Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2018 17:47 Guðbergur Reynisson er annar stofnenda hópsins Stopp, hingað og ekki lengra. Mynd/Facebook/Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur boðað forsvarsmenn þrýstihóps fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar á sinn fund. Sömu sögu er að segja af samgöngunefnd þingsins. Frá þessu greindi Guðbergur Reynisson, annar stofnenda hópsins „Stopp, hingað og ekki lengra“, í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag.Banaslys varð á Reykjanesbraut til móts við Vallahverfi í Hafnarfirði í gær þegar pólskur karlmaður á fertugsaldri lést. Guðbergur hótaði í kjölfarið að grípa til róttækra aðgerða og loka Reykjanesbrautinni í mótmælaskyni til að fá stjórnvöld til að ráðast þegar í stað í tvöföldun þeirra kafla sem enn á eftir að tvöfalda. Ísak Ernir Kristinsson, hinn stofnandi þrýstihópsins, kvaðst þó ekki sammála Guðbergi og sagði rétt að leið að vinna í gegnum stjórnsýsluna og á sviði stjórnmálanna.Hefur fengið nóg af aðgerðaleysi Guðbergur segist í samtali við Reykjavík síðdegis hafa fengið nóg af aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við börðumst hérna fyrir tveimur árum síðan og fengum tvö hringtorg fyrir ofan Reykjanesbæ og Hafnaafleggjara, hættulegustu vegamótum landsins, þar var breytt legunni niður að Fitjum. Í þeim kafla fengum við samþykkt inn í samgönguáætlun, Reykjanesbrautina, og komumst að því að það hafði ekki verið neitt skrifað um Reykjanesbrautina síðan 2008.“ Hann segir að tíð ríkisstjórnarslipti og fleira hafi svo flækt málin. „Þá komumst við að því að Reykjanesbrautin, frá Hvassahrauni sérstaklega til Krýsuvíkurafleggjara, að framkvæmdinni verður ekki lokið fyrr en 2033. Það finnst finnst mér og okkur allt of seint í messunni.“Ísak Ernir Kristinsson er annar stofnenda þrýstihópsins Stopp, hingað og ekki lengra.Mynd úr einkasafniÞarf alltaf banaslys til að fólk vakni Guðbergur segir að í úttekt Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings eru hættulegustu vegir landsins innanbæjar í Reykjavík, Miklabraut og Bústaðavegur hættulegastir. „En þar á eftir, í fimmta sæti, er Reykjanesbrautin, frá Kaldárdalshólnum til Hvassahrauns. Það er minni hætta hérna megin [nær Reykjanesbæ] þar sem hraðinn hefur minnkað út af hringtorgunum. Kaldársel til [Krýsavíkurafleggjara] er kominn inn í áætlunina og á að byrja á því strax. Það er áætlað 2,3 milljarðar. Restin, frá Krýsavíkurafleggjara og út að Hvassahrauni eru 3,3 milljarðar.“ Hann segir skelfilegt að alltaf þurfi banaslys til að fólki vakni. „Við þurfum alltaf að standa upp á afturlappirnar allir hérna. Ég hef fengið ótrúlega hvatningu eftir að ég hótaði því að fara út að loka Reykjanesbrautinni.“Veit um jarðvinnuverktaka í verkið Guðbergur segir að samgönguráðherra hafi óskað eftir fundi með fulltrúum þrýstihópsins, og samgöngunefnd þingsins. „Ég er búinn að hitta jarðvinnuverktaka sem er tilbúinn að fara í þessa leið sem við erum að tala fyrir, að það verði strax hugað að umferðaröryggi og það verði klárað verkið, en að jarðvinnuverktakinn fái það greitt eftir samgönguáætlun.“Og hann fengi þá ekki greitt fyrr en að mörgum árum liðnum?„Þetta er þá örugglega eitthvað svipuð hugsun og með Spöl. Þeir fóru í framkvæmdina, fengu hana fjármagnaða og fengu hana borgaða með veggjöldum. Hann myndi örugglega geta fengið út á þetta loforð ríkisstjórnarinnar einhvers staðar lán til að klára þetta. Svo fær hann borgað, eftir því að ríkið… Þetta er bara samningsatriði. Þetta er ekki flókið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. 