Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. október 2018 06:00 Stórir landskikar aftan við lóðirnar sem raunverulega tilheyra einbýlishúsunum númer 22, 24 og 26 við Einimel hafa verið innlimaðir. Fréttablaðið/Anton Brink Eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa í heimildarleysi lagt undir sig land utan við mörk lóða sinna segir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í svari sem lagt var fram í borgarráði við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá í lok maí. Í fyrirspurninni var „óskað er eftir upplýsingum um mörk útivistarsvæðisins vestan megin við Vesturbæjarsundlaug, gagnvart lóðarhöfum fasteigna við Einimel“ og hvort gengið hafi verið á útivistarsvæði. „Og ef svo er, hvort slíkt hafi verið gert með vitund og vilja borgaryfirvalda.“ Í svari Björns Inga Edvardssonar verkefnisstjóra segir að það sé nokkuð ljóst að við Einimel 22-26 hafi menn tekið sér land fyrir utan sín lóðarmörk. „Það er klárlega í andstöðu við gildandi deiliskipulag og liggja engar heimildir fyrir um þessa landtöku. Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ segir í svari verkefnisstjórans. Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kveðst hafa flutt á Einimel 26 fyrir um áratug. Þvert ofan í það sem segir í svari verkefnisstjórans kveður Bessí umræddar viðbætur við lóðirnar vera í svokölluðu fóstri hjá eigendum viðkomandi húsa. „Þetta er gömul saga frá því hér var bóndabýli. Við höfum annast um viðbót við lóðina okkar. Lóðin hjá mér lítur út fyrir að vera stærri en hún er í raun og veru,“ útskýrir Bessí sem telur misskilning vera uppi í málinu. Bessí Jóhannsdóttir. „Við höfum mér vitanlega aldrei farið fram á að lóðirnar okkar verði stækkaðar. Og við höfum landið í fóstri og þurfum því ekkert að óska eftir að taka það í fóstur,“ segir Bessí og nefnir að það hafi verið þáverandi gatnamálastjóri sem byggði Einimel 26 á níunda áratugnum. „Ég geri nú ráð fyrir að hann hafi vitað nokkuð hvað hann var að gera,“ segir hún. Aðspurð neitar Bessí því að almenningur geti gengið um landið sem hún hafi í fóstri. „Þetta er bara smáskiki á enda lóðarinnar. En það er nóg rými fyrir aftan Vesturbæjarlaugina og það er engum meinaður aðgangur að því svæði,“ bendir hún á. Um umrætt opið svæði í heild segir nánar í svarinu að skilgreina eigi það sem leiksvæði og bæta við stígum. „Gert er ráð fyrir því að halda opinni grasflöt/ leikflöt sunnan við girðinguna um sundlaugina og leiksvæði yrði að vestanverðu auk sleðabrekku. Síðan er gróðursett á milli til að bæta rýmismyndun og skapa hlýleika.“ Fréttin var uppfærð klukkan 12:23 en áður stóð að Bessí væri fyrrverandi borgarfulltrúi, en ekki varaborgarfulltrúi. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa í heimildarleysi lagt undir sig land utan við mörk lóða sinna segir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í svari sem lagt var fram í borgarráði við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá í lok maí. Í fyrirspurninni var „óskað er eftir upplýsingum um mörk útivistarsvæðisins vestan megin við Vesturbæjarsundlaug, gagnvart lóðarhöfum fasteigna við Einimel“ og hvort gengið hafi verið á útivistarsvæði. „Og ef svo er, hvort slíkt hafi verið gert með vitund og vilja borgaryfirvalda.“ Í svari Björns Inga Edvardssonar verkefnisstjóra segir að það sé nokkuð ljóst að við Einimel 22-26 hafi menn tekið sér land fyrir utan sín lóðarmörk. „Það er klárlega í andstöðu við gildandi deiliskipulag og liggja engar heimildir fyrir um þessa landtöku. Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ segir í svari verkefnisstjórans. Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kveðst hafa flutt á Einimel 26 fyrir um áratug. Þvert ofan í það sem segir í svari verkefnisstjórans kveður Bessí umræddar viðbætur við lóðirnar vera í svokölluðu fóstri hjá eigendum viðkomandi húsa. „Þetta er gömul saga frá því hér var bóndabýli. Við höfum annast um viðbót við lóðina okkar. Lóðin hjá mér lítur út fyrir að vera stærri en hún er í raun og veru,“ útskýrir Bessí sem telur misskilning vera uppi í málinu. Bessí Jóhannsdóttir. „Við höfum mér vitanlega aldrei farið fram á að lóðirnar okkar verði stækkaðar. Og við höfum landið í fóstri og þurfum því ekkert að óska eftir að taka það í fóstur,“ segir Bessí og nefnir að það hafi verið þáverandi gatnamálastjóri sem byggði Einimel 26 á níunda áratugnum. „Ég geri nú ráð fyrir að hann hafi vitað nokkuð hvað hann var að gera,“ segir hún. Aðspurð neitar Bessí því að almenningur geti gengið um landið sem hún hafi í fóstri. „Þetta er bara smáskiki á enda lóðarinnar. En það er nóg rými fyrir aftan Vesturbæjarlaugina og það er engum meinaður aðgangur að því svæði,“ bendir hún á. Um umrætt opið svæði í heild segir nánar í svarinu að skilgreina eigi það sem leiksvæði og bæta við stígum. „Gert er ráð fyrir því að halda opinni grasflöt/ leikflöt sunnan við girðinguna um sundlaugina og leiksvæði yrði að vestanverðu auk sleðabrekku. Síðan er gróðursett á milli til að bæta rýmismyndun og skapa hlýleika.“ Fréttin var uppfærð klukkan 12:23 en áður stóð að Bessí væri fyrrverandi borgarfulltrúi, en ekki varaborgarfulltrúi.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira