Steinhörpur Páls vekja áhuga heimsþekktra tónlistarmanna Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2018 21:45 Páll Guðmundsson leikur á eina af steinhörpum sínum, sem jafnframt er myndlistarverk um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Steinhörpur sem listamaðurinn Páll Guðmundsson á Húsafelli hefur gert úr flögusteinum hafa vakið alþjóða athygli og sækjast heimsþekktir tónlistarmenn eftir því að fá að leika á þær. Páll vill síður senda náttúruhljóðfærin úr landi og verða áhugasamir því að koma í Húsafell. Fjallað var um Pál í þættinum „Um land allt” og í fréttum Stöðvar 2. Sextíu manna hópur nemenda og kennara frá tónlistarskóla í Cuxhaven í Þýskalandi og frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar heimsótti Pál á Húsafelli í ungmennaverkefni styrkt af Erasmus að kynnast náttúruhljóðum. „Þetta var ótrúleg upplifun að vera þarna inni. Við erum að kynnast öllum þessum steinhörpum, sem eru bara gerð úr náttúrunni, þessi hljóðfæri, - flautum úr rabbabarastönglum. Páll Guðmundsson er náttúrlega sérfræðingur í þessu,” segir Ármann Helgason, kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Mesta athygli vekur fjórtán metra steinharpa en hljómsveitin Sigur Rós er meðal þeirra sem fengið hafa að nota hana í tónlist sinni.Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Páll er svo sem ekkert að leitast eftir einhverjum fjölda af fólki, - frekar skemmtilegri verkefnum, eins og við höfum verið að fá hérna. Við erum búnir að vera með Muse hérna, Radiohead, - og allskonar snillinga sem eru að heimsækja Ísland. Þeir vilja koma og hitta Pál,” segir Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum. Helgi er hópi vina Páls sem gerst hafa bakhjarlar hans með því að byggja upp aðstöðu fyrir hann á Húsafelli til listsköpunar og til að varðveita listaverk hans. „Við höfum séð fyrir okkur í framtíðinni að þá komi tónlistarfólk allsstaðar að úr heiminum, sem það gerir nú þegar, og muni halda hérna svolítið sérstaka tónleika. Við erum farin að finna það að það er mikið sótt í Pál. Flestir vilja fá hörpurnar til útlanda til að nota í kvikmyndaverkefnum og hinu og þessu. En Páll kærir sig ekki um það. Þannig að ef menn vilja nota tónana þá verða þeir bara að koma til Íslands. Og það hefur margoft gerst hérna,” segir Helgi.Páll leikur á fjórtán metra langa steinhörpu. Hljómsveitin Sigur Rós notaði hljóðfærið í tónverkinu Hrafnagaldur Óðins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll býr til flautur úr rabbabara og steinhörpurnar eru af ýmsum stærðum og gerðum. En hvernig fer listamaðurinn að því að finna alla þessa steina sem gefa frá sér mismunandi tóna? Svar Páls er Biblíutilvitnun: „Leitið og þér munuð finna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarbyggð Tónlist Um land allt Tengdar fréttir Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar. 16. október 2012 11:29 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Steinhörpur sem listamaðurinn Páll Guðmundsson á Húsafelli hefur gert úr flögusteinum hafa vakið alþjóða athygli og sækjast heimsþekktir tónlistarmenn eftir því að fá að leika á þær. Páll vill síður senda náttúruhljóðfærin úr landi og verða áhugasamir því að koma í Húsafell. Fjallað var um Pál í þættinum „Um land allt” og í fréttum Stöðvar 2. Sextíu manna hópur nemenda og kennara frá tónlistarskóla í Cuxhaven í Þýskalandi og frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar heimsótti Pál á Húsafelli í ungmennaverkefni styrkt af Erasmus að kynnast náttúruhljóðum. „Þetta var ótrúleg upplifun að vera þarna inni. Við erum að kynnast öllum þessum steinhörpum, sem eru bara gerð úr náttúrunni, þessi hljóðfæri, - flautum úr rabbabarastönglum. Páll Guðmundsson er náttúrlega sérfræðingur í þessu,” segir Ármann Helgason, kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Mesta athygli vekur fjórtán metra steinharpa en hljómsveitin Sigur Rós er meðal þeirra sem fengið hafa að nota hana í tónlist sinni.Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Páll er svo sem ekkert að leitast eftir einhverjum fjölda af fólki, - frekar skemmtilegri verkefnum, eins og við höfum verið að fá hérna. Við erum búnir að vera með Muse hérna, Radiohead, - og allskonar snillinga sem eru að heimsækja Ísland. Þeir vilja koma og hitta Pál,” segir Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum. Helgi er hópi vina Páls sem gerst hafa bakhjarlar hans með því að byggja upp aðstöðu fyrir hann á Húsafelli til listsköpunar og til að varðveita listaverk hans. „Við höfum séð fyrir okkur í framtíðinni að þá komi tónlistarfólk allsstaðar að úr heiminum, sem það gerir nú þegar, og muni halda hérna svolítið sérstaka tónleika. Við erum farin að finna það að það er mikið sótt í Pál. Flestir vilja fá hörpurnar til útlanda til að nota í kvikmyndaverkefnum og hinu og þessu. En Páll kærir sig ekki um það. Þannig að ef menn vilja nota tónana þá verða þeir bara að koma til Íslands. Og það hefur margoft gerst hérna,” segir Helgi.Páll leikur á fjórtán metra langa steinhörpu. Hljómsveitin Sigur Rós notaði hljóðfærið í tónverkinu Hrafnagaldur Óðins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll býr til flautur úr rabbabara og steinhörpurnar eru af ýmsum stærðum og gerðum. En hvernig fer listamaðurinn að því að finna alla þessa steina sem gefa frá sér mismunandi tóna? Svar Páls er Biblíutilvitnun: „Leitið og þér munuð finna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarbyggð Tónlist Um land allt Tengdar fréttir Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar. 16. október 2012 11:29 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar. 16. október 2012 11:29