Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2018 23:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist enga ábyrgð bera á því að stuðningsmaður hans sendir sprengjur til andstæðinga hans. Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. Þá segir forsetinn að umfjöllun fjölmiðla um sprengjurnar hafi dregið úr gengi Repúblikana í aðdraganda kosninga í næsta mánuði og að fjölmiðlar séu ósanngjarnir við Repúblikana. Cesar Sayoc, maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir að senda sprengjurnar, skildi fingraför og lífsýni eftir á einum pakkanum og býr rétt hjá pósthúsinu sem hann notaði til að senda pakkana. Hann var handtekinn í dag.Sjá einnig: Hinn grunaði á langan sakaferil að bakiSayoc virðist hafa verið harður stuðningsmaður Trump frá því áður en hann bauð sig fram til forseta. Í maí 2015 tilkynnti Sayoc að þjófar hefðu stolið af honum og þar með talið Trump varningi fyrir þúsundir dali. Trump tilkynnti framboð sitt í júní 2015. Trump ræddi við blaðamenn í dag þar sem hann hrósaði löggæslumönnum Bandaríkjanna sem gómuðu Sayoc. Þá sagði hann einnig að hann bæri enga ábyrgð á aðgerðum Sayoc og talaði um að umfjöllunin um sendingarnar, sem hann sagði vera réttmæta, hefði komið niður á Repúblikanaflokknum. Hann sagði einnig að fjölmiðlar væru „ótrúlega ósanngjarnir“ gagnvart sér og Repúblikönum en hann svaraði ekki spurningu um á hvaða hátt fjölmiðlar væru ósanngjarnir. Þá sagði Trump að hann hefði dregið úr kosningaáróðri sínum.Það er vert að taka fram að fólkið sem sprengjur voru sendar til, og CNN, eru ekki bara gagnrýnendur Trump. Þetta eru aðilar sem Trump sjálfur hefur margsinnis veist að og það reglulega. Þá hafa miklir stuðningsmenn forsetans í fjölmiðlum og annars staðar skapað fjölmargar samsæriskenningar í kringum þetta fólk. Trump gaf sjálfur í skyn í dag að árásirnar væru gabb þegar hann setti gæsalappir utan um orðið sprengja í tísti. Það leiddi til þess að yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem Trump skipaði í embætti, þurfti að staðhæfa á blaðamannafundi í dag að þetta væri ekki gabb. Sprengjurnar hefðu verið raunverulegar. Hér má sjá myndband frá blaðamannafundi í dag þar sem Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, og Christopher Wray ræddu stöðuna í kjölfar handtöku Sayoc. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58 Einn handtekinn í tengslum við bréfasprengjusendingar Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. 26. október 2018 15:28 Leita logandi ljósi að sökudólgi FBI stýrir rannsókn á sprengjusendingum til áhrifamanna innan bandaríska vinstrisins. Ekki víst að sprengjunum hafi verið ætlað að springa. Forsetinn kennir fjölmiðlum um hatursfulla orðræðu en eitt fórnarlamba skýtur til baka á forsetann og segir æsimennsku hans og hótanir til háborinnar skammar. 26. október 2018 07:30 Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Raddir hafa heyrst um að Trump forseti hafi kynt undir ofsa gegn andstæðingum sínum eftir að bréfsprengjur hófu að berast andstæðingum hans. Hann reynir nú að snúa taflinu við og kennir fjölmiðlum um að hafa skapað hatursástand í samfélaginu. 25. október 2018 12:39 Fundu aðra grunsamlega sendingu í Flórída sem stíluð var á Demókrata Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að grunsamlegur pakki, sem stílaður var á Cory Booker, öldungadeildarþingmann Demókrata, hafi fundist á Flórída. 26. október 2018 13:17 Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist enga ábyrgð bera á því að stuðningsmaður hans sendir sprengjur til andstæðinga hans. Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. Þá segir forsetinn að umfjöllun fjölmiðla um sprengjurnar hafi dregið úr gengi Repúblikana í aðdraganda kosninga í næsta mánuði og að fjölmiðlar séu ósanngjarnir við Repúblikana. Cesar Sayoc, maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir að senda sprengjurnar, skildi fingraför og lífsýni eftir á einum pakkanum og býr rétt hjá pósthúsinu sem hann notaði til að senda pakkana. Hann var handtekinn í dag.Sjá einnig: Hinn grunaði á langan sakaferil að bakiSayoc virðist hafa verið harður stuðningsmaður Trump frá því áður en hann bauð sig fram til forseta. Í maí 2015 tilkynnti Sayoc að þjófar hefðu stolið af honum og þar með talið Trump varningi fyrir þúsundir dali. Trump tilkynnti framboð sitt í júní 2015. Trump ræddi við blaðamenn í dag þar sem hann hrósaði löggæslumönnum Bandaríkjanna sem gómuðu Sayoc. Þá sagði hann einnig að hann bæri enga ábyrgð á aðgerðum Sayoc og talaði um að umfjöllunin um sendingarnar, sem hann sagði vera réttmæta, hefði komið niður á Repúblikanaflokknum. Hann sagði einnig að fjölmiðlar væru „ótrúlega ósanngjarnir“ gagnvart sér og Repúblikönum en hann svaraði ekki spurningu um á hvaða hátt fjölmiðlar væru ósanngjarnir. Þá sagði Trump að hann hefði dregið úr kosningaáróðri sínum.Það er vert að taka fram að fólkið sem sprengjur voru sendar til, og CNN, eru ekki bara gagnrýnendur Trump. Þetta eru aðilar sem Trump sjálfur hefur margsinnis veist að og það reglulega. Þá hafa miklir stuðningsmenn forsetans í fjölmiðlum og annars staðar skapað fjölmargar samsæriskenningar í kringum þetta fólk. Trump gaf sjálfur í skyn í dag að árásirnar væru gabb þegar hann setti gæsalappir utan um orðið sprengja í tísti. Það leiddi til þess að yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem Trump skipaði í embætti, þurfti að staðhæfa á blaðamannafundi í dag að þetta væri ekki gabb. Sprengjurnar hefðu verið raunverulegar. Hér má sjá myndband frá blaðamannafundi í dag þar sem Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, og Christopher Wray ræddu stöðuna í kjölfar handtöku Sayoc.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58 Einn handtekinn í tengslum við bréfasprengjusendingar Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. 26. október 2018 15:28 Leita logandi ljósi að sökudólgi FBI stýrir rannsókn á sprengjusendingum til áhrifamanna innan bandaríska vinstrisins. Ekki víst að sprengjunum hafi verið ætlað að springa. Forsetinn kennir fjölmiðlum um hatursfulla orðræðu en eitt fórnarlamba skýtur til baka á forsetann og segir æsimennsku hans og hótanir til háborinnar skammar. 26. október 2018 07:30 Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Raddir hafa heyrst um að Trump forseti hafi kynt undir ofsa gegn andstæðingum sínum eftir að bréfsprengjur hófu að berast andstæðingum hans. Hann reynir nú að snúa taflinu við og kennir fjölmiðlum um að hafa skapað hatursástand í samfélaginu. 25. október 2018 12:39 Fundu aðra grunsamlega sendingu í Flórída sem stíluð var á Demókrata Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að grunsamlegur pakki, sem stílaður var á Cory Booker, öldungadeildarþingmann Demókrata, hafi fundist á Flórída. 26. október 2018 13:17 Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00
Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58
Einn handtekinn í tengslum við bréfasprengjusendingar Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. 26. október 2018 15:28
Leita logandi ljósi að sökudólgi FBI stýrir rannsókn á sprengjusendingum til áhrifamanna innan bandaríska vinstrisins. Ekki víst að sprengjunum hafi verið ætlað að springa. Forsetinn kennir fjölmiðlum um hatursfulla orðræðu en eitt fórnarlamba skýtur til baka á forsetann og segir æsimennsku hans og hótanir til háborinnar skammar. 26. október 2018 07:30
Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Raddir hafa heyrst um að Trump forseti hafi kynt undir ofsa gegn andstæðingum sínum eftir að bréfsprengjur hófu að berast andstæðingum hans. Hann reynir nú að snúa taflinu við og kennir fjölmiðlum um að hafa skapað hatursástand í samfélaginu. 25. október 2018 12:39
Fundu aðra grunsamlega sendingu í Flórída sem stíluð var á Demókrata Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að grunsamlegur pakki, sem stílaður var á Cory Booker, öldungadeildarþingmann Demókrata, hafi fundist á Flórída. 26. október 2018 13:17
Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30