Brunson kominn aftur til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2018 19:42 Brunson biður fyrir Trump í Hvíta húsinu. AP/Jacquelyn Martin Presturinn Andrew Brunson er nú kominn heim til Bandaríkjanna eftir að hafa varið tæpur tveimur árum í haldi Tyrkja. Hann var handtekinn og sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök. Hann var svo sakfelldur í gær og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Brunson var hins vegar sleppt strax og sagði dómarinn að ástæðan væri sú að hann hefði þegar verið svo lengi í haldi. Við komuna til Bandaríkjanna í dag fór Brunson á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu. Hann þakkaði Trump fyrir og sagði forsetann hafa barist fyrir því að ná honum úr haldi. Yfirvöld Tyrklands hafa verið sökuð um að búa til ákærurnar gegn Brunson og um að hafa í raun haldið honum í gíslingu. Tyrkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu skipta á Brunson og klerkinum Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa sakað Gulen um að skipuleggja valdarán í Tyrklandi fyrir tveimur árum og hafa farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gera það án sannanna. Trump sagði ríkisstjórn sína hafa staðið í erfiðum samningaviðræðum um langt skeið og bætti við að Bandaríkin borgi ekki lausnargjald. Brunson bað Guð um að gefa Trump „ofurmannlega visku“ og eiginkona hans bætti við bænina. Trump þakkaði þeim fyrir bænina, sneri sér að eiginkonu Brunson og spurði hana hvern hún hefði kosið í forsetakosningunum 2016. Samband Bandaríkjanna og Tyrklands hefur beðið hnekki á undanförnum árum og má að mörgu leyti tekja það til handtöku og fangelsunar Brunson. Ríkisstjórn Trump hefur beitt Tyrki viðskiptaþvingunum og tollum vegna Brunson og ýtti það undir efnahagsóstöðugleika þar í landi í sumar.Pastor Brunson kneels and prays with Trump.After the prayer, Trump says, "Can I ask you one question? Who did you vote for?" (via Fox) pic.twitter.com/85dlXShHFk— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Presturinn Andrew Brunson er nú kominn heim til Bandaríkjanna eftir að hafa varið tæpur tveimur árum í haldi Tyrkja. Hann var handtekinn og sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök. Hann var svo sakfelldur í gær og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Brunson var hins vegar sleppt strax og sagði dómarinn að ástæðan væri sú að hann hefði þegar verið svo lengi í haldi. Við komuna til Bandaríkjanna í dag fór Brunson á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu. Hann þakkaði Trump fyrir og sagði forsetann hafa barist fyrir því að ná honum úr haldi. Yfirvöld Tyrklands hafa verið sökuð um að búa til ákærurnar gegn Brunson og um að hafa í raun haldið honum í gíslingu. Tyrkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu skipta á Brunson og klerkinum Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa sakað Gulen um að skipuleggja valdarán í Tyrklandi fyrir tveimur árum og hafa farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gera það án sannanna. Trump sagði ríkisstjórn sína hafa staðið í erfiðum samningaviðræðum um langt skeið og bætti við að Bandaríkin borgi ekki lausnargjald. Brunson bað Guð um að gefa Trump „ofurmannlega visku“ og eiginkona hans bætti við bænina. Trump þakkaði þeim fyrir bænina, sneri sér að eiginkonu Brunson og spurði hana hvern hún hefði kosið í forsetakosningunum 2016. Samband Bandaríkjanna og Tyrklands hefur beðið hnekki á undanförnum árum og má að mörgu leyti tekja það til handtöku og fangelsunar Brunson. Ríkisstjórn Trump hefur beitt Tyrki viðskiptaþvingunum og tollum vegna Brunson og ýtti það undir efnahagsóstöðugleika þar í landi í sumar.Pastor Brunson kneels and prays with Trump.After the prayer, Trump says, "Can I ask you one question? Who did you vote for?" (via Fox) pic.twitter.com/85dlXShHFk— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira