Ásthildur Helgadóttir mun ekki taka við stöðu aðstoðarþjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins í gærkvöld.
Fótbolti.net greindi frá því fyrr í vikunni að Jón Þór Hauksson væri að taka við starfi landsliðsþjálfara og Ásthildur yrði honum til aðstoðar.
Jón Þór hefur hætt störfum sem aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar og má búast við því að hann verði kynntur sem nýr landsliðsþjálfari kvennaliðsins í næstu viku.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins afþakkaði Ásthildur hins vegar starf aðstoðarmanns hans.
Ásthildur verður ekki aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins

Tengdar fréttir

Jón Þór verður næsti landsliðsþjálfari kvenna
Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson verður næsti landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu.