Bein útsending: Geimfararnir lentir eftir að eldflaugin drap á sér Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2018 07:44 Eldflaugin er sögð hafa drepið á sér í lofti og þurftu geimfararnir að framkvæma neyðarlendingu. AP/Dmitri Lovetsky Geimfararnir Nick Hague og Alexey Ovchinin þurftu að framkvæma neyðarlendingu eftir að eldflaug, sem bera átti þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, drap á sér í miðju flugi. Þeim tókst að skilja geimfarið frá eldflauginni og fallhlífar geimfarsins báru þá til jarðar. Þeir lentu heilu og höldnu í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá Baikonur í Kasakstan þar sem geimskotið misheppnaða fór fram.Alexey Ovchinin og Nick Hague.AP/Dmitri LovetskyNeyðarlending sem þessi kallast, samkvæmt NASA, Ballistic Descent og felur það í sér að geimfarið kemur til jarðar á meiri hraða en við eðlilegar kringumstæður. Þetta var í fyrsta sinn sem Nick Hague átti að fara út í geim en nú þegar eru þau Alexander Gerst, frá Evrópsku geimferðastofnuninni, Serena Aunón-Chancellor, frá NASA, og Sergey Prokopyev, frá Roscosmos, um borð í geimstöðinni og hafa verið frá því í júní. Áhöfnin sem er um borð í geimstöðinn hefur verið látin vita af aðstæðum á jörðu niðri. Frekari upplýsingar um geimstöðina og áhöfn hennar má finna hér, á vef NASA. Geimfarinn Peggy Whitson hefur upplifað neyðarlendinug sem þessa. Þegar hún sagði frá upplifun sinni sagðist hún aldrei hafa verið viss um hvort hún sneri upp eða niður þegar geimfarið féll til jarðar. Að endingu hægði á geimfarinu þegar það kom inn í lofthjúpinn en þá hitnaði það verulega. Að endingu var fallhlífum beitt og þar að auki litlum eldflaugum til að draga úr hraða geimfarsins. þrátt fyrir það var lendingin verulega hörð. Hér má lesa um frásögn Whitson.Fréttin hefur verið uppfærð. Hér má sjá beina útsendingu frá NASA. Yfirleitt er ekkert hljóð en kynnar NASA koma reglulega inn í útsendinguna og segja frá nýjustu vendingum í málinu. LIFTOFF! Shooting into the sky at 4:40am ET, the Soyuz rocket carrying @AstroHague and Alexey Ovchinin leaves Earth on a four-orbit, six-hour journey to the @Space_Station. Watch: https://t.co/BjMDNrNorR pic.twitter.com/0Cfm0Uu2Jx— NASA (@NASA) October 11, 2018 Vísindi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Geimfararnir Nick Hague og Alexey Ovchinin þurftu að framkvæma neyðarlendingu eftir að eldflaug, sem bera átti þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, drap á sér í miðju flugi. Þeim tókst að skilja geimfarið frá eldflauginni og fallhlífar geimfarsins báru þá til jarðar. Þeir lentu heilu og höldnu í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá Baikonur í Kasakstan þar sem geimskotið misheppnaða fór fram.Alexey Ovchinin og Nick Hague.AP/Dmitri LovetskyNeyðarlending sem þessi kallast, samkvæmt NASA, Ballistic Descent og felur það í sér að geimfarið kemur til jarðar á meiri hraða en við eðlilegar kringumstæður. Þetta var í fyrsta sinn sem Nick Hague átti að fara út í geim en nú þegar eru þau Alexander Gerst, frá Evrópsku geimferðastofnuninni, Serena Aunón-Chancellor, frá NASA, og Sergey Prokopyev, frá Roscosmos, um borð í geimstöðinni og hafa verið frá því í júní. Áhöfnin sem er um borð í geimstöðinn hefur verið látin vita af aðstæðum á jörðu niðri. Frekari upplýsingar um geimstöðina og áhöfn hennar má finna hér, á vef NASA. Geimfarinn Peggy Whitson hefur upplifað neyðarlendinug sem þessa. Þegar hún sagði frá upplifun sinni sagðist hún aldrei hafa verið viss um hvort hún sneri upp eða niður þegar geimfarið féll til jarðar. Að endingu hægði á geimfarinu þegar það kom inn í lofthjúpinn en þá hitnaði það verulega. Að endingu var fallhlífum beitt og þar að auki litlum eldflaugum til að draga úr hraða geimfarsins. þrátt fyrir það var lendingin verulega hörð. Hér má lesa um frásögn Whitson.Fréttin hefur verið uppfærð. Hér má sjá beina útsendingu frá NASA. Yfirleitt er ekkert hljóð en kynnar NASA koma reglulega inn í útsendinguna og segja frá nýjustu vendingum í málinu. LIFTOFF! Shooting into the sky at 4:40am ET, the Soyuz rocket carrying @AstroHague and Alexey Ovchinin leaves Earth on a four-orbit, six-hour journey to the @Space_Station. Watch: https://t.co/BjMDNrNorR pic.twitter.com/0Cfm0Uu2Jx— NASA (@NASA) October 11, 2018
Vísindi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira