Innlent

Bein útsending: Vísindabragðarefur í Háskólanum í Reykjavík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Átta fyrirlesarar úr öllum deildum háskólans halda áhugaverða örfyrirlestra sem snerta á fjölbreyttum og ólíkum málefnum.
Átta fyrirlesarar úr öllum deildum háskólans halda áhugaverða örfyrirlestra sem snerta á fjölbreyttum og ólíkum málefnum.
Föstudaginn 26. október verður fyrsti Vísindabragðarefur HR haldinn. Átta fyrirlesarar úr öllum deildum háskólans halda áhugaverða örfyrirlestra sem snerta á fjölbreyttum og ólíkum málefnum. Dagskrá hefst klukkan 12:10.

Vísindabragðarefurinn hefst kl. 12:10 í stofu M201 og eru allir velkomnir. Viðburðinum er streymt og má sjá hér að neðan.

Dagskrá:

12:10 Katrín Ólafsdóttir, viðskiptadeild - Launalækkun eftir hrun – var konum hlíft?

12:20 Kristín Haraldsdóttir, lagadeild - Þriðji orkupakki ESB

12:30 María Sigríður Guðjónsdóttir, tækni- og verkfræðideild Y - Yfirhitaður jarðhitabræðingur

12:40 Rannveig Sigurvinsdóttir, viðskiptadeild - Sjálfsskaði ungmenna og kynhneigð

12:50 Luca Aceto, tölvunarfræðideild - Big Brother is watching you: Verifying computing systems at run-time

13:10 Hjalti Rúnar Oddsson, tækni- og verkfræðideild - Lendingartækni og krossbandaslit - niðurstöður skimunar

13:00 Halldóra Þorsteinsdóttir, lagadeild - tjáningarfrelsi og lögbann

13:20 Ólafur Andri Ragnarsson, tölvunarfræðideild - Á seinni helmingi skákborðsins - fjórða iðnbyltingin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×