Annar grunsamlegur pakki var sendur til CNN Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 18:26 Höfuðstöðvar CNN í Atlanta. Pakkinn var stílaður á skrifstofurnar. Vísir/EPA Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að grunsamlegur pakki sem var stílaður á höfuðstöðvar CNN-fréttastöðvarinnar í Atlanta líkist þeim sem voru sendir nokkrum áberandi gagnrýnendum Donalds Trump forseta og innihéldu rörsprengjur. Pakkinn uppgötvaðist á pósthúsi og barst ekki stöðinni. Karlmaður á sextugsaldri sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump var handtekinn fyrir að hafa sent fjórtán rörsprengjur á pólitíska andstæðinga forsetans og fjölmiðla í síðustu viku. Hann á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. Eina rörsprengjuna sendi maðurinn á skrifstofu CNN í New York en sendingin var stíluð á John Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA, sem er álitsgjafi á stöðinni.Reuters-fréttastofan segir að sprengjusveit FBI í Atlanta og fleiri löggæslustofnanir hafi brugðist við þegar öryggisleit póstsins uppgötvaði pakkann. Jeff Zucker, forseti CNN, segir að engin hætta hafi verið á ferðum fyrir starfsmenn stöðvarinnar. Trump forseti hefur þverneitað að bera nokkra ábyrgð á að hafa skapað tortryggni og úlfúð í samfélaginu sem gæti hafa stuðlað að því að tilræðismaðurinn sendi andstæðingum hans sprengjur. Áður en tilræðismaðurinn var handtekinn gaf forsetinn samsæriskenningum um að sprengjurnar væru gabb undir fótinn. Í gær gagnrýndi Trump svo harðlega Tom Steyer, fjárhagslegan bakhjarl Demókrataflokksins, sem var einn þeirra sem sprengja var stíluð á. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að grunsamlegur pakki sem var stílaður á höfuðstöðvar CNN-fréttastöðvarinnar í Atlanta líkist þeim sem voru sendir nokkrum áberandi gagnrýnendum Donalds Trump forseta og innihéldu rörsprengjur. Pakkinn uppgötvaðist á pósthúsi og barst ekki stöðinni. Karlmaður á sextugsaldri sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump var handtekinn fyrir að hafa sent fjórtán rörsprengjur á pólitíska andstæðinga forsetans og fjölmiðla í síðustu viku. Hann á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. Eina rörsprengjuna sendi maðurinn á skrifstofu CNN í New York en sendingin var stíluð á John Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA, sem er álitsgjafi á stöðinni.Reuters-fréttastofan segir að sprengjusveit FBI í Atlanta og fleiri löggæslustofnanir hafi brugðist við þegar öryggisleit póstsins uppgötvaði pakkann. Jeff Zucker, forseti CNN, segir að engin hætta hafi verið á ferðum fyrir starfsmenn stöðvarinnar. Trump forseti hefur þverneitað að bera nokkra ábyrgð á að hafa skapað tortryggni og úlfúð í samfélaginu sem gæti hafa stuðlað að því að tilræðismaðurinn sendi andstæðingum hans sprengjur. Áður en tilræðismaðurinn var handtekinn gaf forsetinn samsæriskenningum um að sprengjurnar væru gabb undir fótinn. Í gær gagnrýndi Trump svo harðlega Tom Steyer, fjárhagslegan bakhjarl Demókrataflokksins, sem var einn þeirra sem sprengja var stíluð á.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00
Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00
Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15
Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00
Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00