Leggst undir hnífinn á skurðarborðinu Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. október 2018 10:00 Emmsjé Gauti slakaði á í Grikklandi í aðdraganda útkomu plötunnar. Hann er stoltur af þessari plötu. Horfir ekki mikið í baksýnisspegilinn þó að hann virði sín fyrri verk. Hann segir að þessi plata sé rólegri en þær fyrri. Fréttablaðið/Eyþór Emmsjé Gauti gefur í dag út nýjustu plötuna sína, Fimm, en hana má finna á helstu streymisveitum og einnig er hægt að kaupa hana á vefnum. „Loksins. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í næstum tvö ár – það er reyndar svolítið erfitt að setja fingur á hvenær ég byrjaði beinlínis að vinna að þessari plötu. En ætli það sé ekki komið svona ár síðan að ég gat sagt mér að ég væri að fara að gefa út plötu – þá voru svona 70% af lögunum til. Lokaferlið er alltaf erfiðast, ég ætlaði að gefa hana út síðasta sumar en hætti við – mér fannst bara að þá væri ekki réttur tími. Ég hef alltaf reynt að gera heilsteypt verk og þegar ég var kominn að endapunktinum þá einhvern veginn færðist hann aðeins lengra út af nýjum pælingum sem komu upp á borðið. En loksins er þetta komið út núna,“ segir Gauti sigurreifur í Grikklandi þar sem hann sólar sig eftir hörkuvinnu síðustu misseri við að leggja lokahönd á plötuna. Gauti segir að margt á plötunni sé kunnuglegt en þó megi finna stef sem ekki hafi komið fram áður hjá honum. „Þetta er besta platan mín … er ekki nýjasta platan manns uppáhaldsplatan? Þegar ég hlusta á gamalt dót finnst mér það alltaf smá skrítið því að ég er ekki á sama stað í dag og þá. Ég virði auðvitað öll mín fyrri verk. Þessi plata er samt að einhverju leyti rólegri en það sem ég hef áður gert, eða að minnsta kosti síðustu tvær plötur. Mér líður einhvern veginn eins og ég sé búinn að opna mig, eins og ég liggi á skurðarborði alveg opinn og að fólk geti skoðað inn í mig. Sum lögin eru drifin áfram af egóinu – en í öðrum er ég alveg berskjaldaður og leyfi egóinu að fara til hliðar.“Er þetta þroski? „Jújú, það má alveg kalla það þroska. Það er auðvitað eitthvað að ef maður finnur ekki fyrir þroska á milli ára. Þá þyrfti maður kannski að fara á hormónakúr.“ Gauti er með ýmislegt í pokahorninu sem hann ætlar að gera til að fylgja verkinu eftir – sumt er hann til í að draga upp og sýna en annað segir hann munu koma í ljós. „Ég fattaði ekki alveg hvernig dagskráin mín væri þegar ég ætlaði að gefa plötuna út í sumar og svo núna er ég með jólatónleika í desember þannig að það er pínu knappur tími til að halda útgáfutónleika. Ég ætla þess vegna að fagna útgáfunni á Akureyri, á Græna hattinum. Svo held ég útgáfutónleika í Reykjavík eftir áramót … þegar svartasta svartnættið er tekið við. Það verður kannski komin kreppa þá? Nei, líklega ekki. Sama hvað verður þá held ég útgáfutónleika. Mig langar að gera þetta almennilega, ég nenni ekki að vera með týpíska tónleika heldur þarf þetta að vera svolítið „sjóv“. Ég er búinn að hugsa alls konar dót – en ég get ekki sagt frá því, þá er það ónýtt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út lag eftir fimm ára þögn Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Emmsjé Gauti gefur í dag út nýjustu plötuna sína, Fimm, en hana má finna á helstu streymisveitum og einnig er hægt að kaupa hana á vefnum. „Loksins. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í næstum tvö ár – það er reyndar svolítið erfitt að setja fingur á hvenær ég byrjaði beinlínis að vinna að þessari plötu. En ætli það sé ekki komið svona ár síðan að ég gat sagt mér að ég væri að fara að gefa út plötu – þá voru svona 70% af lögunum til. Lokaferlið er alltaf erfiðast, ég ætlaði að gefa hana út síðasta sumar en hætti við – mér fannst bara að þá væri ekki réttur tími. Ég hef alltaf reynt að gera heilsteypt verk og þegar ég var kominn að endapunktinum þá einhvern veginn færðist hann aðeins lengra út af nýjum pælingum sem komu upp á borðið. En loksins er þetta komið út núna,“ segir Gauti sigurreifur í Grikklandi þar sem hann sólar sig eftir hörkuvinnu síðustu misseri við að leggja lokahönd á plötuna. Gauti segir að margt á plötunni sé kunnuglegt en þó megi finna stef sem ekki hafi komið fram áður hjá honum. „Þetta er besta platan mín … er ekki nýjasta platan manns uppáhaldsplatan? Þegar ég hlusta á gamalt dót finnst mér það alltaf smá skrítið því að ég er ekki á sama stað í dag og þá. Ég virði auðvitað öll mín fyrri verk. Þessi plata er samt að einhverju leyti rólegri en það sem ég hef áður gert, eða að minnsta kosti síðustu tvær plötur. Mér líður einhvern veginn eins og ég sé búinn að opna mig, eins og ég liggi á skurðarborði alveg opinn og að fólk geti skoðað inn í mig. Sum lögin eru drifin áfram af egóinu – en í öðrum er ég alveg berskjaldaður og leyfi egóinu að fara til hliðar.“Er þetta þroski? „Jújú, það má alveg kalla það þroska. Það er auðvitað eitthvað að ef maður finnur ekki fyrir þroska á milli ára. Þá þyrfti maður kannski að fara á hormónakúr.“ Gauti er með ýmislegt í pokahorninu sem hann ætlar að gera til að fylgja verkinu eftir – sumt er hann til í að draga upp og sýna en annað segir hann munu koma í ljós. „Ég fattaði ekki alveg hvernig dagskráin mín væri þegar ég ætlaði að gefa plötuna út í sumar og svo núna er ég með jólatónleika í desember þannig að það er pínu knappur tími til að halda útgáfutónleika. Ég ætla þess vegna að fagna útgáfunni á Akureyri, á Græna hattinum. Svo held ég útgáfutónleika í Reykjavík eftir áramót … þegar svartasta svartnættið er tekið við. Það verður kannski komin kreppa þá? Nei, líklega ekki. Sama hvað verður þá held ég útgáfutónleika. Mig langar að gera þetta almennilega, ég nenni ekki að vera með týpíska tónleika heldur þarf þetta að vera svolítið „sjóv“. Ég er búinn að hugsa alls konar dót – en ég get ekki sagt frá því, þá er það ónýtt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út lag eftir fimm ára þögn Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira