Getur ekki einhver annar sinnt þessu? Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. október 2018 07:30 Fjármálalæsi ungs fólks er til allrar hamingju að komast í tísku sem umræðuefni meðal foreldra. Innreið smálána á markaðinn er eflaust meðal þess sem ýtt hefur við foreldrum og eftir margra ára vinnu hefur loks nokkur árangur náðst í að koma fjármálafræðslu inn í skólakerfið. Sennilega heyri ég fáa frasa oftar en „það þarf að kenna þetta í skólunum“ þegar ég ræði við foreldra í kjölfar námskeiða um fjármál fyrir ungt fólk. Það er þó með fjármálafræðslu unglinga eins og undirbúning starfsloka að það er hægt að býsnast yfir og bölva kerfinu en það er þó öllum nauðsynlegt að undirbúa sjálfa sig vel og vandlega til að tryggja sem besta fjárhagsstöðu við starfslok. Vonandi verðum við sáttari við kerfið þegar þar að kemur, en það græða allir á því að gera ráð fyrir því versta. Að sjálfsögðu á fjármálafræðsla að vera stærri hluti skólakerfisins. En á meðan svo er ekki verða foreldrar að taka meiri ábyrgð. Ef þeir telja sig ekki hafa næga þekkingu til að miðla áfram til barnanna er lítið mál að verða sér úti um hana. Það er algjört lágmark að undirbúa börnin með einföldum þumalputtareglum sem hjálpa þeim að standa á eigin fótum. Eitt dæmi um slíkt getur verið að eiga alltaf til lítinn varasjóð svo aldrei þurfi að taka neyslulán. Annað er að dreifa aldrei greiðslum og staðgreiða öll kaup. Hvað með að benda unglingunum á að það sé erfitt að safna fyrir útborgun í íbúð á leigumarkaði og því sé skynsamlegast að byrja að safna í foreldrahúsum? Sá sem temur sér heilbrigða fjármálahegðun snemma verður ævinlega þakklátur, hvort sem fræðslan fór fram heima eða í skóla. Aðalatriðið er að hann hafi fengið hana. Útvistun fjármálafræðslu inn í skólakerfið mun aldrei koma í stað fyrir gott fjármálalegt uppeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálalæsi ungs fólks er til allrar hamingju að komast í tísku sem umræðuefni meðal foreldra. Innreið smálána á markaðinn er eflaust meðal þess sem ýtt hefur við foreldrum og eftir margra ára vinnu hefur loks nokkur árangur náðst í að koma fjármálafræðslu inn í skólakerfið. Sennilega heyri ég fáa frasa oftar en „það þarf að kenna þetta í skólunum“ þegar ég ræði við foreldra í kjölfar námskeiða um fjármál fyrir ungt fólk. Það er þó með fjármálafræðslu unglinga eins og undirbúning starfsloka að það er hægt að býsnast yfir og bölva kerfinu en það er þó öllum nauðsynlegt að undirbúa sjálfa sig vel og vandlega til að tryggja sem besta fjárhagsstöðu við starfslok. Vonandi verðum við sáttari við kerfið þegar þar að kemur, en það græða allir á því að gera ráð fyrir því versta. Að sjálfsögðu á fjármálafræðsla að vera stærri hluti skólakerfisins. En á meðan svo er ekki verða foreldrar að taka meiri ábyrgð. Ef þeir telja sig ekki hafa næga þekkingu til að miðla áfram til barnanna er lítið mál að verða sér úti um hana. Það er algjört lágmark að undirbúa börnin með einföldum þumalputtareglum sem hjálpa þeim að standa á eigin fótum. Eitt dæmi um slíkt getur verið að eiga alltaf til lítinn varasjóð svo aldrei þurfi að taka neyslulán. Annað er að dreifa aldrei greiðslum og staðgreiða öll kaup. Hvað með að benda unglingunum á að það sé erfitt að safna fyrir útborgun í íbúð á leigumarkaði og því sé skynsamlegast að byrja að safna í foreldrahúsum? Sá sem temur sér heilbrigða fjármálahegðun snemma verður ævinlega þakklátur, hvort sem fræðslan fór fram heima eða í skóla. Aðalatriðið er að hann hafi fengið hana. Útvistun fjármálafræðslu inn í skólakerfið mun aldrei koma í stað fyrir gott fjármálalegt uppeldi.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar