég það mjög,“ segir í tilkynningu, sem undirrituð er af Valdimari Svavarssyni, núverandi stjórnarformanni. Ítrekað er að ekki var um að ræða deilur um stefnu, rekstur eða meiriháttar ákvarðanir heldur eingöngu um verkaskiptingu innan stjórnar VÍS. Stjórn VÍS skipa nú Valdimar Svavarsson formaður, Gestur Breiðfjörð varaformaður og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir. Varamenn í stjórn eru Ólöf Hildur Pálsdóttir og Sveinn Friðrik Sveinsson.
Viðskipti Tengdar fréttir Segir lokanir VÍS svar við kalli viðskiptavina Vátryggingafélag Íslands hefur ekki í hyggju að endurskoða ákvörðun sína um að loka og sameina útbú félagsins á landsbyggðinni. 24. september 2018 15:00 Félag Svanhildar hagnast um 464 milljónir Félag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur fjárfestis skilaði ríflega 464 milljóna króna hagnaði í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, K2B fjárfestinga ehf 17. október 2018 08:30 Harma ákvörðun VÍS um lokun skrifstofa á landsbyggðinni Landssamband íslenskra verzlunarmanna segist harma þá ákvörðun VÍS að loka átta þjónustuskrifstofum tryggingafélagsins á landsbyggðinni. 24. september 2018 09:58 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Segir lokanir VÍS svar við kalli viðskiptavina Vátryggingafélag Íslands hefur ekki í hyggju að endurskoða ákvörðun sína um að loka og sameina útbú félagsins á landsbyggðinni. 24. september 2018 15:00
Félag Svanhildar hagnast um 464 milljónir Félag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur fjárfestis skilaði ríflega 464 milljóna króna hagnaði í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, K2B fjárfestinga ehf 17. október 2018 08:30
Harma ákvörðun VÍS um lokun skrifstofa á landsbyggðinni Landssamband íslenskra verzlunarmanna segist harma þá ákvörðun VÍS að loka átta þjónustuskrifstofum tryggingafélagsins á landsbyggðinni. 24. september 2018 09:58