Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2018 11:17 Upprunalega stóð til að skjóta SLS fyrst á loft í fyrra. Því hefur verið frestað í tvö og hálft og verður líklegast frestað lengur en það. Vísir/NASA Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. Eldflaugin ber nafnið Space Launch System en verkefnið er langt á eftir áætlun og hefur kostað mun meira en upprunalega stóð til. Á sama tíma eru einkafyrirtæki að þróa eldflaugar sem einnig væri hægt að nota, að því er virðist með betri árangri. Ef verkefnið á að klárast þarf að setja mun meiri fjármuni í það og gæti kostnaðurinn endað í níu milljörðum dala. Það er tvöfalt það sem verkefnið átti að kosta í upphafi og jafnvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt skýrslu innri endurskoðenda NASA hefur Boeing, sem er stærsti samstarfsaðili NASA við gerð eldflaugarinnar, klárað nánast allt fjármagnið sem fyrirtækið fékk. Áætlað er að fjárveitingin muni klárast í byrjun næsta árs og er það þremur árum á undan áætlun og þar að auki hefur Beoing ekki smíðað eina einustu eldflaug.Í skýrslunni er Boeing að miklu leyti kennt um hvernig komið er fyrir verkefninu.Frestað um tvö og hálft árWashington Post bendir á að upprunalega hafi staðið til að fyrsta tilraunaskot SLS færi fram á síðasta ári og fyrsta mannaða skotið árið 2021. Báðum geimskotunum hefur nú frestað um tvö og hálft ár og er útlit fyrir að þeim verði frestað lengur.Gagnrýnendur hafa gefið verkefninu nafnið „Senate Launch System“ til marks um að eina markmið þess sé að skapa störf í tilteknum umdæmum þingmanna. Þrátt fyrir þessar tafir og kostnað hafa NASA og þingið staðið við verkefnið og segja það nauðsynlegt til að ná langtímamarkmiðum Geimvísindastofnunarinnar varðandi það að koma mönnum út í geim. Einn af yfirmönnum NASA sagði í sumar að þróun SLS væri eindæmi. Verið væri að þróa stærstu eldflaug heims sem gæti borið meiri farm út í heim en áður hefur þekkst. Forsvarsmenn Boeing sögðu í tilkynningu sem send var út í gærkvöldi, vegna skýrslu innri endurskoðenda NASA, að fyrirtækið hefði þegar tekið tillit til skýrslunnar. Þar að auki fælust erfiðleikar í því að þróa eldflaug sem þessa. Slíkt hefði aldrei verið gert áður.Vinna sömu vinnu fyrir minna fé Á meðan Boeing og NASA virðast vera í vandræðum eru einkafyrirtæki að þróa sambærilegar eldflaugar með betri árangri. Þar að auki mun hvert geimskot þeirra fyrirtækja kosta mun minna. SpaceX er að vinna að Falcon Heavy, sem er kraftmesta eldflaugin í notkun í dag en tilraunaskot var framkvæmt fyrr á þessu ári, og eldflauginni BFR (Big Fucking Rocket). Þar að auki er Blue Origin, í eigu Jeff Bezos, að vinna að þróun eldflaugar sem kallast New Glenn. Báðar þessar eldflaugar eru hannaðar til þess að lenda aftur eftir hvert geimskot svo hægt sé að nota þær aftur svo hægt sé að spara mikið fé. SLS er ætlað að falla í hafið og sökkva. Vísindi Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. Eldflaugin ber nafnið Space Launch System en verkefnið er langt á eftir áætlun og hefur kostað mun meira en upprunalega stóð til. Á sama tíma eru einkafyrirtæki að þróa eldflaugar sem einnig væri hægt að nota, að því er virðist með betri árangri. Ef verkefnið á að klárast þarf að setja mun meiri fjármuni í það og gæti kostnaðurinn endað í níu milljörðum dala. Það er tvöfalt það sem verkefnið átti að kosta í upphafi og jafnvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt skýrslu innri endurskoðenda NASA hefur Boeing, sem er stærsti samstarfsaðili NASA við gerð eldflaugarinnar, klárað nánast allt fjármagnið sem fyrirtækið fékk. Áætlað er að fjárveitingin muni klárast í byrjun næsta árs og er það þremur árum á undan áætlun og þar að auki hefur Beoing ekki smíðað eina einustu eldflaug.Í skýrslunni er Boeing að miklu leyti kennt um hvernig komið er fyrir verkefninu.Frestað um tvö og hálft árWashington Post bendir á að upprunalega hafi staðið til að fyrsta tilraunaskot SLS færi fram á síðasta ári og fyrsta mannaða skotið árið 2021. Báðum geimskotunum hefur nú frestað um tvö og hálft ár og er útlit fyrir að þeim verði frestað lengur.Gagnrýnendur hafa gefið verkefninu nafnið „Senate Launch System“ til marks um að eina markmið þess sé að skapa störf í tilteknum umdæmum þingmanna. Þrátt fyrir þessar tafir og kostnað hafa NASA og þingið staðið við verkefnið og segja það nauðsynlegt til að ná langtímamarkmiðum Geimvísindastofnunarinnar varðandi það að koma mönnum út í geim. Einn af yfirmönnum NASA sagði í sumar að þróun SLS væri eindæmi. Verið væri að þróa stærstu eldflaug heims sem gæti borið meiri farm út í heim en áður hefur þekkst. Forsvarsmenn Boeing sögðu í tilkynningu sem send var út í gærkvöldi, vegna skýrslu innri endurskoðenda NASA, að fyrirtækið hefði þegar tekið tillit til skýrslunnar. Þar að auki fælust erfiðleikar í því að þróa eldflaug sem þessa. Slíkt hefði aldrei verið gert áður.Vinna sömu vinnu fyrir minna fé Á meðan Boeing og NASA virðast vera í vandræðum eru einkafyrirtæki að þróa sambærilegar eldflaugar með betri árangri. Þar að auki mun hvert geimskot þeirra fyrirtækja kosta mun minna. SpaceX er að vinna að Falcon Heavy, sem er kraftmesta eldflaugin í notkun í dag en tilraunaskot var framkvæmt fyrr á þessu ári, og eldflauginni BFR (Big Fucking Rocket). Þar að auki er Blue Origin, í eigu Jeff Bezos, að vinna að þróun eldflaugar sem kallast New Glenn. Báðar þessar eldflaugar eru hannaðar til þess að lenda aftur eftir hvert geimskot svo hægt sé að nota þær aftur svo hægt sé að spara mikið fé. SLS er ætlað að falla í hafið og sökkva.
Vísindi Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03
Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00
Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent