Stjórn Herjólfs ohf samþykkti í lok síðustu viku siglingaáætlun og gjaldskrá fyrir félagið sem á að taka gildi 30. mars næstkomandi þegar nýr Herjólfur hefur siglingar milli lands og Eyja.

Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ofh telur þetta sé í samræmi við lög.
„Menn mega ekki gleyma því að í gildi eru afsláttarkort sem að Vestmannaeyingar sem og aðrir hafa getað keypt. Með þessu er einfaldlega verið að færa þetta úr fyrirframgreiddum afsláttarkortum yfir í stakar ferðir með afslætti,“ segir Guðbjartur.
Guðbjartur segir að ekki sé verið að mismuna fólki eftir búsetu.
„Við teljum svo ekki vera. Þetta er samgöngukerfi sem þarf að fullnægja þörfum samfélagsins í Vestmannaeyjum. Þeir sem eru að nota þetta að öllu jöfnu og hvað mest eru íbúar í Vestmannaeyjum,“ segir Guðbjartur.