Er sófi það sama og sófi? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 14. október 2018 17:29 Á miðju höfuðborgarsvæðinu er risastór alþjóðleg húsgagnaverslun. Eitt þekktasta vörumerki heims í húsgagnabransanum. Blái risinn frá Svíþjóð – IKEA. Stór hluti Íslendinga verslar við IKEA og sumum þeirra finnst meira að segja gaman að fara þangað í skemmtiferðir. Verslanir IKEA eru hannaðar með það í huga að halda viðskiptavinum eins lengi inni í versluninni og hægt er. Hluti af þeirri stefnu er rekstur veitingastaðar, þar sem einfaldar máltíðir úr stóreldhúsi eru seldar á frekar lágu verði. Í gegnum tíðina hafa sænskar kjötbollur verið vinsælasti rétturinn á matseðlinum. Ekki þarf að taka það fram að í teríunni er sjálfsafgreiðsla og reiknað með að gestir gangi líka frá eftir sig að máltíð lokinni. Hvort terían er rekin sem sjálfstæð eining með arðsemiskröfu eða sem stuðningsþjónusta við húsgagnasöluna veit ég reyndar ekki. Framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sló sig til riddara í fyrirlestri á Landbúnaðarþingi um helgina. Þar lýsir hann hversu snilldarlega honum hefur tekist að halda niðri verði á veitingastað IKEA og býður upp á létta kennslustund fyrir aðra veitingastaði á Íslandi. Lækka beri verð og treysta þar með á aukin umsvif, sem svo leiða til betri kjara hjá framleiðendum og birgjum. Hann lætur ekki þar við sitja, heldur sendir hann veitingahúsum á Íslandi og ferðaþjónustu almennt tóninn, sakar greinina um barlóm og okur og segist skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Þetta tekur auðvitað engu tali og auðvitað óþolandi fyrir veitingarekstur og ferðaþjónustu að sitja undir svona aðdróttunum. Þórarinn setur alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt óháð því hvort þeir eru staðsettir í miðborg Reykjavíkur, á Ísafirði eða á Stöðvarfirði. Óháð því hvaða matseðil þau bjóða, hvaða hráefni, hvernig húsnæði og innréttingar eru, hvaða upplifun og hvaða þjónusta stendur til boða. Hann ber saman epli og appelsínur kinnroðalaust. Hann segir ferðamenn almennt hætta að borða inni á veitingastöðum útaf okri. Það er auðvitað fjarri öllu lagi , þó að vissulega hafi orðið samdráttur hjá mörgum veitingahúsum af augljósum ástæðum - sem Þórarinn kýs að taka ekki með í reikninginn: Gengi íslensku krónunnar, sem hefur verið óvenju sterkt undanfarin ár og hefur verið ferðaþjónustunni mjög erfitt – sama hvaða skoðun Þórarinn eða aðrir hafa á því. Á sama tíma hefur það verið innflytjendum vöru á borð við húsgögn mjög hagstætt. Ekki er ólíklegt að Þórarinn hafi fengið fleiri viðskiptavini til sín útaf því. Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins. Viðskiptavinirnir eru aðallega Íslendingar og aðrir íbúar landsins og aðdráttaraflið á teríunni hans er ekki veitingastaðurinn sem slíkur, heldur húsgögnin. Viðskiptavinirnir koma á færibandi. Eins og maturinn. Í augum Þórarins er kjötsúpa alltaf það sama og kjötsúpa. Þá hlýtur sófi alltaf að vera það sama og sófi, ekki satt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Á miðju höfuðborgarsvæðinu er risastór alþjóðleg húsgagnaverslun. Eitt þekktasta vörumerki heims í húsgagnabransanum. Blái risinn frá Svíþjóð – IKEA. Stór hluti Íslendinga verslar við IKEA og sumum þeirra finnst meira að segja gaman að fara þangað í skemmtiferðir. Verslanir IKEA eru hannaðar með það í huga að halda viðskiptavinum eins lengi inni í versluninni og hægt er. Hluti af þeirri stefnu er rekstur veitingastaðar, þar sem einfaldar máltíðir úr stóreldhúsi eru seldar á frekar lágu verði. Í gegnum tíðina hafa sænskar kjötbollur verið vinsælasti rétturinn á matseðlinum. Ekki þarf að taka það fram að í teríunni er sjálfsafgreiðsla og reiknað með að gestir gangi líka frá eftir sig að máltíð lokinni. Hvort terían er rekin sem sjálfstæð eining með arðsemiskröfu eða sem stuðningsþjónusta við húsgagnasöluna veit ég reyndar ekki. Framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sló sig til riddara í fyrirlestri á Landbúnaðarþingi um helgina. Þar lýsir hann hversu snilldarlega honum hefur tekist að halda niðri verði á veitingastað IKEA og býður upp á létta kennslustund fyrir aðra veitingastaði á Íslandi. Lækka beri verð og treysta þar með á aukin umsvif, sem svo leiða til betri kjara hjá framleiðendum og birgjum. Hann lætur ekki þar við sitja, heldur sendir hann veitingahúsum á Íslandi og ferðaþjónustu almennt tóninn, sakar greinina um barlóm og okur og segist skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Þetta tekur auðvitað engu tali og auðvitað óþolandi fyrir veitingarekstur og ferðaþjónustu að sitja undir svona aðdróttunum. Þórarinn setur alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt óháð því hvort þeir eru staðsettir í miðborg Reykjavíkur, á Ísafirði eða á Stöðvarfirði. Óháð því hvaða matseðil þau bjóða, hvaða hráefni, hvernig húsnæði og innréttingar eru, hvaða upplifun og hvaða þjónusta stendur til boða. Hann ber saman epli og appelsínur kinnroðalaust. Hann segir ferðamenn almennt hætta að borða inni á veitingastöðum útaf okri. Það er auðvitað fjarri öllu lagi , þó að vissulega hafi orðið samdráttur hjá mörgum veitingahúsum af augljósum ástæðum - sem Þórarinn kýs að taka ekki með í reikninginn: Gengi íslensku krónunnar, sem hefur verið óvenju sterkt undanfarin ár og hefur verið ferðaþjónustunni mjög erfitt – sama hvaða skoðun Þórarinn eða aðrir hafa á því. Á sama tíma hefur það verið innflytjendum vöru á borð við húsgögn mjög hagstætt. Ekki er ólíklegt að Þórarinn hafi fengið fleiri viðskiptavini til sín útaf því. Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins. Viðskiptavinirnir eru aðallega Íslendingar og aðrir íbúar landsins og aðdráttaraflið á teríunni hans er ekki veitingastaðurinn sem slíkur, heldur húsgögnin. Viðskiptavinirnir koma á færibandi. Eins og maturinn. Í augum Þórarins er kjötsúpa alltaf það sama og kjötsúpa. Þá hlýtur sófi alltaf að vera það sama og sófi, ekki satt?
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun