Þegar búið var telja nær öll atkvæði var Bolsonaro með 56 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Fernando Haddad, frambjóðandi Verkamannaflokksins, 44 prósent.
„Við getum ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu,“ sagði Bolsonaro.
Umdeildur
Síðari umferð forsetakosninganna fór fram í dag þar sem kosið var milli Bolsonaro og Haddad, þá frambjóðendur sem fengu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna fyrr í mánuðinum.
Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti muni hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu. Hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma og sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um konur og samkynhneigða.
Kosningabaráttan var mjög hörð þar sem stuðningsmenn beggja frambjóðenda sökuðu andstæðinginn um að sá myndi eyðileggja brasilískt samfélag, yrði hann kosinn.
Þakkaði traustið
Bolsonaro mun taka við embætti forseta 1. janúar á næsta ári. Fráfarandi forseti, Michel Temer, nýtur fádæma óvinsælda en skoðanakannanir benda til að einungis tvö prósent Brasilíumanna séu ánægðir með hans störf.
Bolsonaro þakkaði traustið í færslu á Twitter í kvöld og sagði að þau muni breyta Brasilíu.
Obrigado pela confiança! Vamos juntos mudar o Brasil! pic.twitter.com/eeAdr0dc13
— Jair Bolsonaro (@jairbolsonaro) October 28, 2018
“Yes him! Yes him!” Massive Bolsonaro celebrations outside São Paulo's Art museum @guardianworld @MsKateLyons pic.twitter.com/uoGCV4GCxy
— Tom Phillips (@tomphillipsin) October 28, 2018