Skútunni var þó snúið við og siglt til Rifs þar sem Lögreglan á Vesturlandi auk mannanna fjögurra tóku á móti henni. Skipstjórinn sneri skútunni til lands eftir að honum var skipað að gera það.
Hann var handtekinn og er hann grunaður um að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi, samkvæmt Lögreglunni á Vesturlandi. Hann verður yfirheyrður og rannsókn málsins heldur áfram. Ekki er vitað hvort fleiri hafi verið um borð.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur fært þeim aðilum sem aðstoðuðu í málinu þakkir.
Eigandi skútunnar, sem ber heitið Inook, er franskur og var hann að geyma hana á Ísafirði yfir veturinn. Skútan er notuð til að sigla til Grænlands á sumrin. Segl hennar voru í geymslu í landi og var henni því siglt undir vélarafli.
Uppfært 21:30