Körfubolti

DeRozan stigahæstur í sigri Spurs á Lakers

Dagur Lárusson skrifar
DeRozan og James í leiknum í nótt.
DeRozan og James í leiknum í nótt. vísir/getty
DeMar DeRozan var stigahæsti leikmaður San Antonio Spurs í  endurkomu sigri á LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers.

 

Lakers voru með yfirhöndina í leiknum allan fyrri hálfleikinn og skoruðu meðal annars 36 stig í fyrsta leikhluta gegn 29 stigum frá Spurs. Lakers fóru með sex stiga forystu í hálfleikinn.

 

Endurkoma San Antonio Spurs byrjaði síðan í þriðja leikhluta þegar liðsmen Spurs skoruðu 33 stig gegn 28 frá Lakers og í fjórða leikhlutanum sá DeRozan um það Spurs lönduðu sigrinum og var lokastaðan 110-106 fyrir Spurs.

 

Stigahæsti leikmaður Spurs var Re DeRozan með 30 stig en hann tók einnig ellefu varnarfráköst, tólf sóknarfráköst og átta stoðsendingar, frábær leikur hjá DeRozan. Næst stigahæstur hjá Spurs var síðan Bryan Forbes með sextán stig og síðan LaMarcus Aldridge með fimmtán stig.

 

Það kom síðan lítið á óvarta að stigahæsti leikmaður Lakers var LeBron James en hann skoraði 35 stig og tók hann tíu varnarfráköst og ellefu sóknarfráköst. Það var síðan Kyle Kuzma sem var næst stigahæstur með fimmtán stig.

 

Eftir leikinn er Spurs í fimmta sæti Vesturdeildarinnar á meðan Lakers eru neðar og í ekkert sértaklega góðum málum.

 

Í öðrum leikjum næturinnar fór Boston Celtics með sigur af hólm gegn Detroit Pistons þar sem þeir Jaylen Brown og Marcus Morris fóru fyror liði Celtics. Utah Jazz varð síðan fyrsta liðið í vetur til þess að sigra New Orleans Pelicans. Stigahæsti leikmaður Utah Jazz var Ricky Rubio með 28 stig og næst stigahæstur var Rudy Gober með 25 stig.

 

Úrslit næturinnar:

 

Pistons 89-209 Celtics

Pelicans 111-132 Jazz

Hawks 85-97 Bulls

Cavaliers 107-119 Pacers

76ers 105-103 Hornets

Heat 120-111 Trail Blazers

Grizzlies 117-96 Suns

Bucks 113-91 Magic

Spurs 110-106 Lakers

 

Hér fyrir neðan má sjá það helsta úr leik Lakers og Spurs.

 

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×