Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2018 17:47 Guðbergur Reynisson er annar stofnenda hópsins Stopp, hingað og ekki lengra. Mynd/Facebook/Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur boðað forsvarsmenn þrýstihóps fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar á sinn fund. Sömu sögu er að segja af samgöngunefnd þingsins. Frá þessu greindi Guðbergur Reynisson, annar stofnenda hópsins „Stopp, hingað og ekki lengra“, í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag.Banaslys varð á Reykjanesbraut til móts við Vallahverfi í Hafnarfirði í gær þegar pólskur karlmaður á fertugsaldri lést. Guðbergur hótaði í kjölfarið að grípa til róttækra aðgerða og loka Reykjanesbrautinni í mótmælaskyni til að fá stjórnvöld til að ráðast þegar í stað í tvöföldun þeirra kafla sem enn á eftir að tvöfalda. Ísak Ernir Kristinsson, hinn stofnandi þrýstihópsins, kvaðst þó ekki sammála Guðbergi og sagði rétt að leið að vinna í gegnum stjórnsýsluna og á sviði stjórnmálanna.Hefur fengið nóg af aðgerðaleysi Guðbergur segist í samtali við Reykjavík síðdegis hafa fengið nóg af aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við börðumst hérna fyrir tveimur árum síðan og fengum tvö hringtorg fyrir ofan Reykjanesbæ og Hafnaafleggjara, hættulegustu vegamótum landsins, þar var breytt legunni niður að Fitjum. Í þeim kafla fengum við samþykkt inn í samgönguáætlun, Reykjanesbrautina, og komumst að því að það hafði ekki verið neitt skrifað um Reykjanesbrautina síðan 2008.“ Hann segir að tíð ríkisstjórnarslipti og fleira hafi svo flækt málin. „Þá komumst við að því að Reykjanesbrautin, frá Hvassahrauni sérstaklega til Krýsuvíkurafleggjara, að framkvæmdinni verður ekki lokið fyrr en 2033. Það finnst finnst mér og okkur allt of seint í messunni.“Ísak Ernir Kristinsson er annar stofnenda þrýstihópsins Stopp, hingað og ekki lengra.Mynd úr einkasafniÞarf alltaf banaslys til að fólk vakni Guðbergur segir að í úttekt Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings eru hættulegustu vegir landsins innanbæjar í Reykjavík, Miklabraut og Bústaðavegur hættulegastir. „En þar á eftir, í fimmta sæti, er Reykjanesbrautin, frá Kaldárdalshólnum til Hvassahrauns. Það er minni hætta hérna megin [nær Reykjanesbæ] þar sem hraðinn hefur minnkað út af hringtorgunum. Kaldársel til [Krýsavíkurafleggjara] er kominn inn í áætlunina og á að byrja á því strax. Það er áætlað 2,3 milljarðar. Restin, frá Krýsavíkurafleggjara og út að Hvassahrauni eru 3,3 milljarðar.“ Hann segir skelfilegt að alltaf þurfi banaslys til að fólki vakni. „Við þurfum alltaf að standa upp á afturlappirnar allir hérna. Ég hef fengið ótrúlega hvatningu eftir að ég hótaði því að fara út að loka Reykjanesbrautinni.“Veit um jarðvinnuverktaka í verkið Guðbergur segir að samgönguráðherra hafi óskað eftir fundi með fulltrúum þrýstihópsins, og samgöngunefnd þingsins. „Ég er búinn að hitta jarðvinnuverktaka sem er tilbúinn að fara í þessa leið sem við erum að tala fyrir, að það verði strax hugað að umferðaröryggi og það verði klárað verkið, en að jarðvinnuverktakinn fái það greitt eftir samgönguáætlun.“Og hann fengi þá ekki greitt fyrr en að mörgum árum liðnum?„Þetta er þá örugglega eitthvað svipuð hugsun og með Spöl. Þeir fóru í framkvæmdina, fengu hana fjármagnaða og fengu hana borgaða með veggjöldum. Hann myndi örugglega geta fengið út á þetta loforð ríkisstjórnarinnar einhvers staðar lán til að klára þetta. Svo fær hann borgað, eftir því að ríkið… Þetta er bara samningsatriði. Þetta er ekki flókið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. 28. október 2018 23:57 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur boðað forsvarsmenn þrýstihóps fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar á sinn fund. Sömu sögu er að segja af samgöngunefnd þingsins. Frá þessu greindi Guðbergur Reynisson, annar stofnenda hópsins „Stopp, hingað og ekki lengra“, í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag.Banaslys varð á Reykjanesbraut til móts við Vallahverfi í Hafnarfirði í gær þegar pólskur karlmaður á fertugsaldri lést. Guðbergur hótaði í kjölfarið að grípa til róttækra aðgerða og loka Reykjanesbrautinni í mótmælaskyni til að fá stjórnvöld til að ráðast þegar í stað í tvöföldun þeirra kafla sem enn á eftir að tvöfalda. Ísak Ernir Kristinsson, hinn stofnandi þrýstihópsins, kvaðst þó ekki sammála Guðbergi og sagði rétt að leið að vinna í gegnum stjórnsýsluna og á sviði stjórnmálanna.Hefur fengið nóg af aðgerðaleysi Guðbergur segist í samtali við Reykjavík síðdegis hafa fengið nóg af aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við börðumst hérna fyrir tveimur árum síðan og fengum tvö hringtorg fyrir ofan Reykjanesbæ og Hafnaafleggjara, hættulegustu vegamótum landsins, þar var breytt legunni niður að Fitjum. Í þeim kafla fengum við samþykkt inn í samgönguáætlun, Reykjanesbrautina, og komumst að því að það hafði ekki verið neitt skrifað um Reykjanesbrautina síðan 2008.“ Hann segir að tíð ríkisstjórnarslipti og fleira hafi svo flækt málin. „Þá komumst við að því að Reykjanesbrautin, frá Hvassahrauni sérstaklega til Krýsuvíkurafleggjara, að framkvæmdinni verður ekki lokið fyrr en 2033. Það finnst finnst mér og okkur allt of seint í messunni.“Ísak Ernir Kristinsson er annar stofnenda þrýstihópsins Stopp, hingað og ekki lengra.Mynd úr einkasafniÞarf alltaf banaslys til að fólk vakni Guðbergur segir að í úttekt Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings eru hættulegustu vegir landsins innanbæjar í Reykjavík, Miklabraut og Bústaðavegur hættulegastir. „En þar á eftir, í fimmta sæti, er Reykjanesbrautin, frá Kaldárdalshólnum til Hvassahrauns. Það er minni hætta hérna megin [nær Reykjanesbæ] þar sem hraðinn hefur minnkað út af hringtorgunum. Kaldársel til [Krýsavíkurafleggjara] er kominn inn í áætlunina og á að byrja á því strax. Það er áætlað 2,3 milljarðar. Restin, frá Krýsavíkurafleggjara og út að Hvassahrauni eru 3,3 milljarðar.“ Hann segir skelfilegt að alltaf þurfi banaslys til að fólki vakni. „Við þurfum alltaf að standa upp á afturlappirnar allir hérna. Ég hef fengið ótrúlega hvatningu eftir að ég hótaði því að fara út að loka Reykjanesbrautinni.“Veit um jarðvinnuverktaka í verkið Guðbergur segir að samgönguráðherra hafi óskað eftir fundi með fulltrúum þrýstihópsins, og samgöngunefnd þingsins. „Ég er búinn að hitta jarðvinnuverktaka sem er tilbúinn að fara í þessa leið sem við erum að tala fyrir, að það verði strax hugað að umferðaröryggi og það verði klárað verkið, en að jarðvinnuverktakinn fái það greitt eftir samgönguáætlun.“Og hann fengi þá ekki greitt fyrr en að mörgum árum liðnum?„Þetta er þá örugglega eitthvað svipuð hugsun og með Spöl. Þeir fóru í framkvæmdina, fengu hana fjármagnaða og fengu hana borgaða með veggjöldum. Hann myndi örugglega geta fengið út á þetta loforð ríkisstjórnarinnar einhvers staðar lán til að klára þetta. Svo fær hann borgað, eftir því að ríkið… Þetta er bara samningsatriði. Þetta er ekki flókið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. 28. október 2018 23:57 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. 28. október 2018 23:57