Bjargað hátt í 900 flóttamönnum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2018 19:30 Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í björgun á hátt í 900 flóttamönnum við landamæraeftirlit á Spáni. Hreggviður Símonarson, stýrimaður vélarinnar, segir átakanlegt að sjá hvað flóttafólki hefur fjölgað á þessu svæði. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug í byrjun mánaðar til Malaga á Spáni til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra og strandgæslustofnun Evrópu. Vélin flýgur þá um og staðsetur bátana sem flóttafólkið er í og spænsk yfirvöld sjá svo um að koma þeim í öruggt skjól. Stýrimaður vélarinnar segir þeirra helsta markmið vera að finna bátana nógu snemma eða áður en fólkið lendir í einhverjum áföllum. „Núna í þessu tilfelli hefur ekki tekið langan tíma þar til við finnum fyrsta bátinn. Við erum að finna báta eftir svona klukkutíma flug. Við erum þá mikið í því að hringsóla yfir bátnum þar til skip kemur á svæðið frá spænskum yfirvöldum," segir hann. Hann segir það koma á óvart hversu marga þeir finna á hverjum degi en síðastliðinn fimmtudag fundust alls sautján bátar með um 300 manns innanborðs. Hann segir það aðallega taka á andlegu hliðina að sjá fólk hangandi utan á hálf sokknum bátum að bíða björgunar. „Þetta er flóttafólk allt saman, annars vegar frá Marokkó og Alsír. Þaðan koma eingöngu karlmenn sem eru á leiðinni yfir í leit að betri lífsgæðum. Svo eru það hins vegar fólk sunnan Sahara sem eru virkilegir flóttamenn að leita að betri lífsgæðum. Það fólk er búið að þvælast yfir alla Saharaeyðimörkina og þetta er síðasti spölurinn yfir til Evrópu," segir hann. Alsír Flóttamenn Fréttir af flugi Spánn Tengdar fréttir Samhæfa vinnubrögð við slysum á sjó Landhelgisgæslan og danski heraflinn efndu til sameiginlegrar björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. 17. október 2018 20:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í björgun á hátt í 900 flóttamönnum við landamæraeftirlit á Spáni. Hreggviður Símonarson, stýrimaður vélarinnar, segir átakanlegt að sjá hvað flóttafólki hefur fjölgað á þessu svæði. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug í byrjun mánaðar til Malaga á Spáni til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra og strandgæslustofnun Evrópu. Vélin flýgur þá um og staðsetur bátana sem flóttafólkið er í og spænsk yfirvöld sjá svo um að koma þeim í öruggt skjól. Stýrimaður vélarinnar segir þeirra helsta markmið vera að finna bátana nógu snemma eða áður en fólkið lendir í einhverjum áföllum. „Núna í þessu tilfelli hefur ekki tekið langan tíma þar til við finnum fyrsta bátinn. Við erum að finna báta eftir svona klukkutíma flug. Við erum þá mikið í því að hringsóla yfir bátnum þar til skip kemur á svæðið frá spænskum yfirvöldum," segir hann. Hann segir það koma á óvart hversu marga þeir finna á hverjum degi en síðastliðinn fimmtudag fundust alls sautján bátar með um 300 manns innanborðs. Hann segir það aðallega taka á andlegu hliðina að sjá fólk hangandi utan á hálf sokknum bátum að bíða björgunar. „Þetta er flóttafólk allt saman, annars vegar frá Marokkó og Alsír. Þaðan koma eingöngu karlmenn sem eru á leiðinni yfir í leit að betri lífsgæðum. Svo eru það hins vegar fólk sunnan Sahara sem eru virkilegir flóttamenn að leita að betri lífsgæðum. Það fólk er búið að þvælast yfir alla Saharaeyðimörkina og þetta er síðasti spölurinn yfir til Evrópu," segir hann.
Alsír Flóttamenn Fréttir af flugi Spánn Tengdar fréttir Samhæfa vinnubrögð við slysum á sjó Landhelgisgæslan og danski heraflinn efndu til sameiginlegrar björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. 17. október 2018 20:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Samhæfa vinnubrögð við slysum á sjó Landhelgisgæslan og danski heraflinn efndu til sameiginlegrar björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. 17. október 2018 20:00