28. október 2018 23:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur boðað forsvarsmenn þrýstihóps fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar á sinn fund. Sömu sögu er að segja af samgöngunefnd þingsins. Frá þessu greindi Guðbergur Reynisson, annar stofnenda hópsins „Stopp, hingað og ekki lengra“, í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag.Banaslys varð á Reykjanesbraut til móts við Vallahverfi í Hafnarfirði í gær þegar pólskur karlmaður á fertugsaldri lést. Guðbergur hótaði í kjölfarið að grípa til róttækra aðgerða og loka Reykjanesbrautinni í mótmælaskyni til að fá stjórnvöld til að ráðast þegar í stað í tvöföldun þeirra kafla sem enn á eftir að tvöfalda. Ísak Ernir Kristinsson, hinn stofnandi þrýstihópsins, kvaðst þó ekki sammála Guðbergi og sagði rétt að leið að vinna í gegnum stjórnsýsluna og á sviði stjórnmálanna.Hefur fengið nóg af aðgerðaleysi Guðbergur segist í samtali við Reykjavík síðdegis hafa fengið nóg af aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við börðumst hérna fyrir tveimur árum síðan og fengum tvö hringtorg fyrir ofan Reykjanesbæ og Hafnaafleggjara, hættulegustu vegamótum landsins, þar var breytt legunni niður að Fitjum. Í þeim kafla fengum við samþykkt inn í samgönguáætlun, Reykjanesbrautina, og komumst að því að það hafði ekki verið neitt skrifað um Reykjanesbrautina síðan 2008.“ Hann segir að tíð ríkisstjórnarslipti og fleira hafi svo flækt málin. „Þá komumst við að því að Reykjanesbrautin, frá Hvassahrauni sérstaklega til Krýsuvíkurafleggjara, að framkvæmdinni verður ekki lokið fyrr en 2033. Það finnst finnst mér og okkur allt of seint í messunni.“Ísak Ernir Kristinsson er annar stofnenda þrýstihópsins Stopp, hingað og ekki lengra.Mynd úr einkasafniÞarf alltaf banaslys til að fólk vakni Guðbergur segir að í úttekt Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings eru hættulegustu vegir landsins innanbæjar í Reykjavík, Miklabraut og Bústaðavegur hættulegastir. „En þar á eftir, í fimmta sæti, er Reykjanesbrautin, frá Kaldárdalshólnum til Hvassahrauns. Það er minni hætta hérna megin [nær Reykjanesbæ] þar sem hraðinn hefur minnkað út af hringtorgunum. Kaldársel til [Krýsavíkurafleggjara] er kominn inn í áætlunina og á að byrja á því strax. Það er áætlað 2,3 milljarðar. Restin, frá Krýsavíkurafleggjara og út að Hvassahrauni eru 3,3 milljarðar.“ Hann segir skelfilegt að alltaf þurfi banaslys til að fólki vakni. „Við þurfum alltaf að standa upp á afturlappirnar allir hérna. Ég hef fengið ótrúlega hvatningu eftir að ég hótaði því að fara út að loka Reykjanesbrautinni.“Veit um jarðvinnuverktaka í verkið Guðbergur segir að samgönguráðherra hafi óskað eftir fundi með fulltrúum þrýstihópsins, og samgöngunefnd þingsins. „Ég er búinn að hitta jarðvinnuverktaka sem er tilbúinn að fara í þessa leið sem við erum að tala fyrir, að það verði strax hugað að umferðaröryggi og það verði klárað verkið, en að jarðvinnuverktakinn fái það greitt eftir samgönguáætlun.“Og hann fengi þá ekki greitt fyrr en að mörgum árum liðnum?„Þetta er þá örugglega eitthvað svipuð hugsun og með Spöl. Þeir fóru í framkvæmdina, fengu hana fjármagnaða og fengu hana borgaða með veggjöldum. Hann myndi örugglega geta fengið út á þetta loforð ríkisstjórnarinnar einhvers staðar lán til að klára þetta. Svo fær hann borgað, eftir því að ríkið… Þetta er bara samningsatriði. Þetta er ekki flókið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. 28. október 2018 23:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. 28. október 2018 23:57