Fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna til þungunarrofs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2018 07:00 Þungunarrof verður ekki heimilt samkvæmt frumvarpinu eftir 18. viku meögöngu nema fóstrið teljist ólífvænlegt. Vísir/Getty Fagfólk í heilbrigðisgeiranum gerir talsverðar athugasemdir við fyrirhugað frumvarp um þungunarrof. Stærstur hluti umsagna fagfólks um frumvarpsdrögin snýr að því að fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna frá því sem nú gildir. Frumvarpsdrögin voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í september en frestur til umsagna rann út fyrir viku. Umsagnirnar voru ekki birtar í gáttinni en Fréttablaðið fékk aðgang að þeim í krafti upplýsingalaga. Drögin byggja á vinnu starfshóps um efnið sem skilaði af sér í nóvember 2016. Sá munur er þó á að í niðurstöðum hópsins var lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram til 22. viku meðgöngu ef engar læknisfræðilegar ástæður mæltu gegn því. Í drögunum er hins vegar gert ráð fyrir því að þungunarrof verði heimilt fram á 18. viku en eftir það eingöngu ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu eða ef fóstur telst ekki „lífvænlegt“ til frambúðar. Sett er út á þetta fyrirkomulag í fjölda umsagna. Alvarlegir fæðingargallar greinist yfirleitt ekki fyrr en eftir tuttugu vikna sónar. Breytingin feli í sér að ákvörðunarréttur þungaðs einstaklings skerðist þar sem gerð er krafa um að fóstur sé ólífvænlegt. Í fæstum tilvikum sjáist strax hvort fóstur sé lífvænlegt þó merki um alvarlega fötlun sjáist. Einstaklingar og fjölskyldur séu misvel í stakk búin til að eiga barn með alvarlega fötlun og frumvarpsdrögin loki fyrir það að fólk sem telur sig ekki ráða við það geti tekið ákvörðun um slíkt. Þetta kemur meðal annars fram í umsögn Ljósmæðrafélags Íslands og kveður við svipaðan tón hjá Félagi íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna (FÍFK), Landspítalans (LSH) og í umsögnum lækna sem ýmist starfa við kvensjúkdóma-, barna- eða fæðingarlækningar. Umræddir aðilar leggja til að tímaramminn fyrir þungunarrof verði lengdur fram til 22. viku meðgöngu. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal frá umboðsmanni barna, sett út á það að lögin tryggðu ekki sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga undir sextán ára til þungunarrofs. Í lögunum er ekkert um slík tilvik og myndu því ákvæði laga um réttindi sjúklinga gilda um slík tilvik. „Ef frumvarpið verður samþykkt í núverandi mynd má því færa rök fyrir því að verið sé að þrengja enn að sjálfsákvörðunarrétti barna að þessu leyti og kveða á um að forsjáraðilar fái ávallt vitneskju um fyrirhugað þungunarrof, óháð aðstæðum hverju sinni,“ segir í umsögn umboðsmanns. Í fyrirhuguðum lögum er kveðið á um að þungunarrof skuli vera gjaldfrjálst „sjúkratryggðum konum“. Í einni umsögn var vakin á því athygli að hingað til lands kæmu ósjúkratryggðir einstaklingar, þar á meðal hælisleitendur, sem settir væru í bága stöðu af þessum sökum. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal umsögn LSH, vikið að því að frumvarpið gerði aðeins ráð fyrir þunguðum konum en ekki öðrum einstaklingum, til að mynda transmönnum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Fagfólk í heilbrigðisgeiranum gerir talsverðar athugasemdir við fyrirhugað frumvarp um þungunarrof. Stærstur hluti umsagna fagfólks um frumvarpsdrögin snýr að því að fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna frá því sem nú gildir. Frumvarpsdrögin voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í september en frestur til umsagna rann út fyrir viku. Umsagnirnar voru ekki birtar í gáttinni en Fréttablaðið fékk aðgang að þeim í krafti upplýsingalaga. Drögin byggja á vinnu starfshóps um efnið sem skilaði af sér í nóvember 2016. Sá munur er þó á að í niðurstöðum hópsins var lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram til 22. viku meðgöngu ef engar læknisfræðilegar ástæður mæltu gegn því. Í drögunum er hins vegar gert ráð fyrir því að þungunarrof verði heimilt fram á 18. viku en eftir það eingöngu ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu eða ef fóstur telst ekki „lífvænlegt“ til frambúðar. Sett er út á þetta fyrirkomulag í fjölda umsagna. Alvarlegir fæðingargallar greinist yfirleitt ekki fyrr en eftir tuttugu vikna sónar. Breytingin feli í sér að ákvörðunarréttur þungaðs einstaklings skerðist þar sem gerð er krafa um að fóstur sé ólífvænlegt. Í fæstum tilvikum sjáist strax hvort fóstur sé lífvænlegt þó merki um alvarlega fötlun sjáist. Einstaklingar og fjölskyldur séu misvel í stakk búin til að eiga barn með alvarlega fötlun og frumvarpsdrögin loki fyrir það að fólk sem telur sig ekki ráða við það geti tekið ákvörðun um slíkt. Þetta kemur meðal annars fram í umsögn Ljósmæðrafélags Íslands og kveður við svipaðan tón hjá Félagi íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna (FÍFK), Landspítalans (LSH) og í umsögnum lækna sem ýmist starfa við kvensjúkdóma-, barna- eða fæðingarlækningar. Umræddir aðilar leggja til að tímaramminn fyrir þungunarrof verði lengdur fram til 22. viku meðgöngu. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal frá umboðsmanni barna, sett út á það að lögin tryggðu ekki sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga undir sextán ára til þungunarrofs. Í lögunum er ekkert um slík tilvik og myndu því ákvæði laga um réttindi sjúklinga gilda um slík tilvik. „Ef frumvarpið verður samþykkt í núverandi mynd má því færa rök fyrir því að verið sé að þrengja enn að sjálfsákvörðunarrétti barna að þessu leyti og kveða á um að forsjáraðilar fái ávallt vitneskju um fyrirhugað þungunarrof, óháð aðstæðum hverju sinni,“ segir í umsögn umboðsmanns. Í fyrirhuguðum lögum er kveðið á um að þungunarrof skuli vera gjaldfrjálst „sjúkratryggðum konum“. Í einni umsögn var vakin á því athygli að hingað til lands kæmu ósjúkratryggðir einstaklingar, þar á meðal hælisleitendur, sem settir væru í bága stöðu af þessum sökum. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal umsögn LSH, vikið að því að frumvarpið gerði aðeins ráð fyrir þunguðum konum en ekki öðrum einstaklingum, til að mynda transmönnum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira